Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða skordýr ræðst á ánamaðka og drepur þá?

Jón Már Halldórsson

Höfundi er ekki kunnugt um að skordýr ráðist á ánamaðka til þess eins að drepa þá en vissulega eru til skordýr sem éta ánamaðka.

Jarðvegsormar þeir sem við nefnum ánamaðka í daglegu tali, tilheyra allir ættinni Lumbricidae eða ánamaðkaætt og eru af flokki fáburstunga (Oligochaeta). Heimkynni ánamaðkaættar eru fyrst og fremst á norðurhveli en allmargar tegundir hafa borist þaðan og numið land í öðrum heimshlutum. Á Íslandi hafa fundist 11 tegundir ánamaðka.

Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem helst finnst í hræjum og skítahaugum. Vitað er að jötunuxi étur stundum ánamaðka.

Fjölmargir hópa dýra nærast á ánamöðkum. Við könnumst flest við að hafa séð fugla, til dæmis þresti og tjalda, týna upp ánamaðka úr jörðu enda eru ánamaðkar mikilvæg fæða fyrir ýmsar fuglategundir. Erlendis þar sem hryggdýralífið er mun fjölbreyttara en hér á Íslandi eru ánamaðkar hluti af fæðu fyrir mörg smærri spendýr svo sem moldvörpur, greifingja, snjáldurmýs og jafnvel refi.

En það er líka vel þekkt að skordýr lifi á ánamöðkum í jarðveginum. Víða um heim lifa lirfur tvívængja (diptera) á ánamöðkum annað hvort í afráni eða sem sníkjudýr. Einnig þekkist afrán stærri bjalla (Carabidae) og vitað er að bæði jötunuxar (Staphylinidae) og járnsmiðir éta ánamaðka.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.9.2022

Spyrjandi

Sesselja Jónasdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða skordýr ræðst á ánamaðka og drepur þá?“ Vísindavefurinn, 14. september 2022, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83878.

Jón Már Halldórsson. (2022, 14. september). Hvaða skordýr ræðst á ánamaðka og drepur þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83878

Jón Már Halldórsson. „Hvaða skordýr ræðst á ánamaðka og drepur þá?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2022. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83878>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða skordýr ræðst á ánamaðka og drepur þá?
Höfundi er ekki kunnugt um að skordýr ráðist á ánamaðka til þess eins að drepa þá en vissulega eru til skordýr sem éta ánamaðka.

Jarðvegsormar þeir sem við nefnum ánamaðka í daglegu tali, tilheyra allir ættinni Lumbricidae eða ánamaðkaætt og eru af flokki fáburstunga (Oligochaeta). Heimkynni ánamaðkaættar eru fyrst og fremst á norðurhveli en allmargar tegundir hafa borist þaðan og numið land í öðrum heimshlutum. Á Íslandi hafa fundist 11 tegundir ánamaðka.

Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem helst finnst í hræjum og skítahaugum. Vitað er að jötunuxi étur stundum ánamaðka.

Fjölmargir hópa dýra nærast á ánamöðkum. Við könnumst flest við að hafa séð fugla, til dæmis þresti og tjalda, týna upp ánamaðka úr jörðu enda eru ánamaðkar mikilvæg fæða fyrir ýmsar fuglategundir. Erlendis þar sem hryggdýralífið er mun fjölbreyttara en hér á Íslandi eru ánamaðkar hluti af fæðu fyrir mörg smærri spendýr svo sem moldvörpur, greifingja, snjáldurmýs og jafnvel refi.

En það er líka vel þekkt að skordýr lifi á ánamöðkum í jarðveginum. Víða um heim lifa lirfur tvívængja (diptera) á ánamöðkum annað hvort í afráni eða sem sníkjudýr. Einnig þekkist afrán stærri bjalla (Carabidae) og vitað er að bæði jötunuxar (Staphylinidae) og járnsmiðir éta ánamaðka.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

...