Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?

Arnar Pálsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð?

Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað frá öðrum svæðum, annað hvort Evrópu eða Ameríku, eftir að ís tók að leysa. Nær allt vatnalíf (og landlíf) hérlendis á sömu sögu. Merkilegasta undantekningin eru grunnvatnsmarflær sem þraukað hafa nokkrar ísaldir í vatnakerfum neðanjarðar og undir jöklum.[1][2] Harla ólíklegt er að bleikja, urriði og lax, eða jafnvel fleiri tegundir, hafi lifað í íslensku ferskvatni fyrir síðustu ísöld. Ómögulegt er þó að rannsaka slíkt því jöklar ísalda hafa skrapað burt vötn, nær alla gróðurþekju og menjar um fyrri vistkerfi.

Allar tegundirnar þrjár eru að upplagi sjógöngufiskar. Það þýðir að fiskarnir æxlast í ferkvatni, yfirleitt ám, ungviðið elst þar upp, síðan ganga stálpuð seiði til sjávar þar sem þau taka út sinn vöxt. Fullvaxta fiskar snúa að endingu aftur til hrygningar, yfirleitt á uppeldisslóðirnar.[3]

A) Bleikja (Salvelinus alpinus), B) urriði (Salmo trutta) og C) lax (Salmo salar).

Til að svara spurningunni um hvenær laxfiskategundirnar þrjár bárust til landsins, eftir síðustu ísöld, má beita nokkrum aðferðum. Fræðgreinarnar jarðfræði, fornlíffræði, vistfræði og erfðafræði búa hver um sig yfir verkfærum sem geta varpað ljósi á spurninguna.

Jarðfræðin segir okkur hvenær ísöldinni lauk og hvernig jökullinn hopaði og þandist út aftur, hvar fyrst og hvar síðast. Fyrir Ísland er myndin flókin, hlutar lands voru íslausir fyrir um 10.000 árum, en aðrir töluvert síðar. Talið er að fyrstu árnar hafi verið aðgengilegar fyrir um 11.000 árum.

Fornvistfræði byggir á greiningum á aldri og efnasamsetningu setlaga og lífrænna leifa. Höfundi er ekki kunnugt um þeim aðferðum hafi verið beitt til að kortleggja landnám fiskitegunda í ferskum vötnum hérlendis, en nýtt verkefni kann að varpa ljósi á það.[4]

Vistfræði tegundanna þriggja er ólík. Bleikjan er kuldaþolnust og vex hægast, er frekar smávaxta miðað við hinar og nýtir sér rýrari búsvæði. Urriðinn er talinn aðeins viðkvæmari fyrir kulda en vex betur við kjöraðstæður og nýtir sér miðlungsbúsvæði. Laxinn er stærstur, hitaþolnastur og hraðvaxta, og fyllir yfirleitt bestu búsvæði í ám. Bleikja og urriði finnast bæði í vötnum sem staðbundnir stofnar, en einnig í ám og jafnvel lækjum. Dreifing tegundanna á norðurhveli endurspeglar þetta. Bleikjuna má finna í nyrstu búsvæðunum, Alaska, Grænlandi, Noregi og Síberíu. Syðst á útbreiðslusvæði sínu finnst hún eingöngu sem vatnableikja í vötnum til fjalla (til dæmis í Ölpunum). Líklegast er að slíkir stofnar og margir vatnastofnar almennt séu þróunarlegar blindgötur. Það er að segja ólíklegt er að þeir geti af sér afkomendur, stofna eða aðgreindar tegundir, sem taka aftur upp lífsstíl sjóbleikju. Útbreiðsla laxins er suðlægari, hann finnst sem sjógöngufiskur mun sunnar í Evrópu en bleikjan. Urriðinn hefur útbreiðslu á milli hinna tveggja tegundanna, er norðlægari en laxinn, en skákar ekki bleikjunni í köldustu og nyrstu ánum.

