Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?

Birna Þórisdóttir

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins? Hefur næringarfræðin eitthvað um það að segja?

Til að svara spurningunni var framkvæmd leit í gagnagrunninum PubMed.gov þann 6.12.2022 með leitarstrengnum „breakfast AND health“. Þannig fannst 31 safngreining (e. meta-analysis) og nýttust 14 þeirra til að svara spurningunni. Í næringarfræðinni eru safngreiningar taldar gefa besta mynd af stöðu þekkingar þar sem þær draga ályktanir af niðurstöðum allra þeirra rannsókna sem falla undir ákveðin leitarskilyrði.

Hver eru tengsl þess að sleppa morgunverði og heilsu?

Safngreiningar á rannsóknum sem byggja á athugunum (e. observational studies) hafa fundið tengsl milli þess að sleppa morgunverði og:
  • auknum líkum á sykursýki af tegund 2[1], hjarta- og æðasjúkdómum og dánartíðni (e. all cause mortality)[2][3]
  • auknum líkum á ofþyngd/offitu meðal fullorðinna[4] og barna/unglinga 5-19 ára[5]
  • auknum líkum á þunglyndi, streitu og sálrænnar vanlíðunar meðal allra aldurshópa, auk kvíða meðal unglinga[6]
  • auknum líkum á túrverkjum meðal ungra kvenna[7]
  • verra mataræðis meðal barna og unglinga (minna af trefjum, ávöxtum og grænmeti og meira af gosdrykkjum)[8]

Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um að morgunverður sé mikilvæg máltíð. Þó má geta þess að tengsl af þessu tagi segja ekki til um orsakasamhengi og gæðum flestra þeirra safngreininga sem hafa verið gæðametnar er ábótavant.

Vísbendingar eru um að morgunmatur sé mikilvæg máltíð.

Einnig má nefna tvær safngreinar á íhlutunarrannsóknum (e. randomized controlled trials) þar sem borin var saman þyngdarþróun þátttakenda sem annars vegar borðuðu og hins vegar slepptu morgunverði. Þær sýndu að þátttakendur í kjörþyngd sem slepptu morgunverði léttust að meðaltali um hálft kg á þeim 2-16 vikum sem íhlutunin stóð yfir.[9][10] Höfundar safngreininganna tóku þó fram að fara skyldi varlega í að ráðleggja fólki að sleppa morgunverði í þeim tilgangi að léttast þar sem rannsóknirnar væru ekki allar á sama máli, þær væru í hálfgerðri mótsögn við vísbendingar úr athugunarrannsóknum og gæðum þeirra væri ábótavant. Auk þess sýndu nokkrar rannsóknir hækkað LDL-kólesteról meðal þátttakenda sem slepptu morgunverði.[11]

Hvað er æskilegt að borða í morgunverð?

Sömu ráðleggingar gilda fyrir morgunverð og aðrar máltíðir dagsins. Almennt séð er æskilegt að velja fyrst og fremst óunnin eða lítið unnin matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Þó hérlendis sé algengt að fólk nefni til dæmis hafragraut, morgunkorn, ristað brauð, egg, ávexti og sýrðar mjólkurvörur sem dæmigerðan morgunverð er fjölbreyttur matur borðaður í morgunverð um heim allan.

Safngreiningar benda til þess að:
  • Morgunverður sem er orkuríkur, ríkur af prótínum eða kolvetnum (í stað fitu) og borðaður sem stök máltíð (í stað þess að narta í hann yfir lengri tíma) tengist auknum orkuefnaskiptum, nánar tiltekið aukinni hitamyndun í líkamanum (e. diet induced thermogenesis).[12]
  • Börn sem borði prótínríkan morgunverð (sem inniheldur til dæmis egg, ost, jógúrt, heilkornabrauð með prótínríku áleggi, mjólk eða hnetur) upplifi meiri seddu og minna hungur fram eftir morgni og borði aðeins minna í hádeginu en börn sem borði ekki prótínríkan morgunverð.[13]
  • Sykurstuðull (e. glycemic index) morgunverðarins virðist ekki hafa áhrif á vitsmunavirkni barna og unglinga[14] eða orkuinntöku í næstu máltíð meðal fullorðinna.[15]

Það virðist því vera nokkuð til í því að morgunverður sé mikilvæg máltíð, en hvort hún sé mikilvægasta máltíð dagsins skal ósagt látið. Í þessu svari er miðað við að morgunverður sé fyrsta máltíðin eftir nætursvefn og hann sé borðaður á undan hádegisverði. Að sjálfsögðu er dagskrá fólks ólík og almennt skyldi leggja áherslu á að borða hollan og fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafa reglu á máltíðum dagsins og njóta þess að borða.

