Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Eru til einhverjar neyðaráætlanir ef hraun myndi renna í átt að Reykjavík?

Ágúst Gunnar Gylfason

Til að byrja með er rétt að fjalla aðeins um jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis. Berggrunnur á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins myndaðist í eldgosum sem urðu á hlýskeiðum ísaldar. Það þýðir að þau eru öll eldri en 11 þúsund ára gömul. Frá lokum ísaldar hafa nokkur hraun runnið um svæði á höfuðborgarsvæðinu sem nú eru byggð eða nærri byggð. Leitahraun sem rann um Elliðaárdal og fram í sjó í Elliðavogi er rúmlega 5.000 ára gamalt og komið frá gíg sem heitir Leitin og er á Bláfjallasvæðinu. Nokkur hraun hafa runnið til sjávar í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar og einhver hafa runnið í Heiðmörk ofan höfuðborgarsvæðisins eins og sjá má á kortinu sem hér fylgir.

Brennisteinsfjalla- og Krísuvíkurkerfi. Gosreinar, hraun og sprungur.

Ekki er til eiginleg viðbragðsáætlun almannavarna um viðbrögð við eldgosi og hraunrennsli í átt til höfuðborgarsvæðisins. Aftur á móti var gerð sviðsmynd fyrir almannavarnanefnd svæðisins árið 2011 og voru viðbrögð við slíkum atburði rædd innan nefndarinnar. Áður en viðbragðsáætlun er gerð þarf að vinna hættumat vegna atburðar til að átta sig á því við hverju þurfi að bregðast. Nú er verið að vinna hættumat vegna eldgosa á Íslandi og er ætlunin að vinna áhættumatsverkefni vegna eldgosa fyrir höfuðborgarsvæðið á árunum 2019 til 2021.

Til að hægt sé að bregðast skjótt við hættum af ýmsu tagi þarf að vera til eftirlitskerfi sem gerir sérfræðingum kleift að vara við hættum í tíma. Eldgos eiga sér nær öll einhvern aðdraganda. Jafnan verða jarðskjálftar í aðdraganda eldgoss og oft og tíðum verður einhver gliðnun í jarðskorpunni umhverfis gossprungur. Á suðvesturhorninu er þétt net jarðskjálftamæla sem mæla nær alla jarðskjálfta sem verða þar og þar er einnig fjöldi GPS-tækja sem mæla jarðskorpuhreyfingar. Þessi tæki senda gögn til Veðurstofu Íslands í sífellu og náttúruvársérfræðingar hennar fylgjast með þeim gögnum sem berast.

Náttúruvársérfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn. Ef þeir verða varir við atburði sem þeir telja að bregðast þurfi við þá upplýsa þeir bakvaktarmann almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem virkjar almannavarnakerfið ef þörf er á.

Þegar þetta er skrifað, snemma árs 2019, er ekki til sérstakt hættumat vegna eldgosa á höfuðborgarsvæðinu en áætlað er að vinna áhættumatsverkefni vegna eldgosa fyrir svæðið á næstu árum.

Þó að ekki sé til eiginleg viðbragðsáætlun almannavarna vegna eldgosa sem valda því að hraun renni yfir hluta höfuðborgarsvæðisins þá eru til ýmsar aðrar áætlanir eða skipulag sem nýtist til að bregðast við slíkum atburði. Í fyrsta lagi er fyrir hendi stjórnskipulag fyrir almannavarnir á svæðinu, þar er til aðgerðastjórnstöð almannavarnaaðgerða og áhöfn fyrir hana sem er þjálfuð í stjórn almannavarnaaðgerða. Í öðru lagi eru til viðbragðsáætlanir vegna ýmissa annarra atburða á höfuðborgarsvæðinu og má nýta ýmislegt úr þeim við svona verkefni. Í þriðja lagi er viðbragðslið á svæðinu fjölmennt og vel þjálfað, þar má telja lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir, sveitir Rauða kross Íslands auk ýmissa annarra.

Á vefnum www.almannavarnir.is má finna leiðbeiningar til almennings um hvernig beri að hegða sér við rýmingu.

Myndir:

Höfundur

Ágúst Gunnar Gylfason

verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Útgáfudagur

4.4.2019

Spyrjandi

Bjarki

Tilvísun

Ágúst Gunnar Gylfason. „Eru til einhverjar neyðaráætlanir ef hraun myndi renna í átt að Reykjavík?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2019. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70981.