Miðað við þetta er líklegast að bleikjan hafi borist hingað fyrst þessara tegunda, urriðinn næstur og laxinn síðast. Hérlendis hefur stofn sjóbleikju einmitt minnkað, samanber veiðitölur undangenginna áratuga frá ferskvatnssviði Hafrannsóknarstofnunar. Urriðinn sækir yfirleitt á þegar bleikjunni hnignar, þó ekki sé vitað hverjar orsakirnar eru. Á meðan hefur bleikjan verið sókn á norðlægari breiddargráðum, til dæmis upp með ströndum Grænlands þar sem ný lón og straumvötn myndast við hop jökla.

Það svið erfðafræði sem fjallar um breytileika, far og sögu stofna kallast stofnerfðafræði (e. population genetics). Mynstur erfðabreytileika í einstaklingum, og sérstaklega stofnum (til dæmis bleikjum sem hrygna í ákveðinni á eða vatni), gefur vísbendingar um sögu þeirra, uppruna, blöndun og áhrif náttúrulegs vals. Slíkar rannsóknir hafa verið gerðar á laxfiskum hérlendis og byggja á að taka sýni úr mörgum stofnum, hérlendis og erlendis til að meta skyldleika og uppruna. Fyrst þessara rannsókna var gerð á löxum, af sérfræðingum Veiðimálastofnunar (nú Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjarstofnun hafs og vatna) og tók til rúmlega 2000 seiða úr 26 ám allt í kringum Ísland. Notast var við 15 erfðabreytileika sem voru mjög fjölbreyttir milli einstaklinga (kallast DNA-örtungl).[5] Gögnin afhjúpuðu tvo hópa meðal laxa hérlendis, þar sem Suðurland og nokkrir stofnar við Faxaflóa mynduðu einn hóp en aðrir stofnar hinn hópinn, þar á meðal nokkrar ár við Faxaflóa.[6] Í þessa rannsókn vantaði úthóp, það er að segja viðmið úti í heimi, en síðari rannsóknir benda til að íslenskur lax sé aðgreinanlegur frá þeim norska að minnsta kosti.

Tveir meginhópar atlantshafslaxins hérlendis. Gögnin benda til að um tvo meginhópa sé að ræða, auðkenndir með litum. Myndin er úr grein Kristins Ólafssonar og samstarfsmanna frá árinu 2014.

Tvær rannsóknir eru í vinnslu um bleikjur og urriða hérlendis. Heildstæð samantekt á erfðabreytileika íslenskra laxfiska hefur ekki verið gerð.

Samantekt:
  • Laxfiskar lifðu ekki hérlendis á ísöld.
  • Tegundirnar hafa lifað hér að hámarki síðustu 10.000 til 12.000 ár.
  • Bleikjan er kuldaþolnari en urriði og lax.
  • Því er líklegast að bleikjan hafi borist fyrst hingað, síðan urriðinn og að lokum laxinn.

Tilvísanir:
  1. ^ Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson. (2007). Grunnvatnsmarflær á Íslandi. Náttúrufræðingurinn, 76(1-2), 22-28. (Sótt 23.2.2023).
  2. ^ Kornobis, E., Pálsson, S., Kristjánsson, B. K., & Svavarsson, J. (2010). Molecular evidence of the survival of subterranean amphipods (Arthropoda) during Ice Age underneath glaciers in Iceland. Molecular ecology, 19(12), 2516–2530. (Sótt 23.2.2023).
  3. ^ Mikill breytileiki er í þessu eftir tegundum laxfiska og jafnvel stofnum innan tegunda. Til að mynda finnst bleikja hérlendis sem sjóbleikja, vatnableikja og dvergbleikja í lygnum eða straumstríðum lindum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?
  4. ^ Sjá Earth System Science research that builds on an historical tradition. University of Copenhagen.
  5. ^ Þau eru sérlega breytilegir staðir í erfðamenginu, sem spretta úr mismörgum endurtekningum tveggja eða fleiri basa.
  6. ^ Olafsson K, Pampoulie C, Hjorleifsdottir S, Gudjonsson S, Hreggvidsson GO. (2014). Present-Day Genetic Structure of Atlantic Salmon (Salmo salar) in Icelandic Rivers and Ice-Cap Retreat Models. PLoS ONE 9(2): e86809.

Myndir:

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

1.3.2023

Spyrjandi

Erlendur Steinar

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2023. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83605.