Tilvísanir:
  1. ^ Bi H, Gan Y, Yang C, Chen Y, Tong X, Lu Z. Breakfast skipping and the risk of type 2 diabetes: a meta-analysis of observational studies. Public Health Nutr 2015;18(16):3013-9. doi: 10.1017/s1368980015000257
  2. ^ Chen H, Zhang B, Ge Y, Shi H, Song S, Xue W, Li J, Fu K, Chen X, Teng W, o.fl. Association between skipping breakfast and risk of cardiovascular disease and all cause mortality: A meta-analysis. Clin Nutr 2020;39(10):2982-8. doi: 10.1016/j.clnu.2020.02.004
  3. ^ Takagi H, Hari Y, Nakashima K, Kuno T, Ando T. Meta-Analysis of Relation of Skipping Breakfast With Heart Disease. The American journal of cardiology 2019;124(6):978-86. doi: 10.1016/j.amjcard.2019.06.016
  4. ^ Wicherski J, Schlesinger S, Fischer F. Association between Breakfast Skipping and Body Weight-A Systematic Review and Meta-Analysis of Observational Longitudinal Studies. Nutrients 2021;13(1). doi: 10.3390/nu13010272
  5. ^ Poorolajal J, Sahraei F, Mohamdadi Y, Doosti-Irani A, Moradi L. Behavioral factors influencing childhood obesity: a systematic review and meta-analysis. Obes Res Clin Pract 2020;14(2):109-18. doi: 10.1016/j.orcp.2020.03.002
  6. ^ Zahedi H, Djalalinia S, Sadeghi O, Zare Garizi F, Asayesh H, Payab M, Zarei M, Qorbani M. Breakfast consumption and mental health: a systematic review and meta-analysis of observational studies. Nutr Neurosci 2022;25(6):1250-64. doi: 10.1080/1028415x.2020.1853411
  7. ^ Wang L, Yan Y, Qiu H, Xu D, Zhu J, Liu J, Li H. Prevalence and Risk Factors of Primary Dysmenorrhea in Students: A Meta-Analysis. Value Health 2022;25(10):1678-84. doi: 10.1016/j.jval.2022.03.023
  8. ^ Giménez-Legarre N, Flores-Barrantes P, Miguel-Berges ML, Moreno LA, Santaliestra-Pasías AM. Breakfast Characteristics and Their Association with Energy, Macronutrients, and Food Intake in Children and Adolescents: A Systematic Review and Meta-Analysis. Nutrients 2020;12(8). doi: 10.3390/nu12082460
  9. ^ Bonnet JP, Cardel MI, Cellini J, Hu FB, Guasch-Ferré M. Breakfast Skipping, Body Composition, and Cardiometabolic Risk: A Systematic Review and Meta-Analysis of Randomized Trials. Obesity (Silver Spring) 2020;28(6):1098-109. doi: 10.1002/oby.22791
  10. ^ Sievert K, Hussain SM, Page MJ, Wang Y, Hughes HJ, Malek M, Cicuttini FM. Effect of breakfast on weight and energy intake: systematic review and meta-analysis of randomised controlled trials. Bmj 2019;364:l42. doi: 10.1136/bmj.l42
  11. ^ Sama heimild og í nr. 9.
  12. ^ Quatela A, Callister R, Patterson A, MacDonald-Wicks L. The Energy Content and Composition of Meals Consumed after an Overnight Fast and Their Effects on Diet Induced Thermogenesis: A Systematic Review, Meta-Analyses and Meta-Regressions. Nutrients 2016;8(11). doi: 10.3390/nu8110670
  13. ^ Qiu M, Zhang Y, Long Z, He Y. Effect of Protein-Rich Breakfast on Subsequent Energy Intake and Subjective Appetite in Children and Adolescents: Systematic Review and Meta-Analysis of Randomized Controlled Trials. Nutrients 2021;13(8). doi: 10.3390/nu13082840
  14. ^ Álvarez-Bueno C, Martínez-Vizcaíno V, López EJ, Visier-Alfonso ME, Redondo-Tébar A, Cavero-Redondo I. Comparative Effect of Low-Glycemic Index versus High-Glycemic Index Breakfasts on Cognitive Function: A Systematic Review and Meta-Analysis. Nutrients 2019;11(8). doi: 10.3390/nu11081706
  15. ^ Sun FH, Li C, Zhang YJ, Wong SH, Wang L. Effect of Glycemic Index of Breakfast on Energy Intake at Subsequent Meal among Healthy People: A Meta-Analysis. Nutrients 2016;8(1). doi: 10.3390/nu8010037

Mynd:

Höfundur

Birna Þórisdóttir

sérfræðingur á Heilbrigðisvísindastofnun

Útgáfudagur

12.12.2022

Spyrjandi

Eva Lín Vilhjálmsdóttir

Tilvísun

Birna Þórisdóttir. „Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2022, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84092.

