Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru refir skyldir köttum?

Jón Már Halldórsson

Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birnir, hreifadýr og refir en í þeirri seinni þróuðust kattardýr, hýenur og mongúsar, meðal annarra tegunda.

Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra en eru talsvert fjarskyldir.

Gjarnan hefur verið talið að þessi þróun í tvær greinar hafi átt sér stað fyrir um 42 milljón árum en nú benda rannsóknir til að hún hafi mögulega byrjað fyrr, fyrir allt að 57 milljónum ára.

Samkvæmt þessu er töluvert langt síðan refir og kettir áttu sameiginlegan forföður. Refir eru til dæmis skyldari selum og bjarndýrum en köttum.

Heimild og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.11.2022

Spyrjandi

Sigtryggur Einar Sævarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru refir skyldir köttum?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2022, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83866.

Jón Már Halldórsson. (2022, 10. nóvember). Eru refir skyldir köttum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83866

Jón Már Halldórsson. „Eru refir skyldir köttum?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2022. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83866>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru refir skyldir köttum?
Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birnir, hreifadýr og refir en í þeirri seinni þróuðust kattardýr, hýenur og mongúsar, meðal annarra tegunda.

Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra en eru talsvert fjarskyldir.

Gjarnan hefur verið talið að þessi þróun í tvær greinar hafi átt sér stað fyrir um 42 milljón árum en nú benda rannsóknir til að hún hafi mögulega byrjað fyrr, fyrir allt að 57 milljónum ára.

Samkvæmt þessu er töluvert langt síðan refir og kettir áttu sameiginlegan forföður. Refir eru til dæmis skyldari selum og bjarndýrum en köttum.

Heimild og myndir:...