Arnar Pálsson. (2023, 1. mars). Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83605

Arnar Pálsson. „Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2023. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83605>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð?

Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað frá öðrum svæðum, annað hvort Evrópu eða Ameríku, eftir að ís tók að leysa. Nær allt vatnalíf (og landlíf) hérlendis á sömu sögu. Merkilegasta undantekningin eru grunnvatnsmarflær sem þraukað hafa nokkrar ísaldir í vatnakerfum neðanjarðar og undir jöklum.[1][2] Harla ólíklegt er að bleikja, urriði og lax, eða jafnvel fleiri tegundir, hafi lifað í íslensku ferskvatni fyrir síðustu ísöld. Ómögulegt er þó að rannsaka slíkt því jöklar ísalda hafa skrapað burt vötn, nær alla gróðurþekju og menjar um fyrri vistkerfi.

Allar tegundirnar þrjár eru að upplagi sjógöngufiskar. Það þýðir að fiskarnir æxlast í ferkvatni, yfirleitt ám, ungviðið elst þar upp, síðan ganga stálpuð seiði til sjávar þar sem þau taka út sinn vöxt. Fullvaxta fiskar snúa að endingu aftur til hrygningar, yfirleitt á uppeldisslóðirnar.[3]

A) Bleikja (Salvelinus alpinus), B) urriði (Salmo trutta) og C) lax (Salmo salar).

Til að svara spurningunni um hvenær laxfiskategundirnar þrjár bárust til landsins, eftir síðustu ísöld, má beita nokkrum aðferðum. Fræðgreinarnar jarðfræði, fornlíffræði, vistfræði og erfðafræði búa hver um sig yfir verkfærum sem geta varpað ljósi á spurninguna.

Jarðfræðin segir okkur hvenær ísöldinni lauk og hvernig jökullinn hopaði og þandist út aftur, hvar fyrst og hvar síðast. Fyrir Ísland er myndin flókin, hlutar lands voru íslausir fyrir um 10.000 árum, en aðrir töluvert síðar. Talið er að fyrstu árnar hafi verið aðgengilegar fyrir um 11.000 árum.

Fornvistfræði byggir á greiningum á aldri og efnasamsetningu setlaga og lífrænna leifa. Höfundi er ekki kunnugt um þeim aðferðum hafi verið beitt til að kortleggja landnám fiskitegunda í ferskum vötnum hérlendis, en nýtt verkefni kann að varpa ljósi á það.[4]

Vistfræði tegundanna þriggja er ólík. Bleikjan er kuldaþolnust og vex hægast, er frekar smávaxta miðað við hinar og nýtir sér rýrari búsvæði. Urriðinn er talinn aðeins viðkvæmari fyrir kulda en vex betur við kjöraðstæður og nýtir sér miðlungsbúsvæði. Laxinn er stærstur, hitaþolnastur og hraðvaxta, og fyllir yfirleitt bestu búsvæði í ám. Bleikja og urriði finnast bæði í vötnum sem staðbundnir stofnar, en einnig í ám og jafnvel lækjum. Dreifing tegundanna á norðurhveli endurspeglar þetta. Bleikjuna má finna í nyrstu búsvæðunum, Alaska, Grænlandi, Noregi og Síberíu. Syðst á útbreiðslusvæði sínu finnst hún eingöngu sem vatnableikja í vötnum til fjalla (til dæmis í Ölpunum). Líklegast er að slíkir stofnar og margir vatnastofnar almennt séu þróunarlegar blindgötur. Það er að segja ólíklegt er að þeir geti af sér afkomendur, stofna eða aðgreindar tegundir, sem taka aftur upp lífsstíl sjóbleikju. Útbreiðsla laxins er suðlægari, hann finnst sem sjógöngufiskur mun sunnar í Evrópu en bleikjan. Urriðinn hefur útbreiðslu á milli hinna tveggja tegundanna, er norðlægari en laxinn, en skákar ekki bleikjunni í köldustu og nyrstu ánum.