Birna Þórisdóttir. (2022, 12. desember). Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84092

Birna Þórisdóttir. „Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2022. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84092>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins? Hefur næringarfræðin eitthvað um það að segja?

Til að svara spurningunni var framkvæmd leit í gagnagrunninum PubMed.gov þann 6.12.2022 með leitarstrengnum „breakfast AND health“. Þannig fannst 31 safngreining (e. meta-analysis) og nýttust 14 þeirra til að svara spurningunni. Í næringarfræðinni eru safngreiningar taldar gefa besta mynd af stöðu þekkingar þar sem þær draga ályktanir af niðurstöðum allra þeirra rannsókna sem falla undir ákveðin leitarskilyrði.

Hver eru tengsl þess að sleppa morgunverði og heilsu?

Safngreiningar á rannsóknum sem byggja á athugunum (e. observational studies) hafa fundið tengsl milli þess að sleppa morgunverði og:
  • auknum líkum á sykursýki af tegund 2[1], hjarta- og æðasjúkdómum og dánartíðni (e. all cause mortality)[2][3]
  • auknum líkum á ofþyngd/offitu meðal fullorðinna[4] og barna/unglinga 5-19 ára[5]
  • auknum líkum á þunglyndi, streitu og sálrænnar vanlíðunar meðal allra aldurshópa, auk kvíða meðal unglinga[6]
  • auknum líkum á túrverkjum meðal ungra kvenna[7]
  • verra mataræðis meðal barna og unglinga (minna af trefjum, ávöxtum og grænmeti og meira af gosdrykkjum)[8]

Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um að morgunverður sé mikilvæg máltíð. Þó má geta þess að tengsl af þessu tagi segja ekki til um orsakasamhengi og gæðum flestra þeirra safngreininga sem hafa verið gæðametnar er ábótavant.

Vísbendingar eru um að morgunmatur sé mikilvæg máltíð.

Einnig má nefna tvær safngreinar á íhlutunarrannsóknum (e. randomized controlled trials) þar sem borin var saman þyngdarþróun þátttakenda sem annars vegar borðuðu og hins vegar slepptu morgunverði. Þær sýndu að þátttakendur í kjörþyngd sem slepptu morgunverði léttust að meðaltali um hálft kg á þeim 2-16 vikum sem íhlutunin stóð yfir.[9][10] Höfundar safngreininganna tóku þó fram að fara skyldi varlega í að ráðleggja fólki að sleppa morgunverði í þeim tilgangi að léttast þar sem rannsóknirnar væru ekki allar á sama máli, þær væru í hálfgerðri mótsögn við vísbendingar úr athugunarrannsóknum og gæðum þeirra væri ábótavant. Auk þess sýndu nokkrar rannsóknir hækkað LDL-kólesteról meðal þátttakenda sem slepptu morgunverði.[11]

Hvað er æskilegt að borða í morgunverð?

Sömu ráðleggingar gilda fyrir morgunverð og aðrar máltíðir dagsins. Almennt séð er æskilegt að velja fyrst og fremst óunnin eða lítið unnin matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Þó hérlendis sé algengt að fólk nefni til dæmis hafragraut, morgunkorn, ristað brauð, egg, ávexti og sýrðar mjólkurvörur sem dæmigerðan morgunverð er fjölbreyttur matur borðaður í morgunverð um heim allan.

Safngreiningar benda til þess að:
  • Morgunverður sem er orkuríkur, ríkur af prótínum eða kolvetnum (í stað fitu) og borðaður sem stök máltíð (í stað þess að narta í hann yfir lengri tíma) tengist auknum orkuefnaskiptum, nánar tiltekið aukinni hitamyndun í líkamanum (e. diet induced thermogenesis).[12]
  • Börn sem borði prótínríkan morgunverð (sem inniheldur til dæmis egg, ost, jógúrt, heilkornabrauð með prótínríku áleggi, mjólk eða hnetur) upplifi meiri seddu og minna hungur fram eftir morgni og borði aðeins minna í hádeginu en börn sem borði ekki prótínríkan morgunverð.[13]
  • Sykurstuðull (e. glycemic index) morgunverðarins virðist ekki hafa áhrif á vitsmunavirkni barna og unglinga[14] eða orkuinntöku í næstu máltíð meðal fullorðinna.[15]

Það virðist því vera nokkuð til í því að morgunverður sé mikilvæg máltíð, en hvort hún sé mikilvægasta máltíð dagsins skal ósagt látið. Í þessu svari er miðað við að morgunverður sé fyrsta máltíðin eftir nætursvefn og hann sé borðaður á undan hádegisverði. Að sjálfsögðu er dagskrá fólks ólík og almennt skyldi leggja áherslu á að borða hollan og fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafa reglu á máltíðum dagsins og njóta þess að borða.

