Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Nærist mölur á flíkum úr hör?

EDS

Heitið mölur er stundum notað sem samheiti yfir fiðrildi sem lifa í húsum en þó er oftast átt við fatamöl eða stundum ullarmöl, tvær tegundir mölfiðrildaættar (Tineidae) hér á landi.

Fatamölur getur valdið miklum skaða á fatnaði og öðru í híbýlum manna sem gert er úr ull eða skinnum. Slíkt er þó ekki nærri eins algengt í dag og áður fyrr þar sem efnisval í fötum og öðrum textíl nú til dags er mölflugum í óhag.

Fatamölur eða guli fatamölurinn (Tineola bisselliella).

Í raun eru það ekki fullorðnu fiðrildin sem eru skaðvaldurinn heldur lirfurnar. Kvendýrin verpa eggjum sínum í dýrahár, til dæmis ullarflíkur, skinn og gærur, sem lirfurnar nærast svo á. Lirfurnar sækjast eftir prótíni sem nefnist keratín, en það er að finna í trefjum úr dýraríkinu (til dæmis ull, skinnum, gærum, fjöðrum, leðri, silki og svo framvegis). Lirfurnar geta lítið sem ekkert nýtt sér það sem kemur úr plönturíkinu eða gerfiefni.

Hör eða lín er efni sem unnið úr trefjum hörplöntunnar (Linum usitatissimum). Það er því ekki á matseðli lirfanna frekar en bómull eða önnur efni sem ekki koma úr dýraríkinu, nema helst ef slík efni eru ofin saman við ull eða annað sem lirfurnar sækja í eða ef efnin innihalda mikið af matarleifum eða húðfitu sem lirfurnar geta nærst á. Ef hörgull er á kjörfæðunni geta lirfurnar lagst á og skaðað bómull, lín, kork og pappír en þær ná ekki fullum þroska á slíkri fæðu einvörðungu.

Fatamölur getur unnið töluvert tjón á ullarflíkum, skinnum, pelsum, stoppuðum húsgögnum, vegg- og gólfteppum, einnig gripum í dýrasöfnum.

Heimildir og myndir:


Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fær þakkir fyrir ábendingar við gerð þessa svars.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.8.2022

Spyrjandi

Guðný Guðmundsdóttir

Tilvísun

EDS. „Nærist mölur á flíkum úr hör?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2022. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83870.

EDS. (2022, 24. ágúst). Nærist mölur á flíkum úr hör? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83870

EDS. „Nærist mölur á flíkum úr hör?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2022. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83870>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Nærist mölur á flíkum úr hör?
Heitið mölur er stundum notað sem samheiti yfir fiðrildi sem lifa í húsum en þó er oftast átt við fatamöl eða stundum ullarmöl, tvær tegundir mölfiðrildaættar (Tineidae) hér á landi.

Fatamölur getur valdið miklum skaða á fatnaði og öðru í híbýlum manna sem gert er úr ull eða skinnum. Slíkt er þó ekki nærri eins algengt í dag og áður fyrr þar sem efnisval í fötum og öðrum textíl nú til dags er mölflugum í óhag.

Fatamölur eða guli fatamölurinn (Tineola bisselliella).

Í raun eru það ekki fullorðnu fiðrildin sem eru skaðvaldurinn heldur lirfurnar. Kvendýrin verpa eggjum sínum í dýrahár, til dæmis ullarflíkur, skinn og gærur, sem lirfurnar nærast svo á. Lirfurnar sækjast eftir prótíni sem nefnist keratín, en það er að finna í trefjum úr dýraríkinu (til dæmis ull, skinnum, gærum, fjöðrum, leðri, silki og svo framvegis). Lirfurnar geta lítið sem ekkert nýtt sér það sem kemur úr plönturíkinu eða gerfiefni.

Hör eða lín er efni sem unnið úr trefjum hörplöntunnar (Linum usitatissimum). Það er því ekki á matseðli lirfanna frekar en bómull eða önnur efni sem ekki koma úr dýraríkinu, nema helst ef slík efni eru ofin saman við ull eða annað sem lirfurnar sækja í eða ef efnin innihalda mikið af matarleifum eða húðfitu sem lirfurnar geta nærst á. Ef hörgull er á kjörfæðunni geta lirfurnar lagst á og skaðað bómull, lín, kork og pappír en þær ná ekki fullum þroska á slíkri fæðu einvörðungu.

Fatamölur getur unnið töluvert tjón á ullarflíkum, skinnum, pelsum, stoppuðum húsgögnum, vegg- og gólfteppum, einnig gripum í dýrasöfnum.

Heimildir og myndir:


Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fær þakkir fyrir ábendingar við gerð þessa svars....