Ágúst Gunnar Gylfason. (2019, 4. apríl). Eru til einhverjar neyðaráætlanir ef hraun myndi renna í átt að Reykjavík? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70981

Ágúst Gunnar Gylfason. „Eru til einhverjar neyðaráætlanir ef hraun myndi renna í átt að Reykjavík?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2019. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70981>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til einhverjar neyðaráætlanir ef hraun myndi renna í átt að Reykjavík?
Til að byrja með er rétt að fjalla aðeins um jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis. Berggrunnur á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins myndaðist í eldgosum sem urðu á hlýskeiðum ísaldar. Það þýðir að þau eru öll eldri en 11 þúsund ára gömul. Frá lokum ísaldar hafa nokkur hraun runnið um svæði á höfuðborgarsvæðinu sem nú eru byggð eða nærri byggð. Leitahraun sem rann um Elliðaárdal og fram í sjó í Elliðavogi er rúmlega 5.000 ára gamalt og komið frá gíg sem heitir Leitin og er á Bláfjallasvæðinu. Nokkur hraun hafa runnið til sjávar í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar og einhver hafa runnið í Heiðmörk ofan höfuðborgarsvæðisins eins og sjá má á kortinu sem hér fylgir.

Brennisteinsfjalla- og Krísuvíkurkerfi. Gosreinar, hraun og sprungur.

Ekki er til eiginleg viðbragðsáætlun almannavarna um viðbrögð við eldgosi og hraunrennsli í átt til höfuðborgarsvæðisins. Aftur á móti var gerð sviðsmynd fyrir almannavarnanefnd svæðisins árið 2011 og voru viðbrögð við slíkum atburði rædd innan nefndarinnar. Áður en viðbragðsáætlun er gerð þarf að vinna hættumat vegna atburðar til að átta sig á því við hverju þurfi að bregðast. Nú er verið að vinna hættumat vegna eldgosa á Íslandi og er ætlunin að vinna áhættumatsverkefni vegna eldgosa fyrir höfuðborgarsvæðið á árunum 2019 til 2021.

Til að hægt sé að bregðast skjótt við hættum af ýmsu tagi þarf að vera til eftirlitskerfi sem gerir sérfræðingum kleift að vara við hættum í tíma. Eldgos eiga sér nær öll einhvern aðdraganda. Jafnan verða jarðskjálftar í aðdraganda eldgoss og oft og tíðum verður einhver gliðnun í jarðskorpunni umhverfis gossprungur. Á suðvesturhorninu er þétt net jarðskjálftamæla sem mæla nær alla jarðskjálfta sem verða þar og þar er einnig fjöldi GPS-tækja sem mæla jarðskorpuhreyfingar. Þessi tæki senda gögn til Veðurstofu Íslands í sífellu og náttúruvársérfræðingar hennar fylgjast með þeim gögnum sem berast.

Náttúruvársérfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn. Ef þeir verða varir við atburði sem þeir telja að bregðast þurfi við þá upplýsa þeir bakvaktarmann almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem virkjar almannavarnakerfið ef þörf er á.

Þegar þetta er skrifað, snemma árs 2019, er ekki til sérstakt hættumat vegna eldgosa á höfuðborgarsvæðinu en áætlað er að vinna áhættumatsverkefni vegna eldgosa fyrir svæðið á næstu árum.

Þó að ekki sé til eiginleg viðbragðsáætlun almannavarna vegna eldgosa sem valda því að hraun renni yfir hluta höfuðborgarsvæðisins þá eru til ýmsar aðrar áætlanir eða skipulag sem nýtist til að bregðast við slíkum atburði. Í fyrsta lagi er fyrir hendi stjórnskipulag fyrir almannavarnir á svæðinu, þar er til aðgerðastjórnstöð almannavarnaaðgerða og áhöfn fyrir hana sem er þjálfuð í stjórn almannavarnaaðgerða. Í öðru lagi eru til viðbragðsáætlanir vegna ýmissa annarra atburða á höfuðborgarsvæðinu og má nýta ýmislegt úr þeim við svona verkefni. Í þriðja lagi er viðbragðslið á svæðinu fjölmennt og vel þjálfað, þar má telja lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir, sveitir Rauða kross Íslands auk ýmissa annarra.

Á vefnum www.almannavarnir.is má finna leiðbeiningar til almennings um hvernig beri að hegða sér við rýmingu.

Myndir:

...