Tilvísanir:
  1. ^ Bi H, Gan Y, Yang C, Chen Y, Tong X, Lu Z. Breakfast skipping and the risk of type 2 diabetes: a meta-analysis of observational studies. Public Health Nutr 2015;18(16):3013-9. doi: 10.1017/s1368980015000257
  2. ^ Chen H, Zhang B, Ge Y, Shi H, Song S, Xue W, Li J, Fu K, Chen X, Teng W, o.fl. Association between skipping breakfast and risk of cardiovascular disease and all cause mortality: A meta-analysis. Clin Nutr 2020;39(10):2982-8. doi: 10.1016/j.clnu.2020.02.004
  3. ^ Takagi H, Hari Y, Nakashima K, Kuno T, Ando T. Meta-Analysis of Relation of Skipping Breakfast With Heart Disease. The American journal of cardiology 2019;124(6):978-86. doi: 10.1016/j.amjcard.2019.06.016
  4. ^ Wicherski J, Schlesinger S, Fischer F. Association between Breakfast Skipping and Body Weight-A Systematic Review and Meta-Analysis of Observational Longitudinal Studies. Nutrients 2021;13(1). doi: 10.3390/nu13010272
  5. ^ Poorolajal J, Sahraei F, Mohamdadi Y, Doosti-Irani A, Moradi L. Behavioral factors influencing childhood obesity: a systematic review and meta-analysis. Obes Res Clin Pract 2020;14(2):109-18. doi: 10.1016/j.orcp.2020.03.002
  6. ^ Zahedi H, Djalalinia S, Sadeghi O, Zare Garizi F, Asayesh H, Payab M, Zarei M, Qorbani M. Breakfast consumption and mental health: a systematic review and meta-analysis of observational studies. Nutr Neurosci 2022;25(6):1250-64. doi: 10.1080/1028415x.2020.1853411
  7. ^ Wang L, Yan Y, Qiu H, Xu D, Zhu J, Liu J, Li H. Prevalence and Risk Factors of Primary Dysmenorrhea in Students: A Meta-Analysis. Value Health 2022;25(10):1678-84. doi: 10.1016/j.jval.2022.03.023
  8. ^ Giménez-Legarre N, Flores-Barrantes P, Miguel-Berges ML, Moreno LA, Santaliestra-Pasías AM. Breakfast Characteristics and Their Association with Energy, Macronutrients, and Food Intake in Children and Adolescents: A Systematic Review and Meta-Analysis. Nutrients 2020;12(8). doi: 10.3390/nu12082460
  9. ^ Bonnet JP, Cardel MI, Cellini J, Hu FB, Guasch-Ferré M. Breakfast Skipping, Body Composition, and Cardiometabolic Risk: A Systematic Review and Meta-Analysis of Randomized Trials. Obesity (Silver Spring) 2020;28(6):1098-109. doi: 10.1002/oby.22791
  10. ^ Sievert K, Hussain SM, Page MJ, Wang Y, Hughes HJ, Malek M, Cicuttini FM. Effect of breakfast on weight and energy intake: systematic review and meta-analysis of randomised controlled trials. Bmj 2019;364:l42. doi: 10.1136/bmj.l42
  11. ^ Sama heimild og í nr. 9.
  12. ^ Quatela A, Callister R, Patterson A, MacDonald-Wicks L. The Energy Content and Composition of Meals Consumed after an Overnight Fast and Their Effects on Diet Induced Thermogenesis: A Systematic Review, Meta-Analyses and Meta-Regressions. Nutrients 2016;8(11). doi: 10.3390/nu8110670
  13. ^ Qiu M, Zhang Y, Long Z, He Y. Effect of Protein-Rich Breakfast on Subsequent Energy Intake and Subjective Appetite in Children and Adolescents: Systematic Review and Meta-Analysis of Randomized Controlled Trials. Nutrients 2021;13(8). doi: 10.3390/nu13082840
  14. ^ Álvarez-Bueno C, Martínez-Vizcaíno V, López EJ, Visier-Alfonso ME, Redondo-Tébar A, Cavero-Redondo I. Comparative Effect of Low-Glycemic Index versus High-Glycemic Index Breakfasts on Cognitive Function: A Systematic Review and Meta-Analysis. Nutrients 2019;11(8). doi: 10.3390/nu11081706
  15. ^ Sun FH, Li C, Zhang YJ, Wong SH, Wang L. Effect of Glycemic Index of Breakfast on Energy Intake at Subsequent Meal among Healthy People: A Meta-Analysis. Nutrients 2016;8(1). doi: 10.3390/nu8010037

Mynd:...