Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?

Björn Gústav Jónsson

Helsinki-sáttmálinn var afrakstur ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (e. Conference on Security and Cooperation in Europe, skammstafað CSCE eða RÖSE á íslensku). Hann var undirritaður í Helsinki í Finnlandi þann 1. ágúst 1975 af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og öllum ríkjum EvrópuAlbaníu undanskilinni. Fulltrúi Íslands á fundinum var Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra. Markmið Helsinki-sáttmálans var að draga úr spennu sem þá ríkti milli Sovétríkjanna og Vesturveldanna og tryggja landamæri ríkja, mannréttindi íbúa, sem og samvinnu landa í efnahagsmálum, vísindum og mannúðarstarfi.

Gerald R. Ford, forseti Bandaríkjanna, að undirrita Helsinki-sáttmálann.

Helsinki-sáttmálinn var þrískiptur.

Fyrsti liður fjallaði um öryggismál en hann fól í sér jafnan rétt þjóða til virðingar, friðhelgi ríkja og landamæra og friðsamlegra lausna í deilumálum. Þar var ákvæði um að erlend ríki mættu ekki skipta sér af innanríkismálum annarra ríkja. Þá var einnig kveðið á um virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi fólks þar á meðal tjáningarfrelsi, trúfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti.

Annar liður fjallaði um samvinnu á sviði efnahagsmála, vísinda og umhverfismála. Þar má nefna rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði, veðurfræði, haffræði og geimrannsóknir. Einnig fól sáttmálinn í sér samstarf í rannsóknum á sviði tækniframfara og má þar nefna tölvutækni og orkugjafa. Að auki var lögð áhersla á samvinnu á sviði umhverfismála þá einkum mengunarvarna bæði í sjó og á landi.

Þriðji liður fól í sér verndun mannréttinda og frelsis íbúa og að ekki mætti mismuna fólki á grundvelli kynþáttar, kynferðis, tungumála eða trúarbragða.

Sáttmálinn var ekki vinsæll meðal vestrænna ríkja þegar hann var undirritaður en þrátt fyrir það reyndist hann mikilvægur þegar kom að endalokum kalda stríðsins. Margir töldu að verið væri að viðurkenna yfirráð Sovétmanna yfir Austur-Evrópu en á hinn veginn þá var ráðist í aðgerðir til að bæta mannréttindi fólks í Sovétríkjunum og Austur-Evrópulöndum sem voru undir stjórn kommúnista. Komið var á fót eftirlitshópum sem höfðu eftirlit með mannréttindum íbúa í Evrópu og Sovétríkjunum. Hópurinn átti einnig að hafa eftirlit með þeim sem brutu gegn Helsinki-sáttmálanum og draga þá til ábyrgðar. Í kjölfar sáttmálans voru haldnir frekari fundi á vegum CSCE í Belgrad 1977-78, Madríd 1980-83 og Vínarborg 1986-89. Á fundinum í Vínarborg var réttur fólks til flutninga tryggður sem og trúfrelsi. Þessar breytingar áttu stóran þátt í endalokum yfirráða kommúnista í Austur-Evrópu og þar með endalokum kalda stríðsins.

Undirritun Helsinki-sáttmálans, frá vinstri Süleyman Demirel, forsætisráðherra Tyrklands, Leoníd Brésnev, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og Josip Tító, forseti Júgóslavíu.

CSCE er ekki til lengur en Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (skammstafað ÖSE, e. Organization for Security and Co-operation in Europe eða OSCE) var stofnuð árið 1994 sem arftaki CSCE. Markmið hennar er reyna að tryggja frið og að halda utan um enduruppbyggingu í löndum sem orðið hafa illa úti í stríðsátökum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Björn Gústav Jónsson

BA-nemi í stjórnmálafræði við HÍ

Útgáfudagur

31.5.2022

Spyrjandi

Vilhjálmur Hrafn Stefánsson

Tilvísun

Björn Gústav Jónsson. „Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2022. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83755.

