Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hversu miklu koltvíoxíði er árlega breytt í stein á Hellisheiði?

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Kári Helgason

Eins og staðan er í dag eru um það bil 15 þúsund tonn af koltvíoxíði (CO2 – einnig nefnt koltvíildi á íslensku) árlega fönguð úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og dælt djúpt niður í jarðlögin. Þar umbreytist koltvíoxíðið í stein og þannig er komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Þetta er gert undir merkjum Carbfix sem hefur frá árinu 2007 þróað aðferð til að líkja eftir náttúrulegum ferlum þar sem koltvíoxíð er leyst í vatni og dælt djúpt niður í basaltlög þar sem það hvarfast við bergið og myndar steindir.

Samtals hefur um 65 þúsund tonnum af koltvíoxíði verið breytt í stein frá árinu 2014, en þá hófst niðurdæling á iðnaðarskala við Hellisheiðarvirkjun. Ef brennisteinsvetni er talið með er talan um 100 þúsund tonn. Gasið á uppruna sinn í jarðhitageyminum, en auk koltvíoxíðs er stórum hluta brennisteinsvetnis skilað aftur niður í jörðina þar sem það breytist í glópagull.

Árlegt magn koltvíoxíðs frá Hellisheiðarvirkjun sem dælt er niður í berglögin.

Auk þess að fanga og binda koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun hefur verið reistur búnaður sem getur fangað koltvíoxíð beint úr andrúmsloftinu, svokallaðar loftsugur. Þessi tækni var þróuð af svissneska fyrirtækinu Climeworks, samstarfsaðila Carbfix. Í stuttu máli sér Climeworks um að fanga og Carbfix um að farga. Stefnt er á að loftsugurnar verði gangsettar sumarið 2021 og mun árleg föngunargeta nema 4000 tonnum. Með því að fanga beint úr andrúmslofti er öll losun koltvíoxíðs í heiminum aðgengileg á Íslandi.

Hreinir orkugjafar og hin gríðarlega geymslugeta berggrunnsins gera Ísland að ákjósanlegum stað til þess að byggja upp þennan vistvæna hátækniiðnað, en greiningaraðilum ber saman um að innleiðing loftsugutækni á stórum skala sé ómissandi til að ná loftslagsmarkmiðum um að halda hlýnun innan við 1,5°C á þessum áratug.

Starfsfólk Carbfix framan við loftsugurnar sem ætlað er að fanga koltvíoxíð beint úr andrúmsloftinu.

Því má segja að allt að 19 þúsund tonnum af koltvíoxíði verði dælt niður í berggrunninn á Hellisheiði á árinu 2021 þar sem það mun breytast í stein djúpt í berggrunninum, og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Eins og staðan er í dag er um þriðjungi koltvíoxíðs frá Hellisheiðarvirkjun dælt niður, en Orka Náttúrunnar stefnir á sporlausa vinnslu í jarðvarmavirkjunum sínum fyrir árið 2030. Þá má gera ráð fyrir að allt að 50 þúsund tonnum af koltvíoxíði verði breytt í stein árlega.

Myndir:

  • Graf: Sandra Snæbjörnsdóttir og Kári Helgason.
  • Mynd: Carbfix.com. (Sótt 29.1.2021).

Höfundar

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir

doktor í jarðfræði

Kári Helgason

doktor í stjarneðlisfræði

Útgáfudagur

5.2.2021

Spyrjandi

Flóki Dagsson, Bjarni Ólafsson

Tilvísun

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Kári Helgason. „Hversu miklu koltvíoxíði er árlega breytt í stein á Hellisheiði?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2021. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81079.

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Kári Helgason. (2021, 5. febrúar). Hversu miklu koltvíoxíði er árlega breytt í stein á Hellisheiði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81079

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Kári Helgason. „Hversu miklu koltvíoxíði er árlega breytt í stein á Hellisheiði?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2021. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81079>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu miklu koltvíoxíði er árlega breytt í stein á Hellisheiði?
Eins og staðan er í dag eru um það bil 15 þúsund tonn af koltvíoxíði (CO2 – einnig nefnt koltvíildi á íslensku) árlega fönguð úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og dælt djúpt niður í jarðlögin. Þar umbreytist koltvíoxíðið í stein og þannig er komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Þetta er gert undir merkjum Carbfix sem hefur frá árinu 2007 þróað aðferð til að líkja eftir náttúrulegum ferlum þar sem koltvíoxíð er leyst í vatni og dælt djúpt niður í basaltlög þar sem það hvarfast við bergið og myndar steindir.

Samtals hefur um 65 þúsund tonnum af koltvíoxíði verið breytt í stein frá árinu 2014, en þá hófst niðurdæling á iðnaðarskala við Hellisheiðarvirkjun. Ef brennisteinsvetni er talið með er talan um 100 þúsund tonn. Gasið á uppruna sinn í jarðhitageyminum, en auk koltvíoxíðs er stórum hluta brennisteinsvetnis skilað aftur niður í jörðina þar sem það breytist í glópagull.

Árlegt magn koltvíoxíðs frá Hellisheiðarvirkjun sem dælt er niður í berglögin.

Auk þess að fanga og binda koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun hefur verið reistur búnaður sem getur fangað koltvíoxíð beint úr andrúmsloftinu, svokallaðar loftsugur. Þessi tækni var þróuð af svissneska fyrirtækinu Climeworks, samstarfsaðila Carbfix. Í stuttu máli sér Climeworks um að fanga og Carbfix um að farga. Stefnt er á að loftsugurnar verði gangsettar sumarið 2021 og mun árleg föngunargeta nema 4000 tonnum. Með því að fanga beint úr andrúmslofti er öll losun koltvíoxíðs í heiminum aðgengileg á Íslandi.

Hreinir orkugjafar og hin gríðarlega geymslugeta berggrunnsins gera Ísland að ákjósanlegum stað til þess að byggja upp þennan vistvæna hátækniiðnað, en greiningaraðilum ber saman um að innleiðing loftsugutækni á stórum skala sé ómissandi til að ná loftslagsmarkmiðum um að halda hlýnun innan við 1,5°C á þessum áratug.

Starfsfólk Carbfix framan við loftsugurnar sem ætlað er að fanga koltvíoxíð beint úr andrúmsloftinu.

Því má segja að allt að 19 þúsund tonnum af koltvíoxíði verði dælt niður í berggrunninn á Hellisheiði á árinu 2021 þar sem það mun breytast í stein djúpt í berggrunninum, og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Eins og staðan er í dag er um þriðjungi koltvíoxíðs frá Hellisheiðarvirkjun dælt niður, en Orka Náttúrunnar stefnir á sporlausa vinnslu í jarðvarmavirkjunum sínum fyrir árið 2030. Þá má gera ráð fyrir að allt að 50 þúsund tonnum af koltvíoxíði verði breytt í stein árlega.

Myndir:

  • Graf: Sandra Snæbjörnsdóttir og Kári Helgason.
  • Mynd: Carbfix.com. (Sótt 29.1.2021).
...