Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru margir bæir á Íslandi byggðir á hrauni?

Sigurður Steinþórsson

Til að svara þessari spurningu er vænlegast að skoða jarðfræðikort (mynd). Þar eru sýnd gosbelti landsins og innan þeirra hraun runnin eftir ísöld, með yngri hraun frá því eftir landnám merkt sérstaklega. Bæja, það er þéttbýliskjarna, sem byggðir eru á hrauni er þarna að leita.

Gosbelti á Íslandi og hraun runnin eftir ísöld.

Í Snæfellsnes-gosbeltinu er Bifröst (Hreðavatn) eini þéttbýliskjarninn sem byggður er á hrauni, frá Grábrók austast í gosbeltinu.

Á hraunum gosbeltis sem kennt er við Reykjanesskaga eru Hafnarfjörður, Vogar, Hafnir, Grindavík og Þorlákshöfn. Stokkseyri, Eyrarbakki og Selfoss eru hins vegar byggð á Þjórsárhrauninu mikla, langkomnu frá sprungusveimi Bárðarbungu í Austurgosbelti.

Bærinn á Heimaey, í Suðurlandsgosbelti stendur að minnsta kosti að hluta til á hraunum frá Helgafelli og Eldfelli, og á Norðurgosbeltinu þorpið við Reykjahlíð í Mývatnssveit.

Þar með eru upptaldir þeir 11 byggðakjarnar í landinu sem pistlahöfundi sýnist að standi á hrauni, en væru sveitabæir teknir með fjölgaði þeim að sjálfsögðu, ekki síst á Þjórsárhrauni í Árnessýslu og í Þingeyjarsýslu.

Mynd:
  • Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason. (2013). Náttúruvá á Íslandi: eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

2.5.2023

Spyrjandi

Hildur Kristín Hilmarsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru margir bæir á Íslandi byggðir á hrauni?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2023. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84168.

Sigurður Steinþórsson. (2023, 2. maí). Hvað eru margir bæir á Íslandi byggðir á hrauni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84168

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru margir bæir á Íslandi byggðir á hrauni?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2023. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84168>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir bæir á Íslandi byggðir á hrauni?
Til að svara þessari spurningu er vænlegast að skoða jarðfræðikort (mynd). Þar eru sýnd gosbelti landsins og innan þeirra hraun runnin eftir ísöld, með yngri hraun frá því eftir landnám merkt sérstaklega. Bæja, það er þéttbýliskjarna, sem byggðir eru á hrauni er þarna að leita.

Gosbelti á Íslandi og hraun runnin eftir ísöld.

Í Snæfellsnes-gosbeltinu er Bifröst (Hreðavatn) eini þéttbýliskjarninn sem byggður er á hrauni, frá Grábrók austast í gosbeltinu.

Á hraunum gosbeltis sem kennt er við Reykjanesskaga eru Hafnarfjörður, Vogar, Hafnir, Grindavík og Þorlákshöfn. Stokkseyri, Eyrarbakki og Selfoss eru hins vegar byggð á Þjórsárhrauninu mikla, langkomnu frá sprungusveimi Bárðarbungu í Austurgosbelti.

Bærinn á Heimaey, í Suðurlandsgosbelti stendur að minnsta kosti að hluta til á hraunum frá Helgafelli og Eldfelli, og á Norðurgosbeltinu þorpið við Reykjahlíð í Mývatnssveit.

Þar með eru upptaldir þeir 11 byggðakjarnar í landinu sem pistlahöfundi sýnist að standi á hrauni, en væru sveitabæir teknir með fjölgaði þeim að sjálfsögðu, ekki síst á Þjórsárhrauni í Árnessýslu og í Þingeyjarsýslu.

Mynd:
  • Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason. (2013). Náttúruvá á Íslandi: eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands.
...