Björn Gústav Jónsson. (2022, 31. maí). Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83755

Björn Gústav Jónsson. „Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2022. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83755>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?
Helsinki-sáttmálinn var afrakstur ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (e. Conference on Security and Cooperation in Europe, skammstafað CSCE eða RÖSE á íslensku). Hann var undirritaður í Helsinki í Finnlandi þann 1. ágúst 1975 af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og öllum ríkjum EvrópuAlbaníu undanskilinni. Fulltrúi Íslands á fundinum var Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra. Markmið Helsinki-sáttmálans var að draga úr spennu sem þá ríkti milli Sovétríkjanna og Vesturveldanna og tryggja landamæri ríkja, mannréttindi íbúa, sem og samvinnu landa í efnahagsmálum, vísindum og mannúðarstarfi.

Gerald R. Ford, forseti Bandaríkjanna, að undirrita Helsinki-sáttmálann.

Helsinki-sáttmálinn var þrískiptur.

Fyrsti liður fjallaði um öryggismál en hann fól í sér jafnan rétt þjóða til virðingar, friðhelgi ríkja og landamæra og friðsamlegra lausna í deilumálum. Þar var ákvæði um að erlend ríki mættu ekki skipta sér af innanríkismálum annarra ríkja. Þá var einnig kveðið á um virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi fólks þar á meðal tjáningarfrelsi, trúfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti.

Annar liður fjallaði um samvinnu á sviði efnahagsmála, vísinda og umhverfismála. Þar má nefna rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði, veðurfræði, haffræði og geimrannsóknir. Einnig fól sáttmálinn í sér samstarf í rannsóknum á sviði tækniframfara og má þar nefna tölvutækni og orkugjafa. Að auki var lögð áhersla á samvinnu á sviði umhverfismála þá einkum mengunarvarna bæði í sjó og á landi.

Þriðji liður fól í sér verndun mannréttinda og frelsis íbúa og að ekki mætti mismuna fólki á grundvelli kynþáttar, kynferðis, tungumála eða trúarbragða.

Sáttmálinn var ekki vinsæll meðal vestrænna ríkja þegar hann var undirritaður en þrátt fyrir það reyndist hann mikilvægur þegar kom að endalokum kalda stríðsins. Margir töldu að verið væri að viðurkenna yfirráð Sovétmanna yfir Austur-Evrópu en á hinn veginn þá var ráðist í aðgerðir til að bæta mannréttindi fólks í Sovétríkjunum og Austur-Evrópulöndum sem voru undir stjórn kommúnista. Komið var á fót eftirlitshópum sem höfðu eftirlit með mannréttindum íbúa í Evrópu og Sovétríkjunum. Hópurinn átti einnig að hafa eftirlit með þeim sem brutu gegn Helsinki-sáttmálanum og draga þá til ábyrgðar. Í kjölfar sáttmálans voru haldnir frekari fundi á vegum CSCE í Belgrad 1977-78, Madríd 1980-83 og Vínarborg 1986-89. Á fundinum í Vínarborg var réttur fólks til flutninga tryggður sem og trúfrelsi. Þessar breytingar áttu stóran þátt í endalokum yfirráða kommúnista í Austur-Evrópu og þar með endalokum kalda stríðsins.

Undirritun Helsinki-sáttmálans, frá vinstri Süleyman Demirel, forsætisráðherra Tyrklands, Leoníd Brésnev, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og Josip Tító, forseti Júgóslavíu.

CSCE er ekki til lengur en Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (skammstafað ÖSE, e. Organization for Security and Co-operation in Europe eða OSCE) var stofnuð árið 1994 sem arftaki CSCE. Markmið hennar er reyna að tryggja frið og að halda utan um enduruppbyggingu í löndum sem orðið hafa illa úti í stríðsátökum.

Heimildir og myndir:...