Miðað við þetta er líklegast að bleikjan hafi borist hingað fyrst þessara tegunda, urriðinn næstur og laxinn síðast. Hérlendis hefur stofn sjóbleikju einmitt minnkað, samanber veiðitölur undangenginna áratuga frá ferskvatnssviði Hafrannsóknarstofnunar. Urriðinn sækir yfirleitt á þegar bleikjunni hnignar, þó ekki sé vitað hverjar orsakirnar eru. Á meðan hefur bleikjan verið sókn á norðlægari breiddargráðum, til dæmis upp með ströndum Grænlands þar sem ný lón og straumvötn myndast við hop jökla.

Það svið erfðafræði sem fjallar um breytileika, far og sögu stofna kallast stofnerfðafræði (e. population genetics). Mynstur erfðabreytileika í einstaklingum, og sérstaklega stofnum (til dæmis bleikjum sem hrygna í ákveðinni á eða vatni), gefur vísbendingar um sögu þeirra, uppruna, blöndun og áhrif náttúrulegs vals. Slíkar rannsóknir hafa verið gerðar á laxfiskum hérlendis og byggja á að taka sýni úr mörgum stofnum, hérlendis og erlendis til að meta skyldleika og uppruna. Fyrst þessara rannsókna var gerð á löxum, af sérfræðingum Veiðimálastofnunar (nú Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjarstofnun hafs og vatna) og tók til rúmlega 2000 seiða úr 26 ám allt í kringum Ísland. Notast var við 15 erfðabreytileika sem voru mjög fjölbreyttir milli einstaklinga (kallast DNA-örtungl).[5] Gögnin afhjúpuðu tvo hópa meðal laxa hérlendis, þar sem Suðurland og nokkrir stofnar við Faxaflóa mynduðu einn hóp en aðrir stofnar hinn hópinn, þar á meðal nokkrar ár við Faxaflóa.[6] Í þessa rannsókn vantaði úthóp, það er að segja viðmið úti í heimi, en síðari rannsóknir benda til að íslenskur lax sé aðgreinanlegur frá þeim norska að minnsta kosti.

Tveir meginhópar atlantshafslaxins hérlendis. Gögnin benda til að um tvo meginhópa sé að ræða, auðkenndir með litum. Myndin er úr grein Kristins Ólafssonar og samstarfsmanna frá árinu 2014.

Tvær rannsóknir eru í vinnslu um bleikjur og urriða hérlendis. Heildstæð samantekt á erfðabreytileika íslenskra laxfiska hefur ekki verið gerð.

Samantekt:
  • Laxfiskar lifðu ekki hérlendis á ísöld.
  • Tegundirnar hafa lifað hér að hámarki síðustu 10.000 til 12.000 ár.
  • Bleikjan er kuldaþolnari en urriði og lax.
  • Því er líklegast að bleikjan hafi borist fyrst hingað, síðan urriðinn og að lokum laxinn.

Tilvísanir:
  1. ^ Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson. (2007). Grunnvatnsmarflær á Íslandi. Náttúrufræðingurinn, 76(1-2), 22-28. (Sótt 23.2.2023).
  2. ^ Kornobis, E., Pálsson, S., Kristjánsson, B. K., & Svavarsson, J. (2010). Molecular evidence of the survival of subterranean amphipods (Arthropoda) during Ice Age underneath glaciers in Iceland. Molecular ecology, 19(12), 2516–2530. (Sótt 23.2.2023).
  3. ^ Mikill breytileiki er í þessu eftir tegundum laxfiska og jafnvel stofnum innan tegunda. Til að mynda finnst bleikja hérlendis sem sjóbleikja, vatnableikja og dvergbleikja í lygnum eða straumstríðum lindum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?
  4. ^ Sjá Earth System Science research that builds on an historical tradition. University of Copenhagen.
  5. ^ Þau eru sérlega breytilegir staðir í erfðamenginu, sem spretta úr mismörgum endurtekningum tveggja eða fleiri basa.
  6. ^ Olafsson K, Pampoulie C, Hjorleifsdottir S, Gudjonsson S, Hreggvidsson GO. (2014). Present-Day Genetic Structure of Atlantic Salmon (Salmo salar) in Icelandic Rivers and Ice-Cap Retreat Models. PLoS ONE 9(2): e86809.

Myndir:...