Sólin Sólin Rís 06:50 • sest 20:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:14 • Sest 07:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:31 • Síðdegis: 15:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:13 • Síðdegis: 21:36 í Reykjavík

Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?

Halldór Pálmar Halldórsson

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Helst virðist veiðin minnka frá febrúar/mars til og með maí. Minni gildruveiði á þessu tímabili tengist líklegast hamskiptum krabbans sem þá ganga yfir en á þeim tíma er hann mjúkur og varnarlaus. Hann hefur sig því lítt frammi þar til endurnýjuð skel hans hefur harðnað en það ferli getur tekið nokkrar vikur.

Frá rannsóknaveiðum á grjótkrabba (Cancer irroratus) í Hvalfirði árið 2019.

Aðalveiðitímabilið í upprunalegum heimkynnum krabbans við austurströnd Norður-Ameríku er líkt og hér fyrst og fremst á haustin en hafa þarf í huga að grjótkrabbinn er nýlegur landnemi við Ísland og hefur einungis verið hér frá síðustu aldamótum. Útbreiðsla, þéttleiki og veiðanleiki krabbans gæti því átt eftir að taka einhverjum breytingum á komandi árum en tegundin er í raun ennþá að koma sér fyrir við strendur landsins.

Hérlendis hafa gildruveiðar á grjótkrabba aukist síðustu árin sem skýrist aðallega af aukinni sókn. Fyrir árið 2021 hafði ársaflinn ekki farið yfir 10 tonn en á árunum 2021 til 2023 hefur aflinn verið á bilinu 20 – 80 tonn og hefur nánast öll sú grjórkrabbaveiði verið stunduð í Hvalfirði og Faxaflóa.

Mynd:
  • Halldór Pálmar Halldórsson.

Höfundur

Halldór Pálmar Halldórsson

líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Útgáfudagur

7.3.2023

Spyrjandi

Guðmundur Helgi Gestsson

Tilvísun

Halldór Pálmar Halldórsson. „Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2023. Sótt 31. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=84505.

Halldór Pálmar Halldórsson. (2023, 7. mars). Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84505

Halldór Pálmar Halldórsson. „Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2023. Vefsíða. 31. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84505>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Helst virðist veiðin minnka frá febrúar/mars til og með maí. Minni gildruveiði á þessu tímabili tengist líklegast hamskiptum krabbans sem þá ganga yfir en á þeim tíma er hann mjúkur og varnarlaus. Hann hefur sig því lítt frammi þar til endurnýjuð skel hans hefur harðnað en það ferli getur tekið nokkrar vikur.

Frá rannsóknaveiðum á grjótkrabba (Cancer irroratus) í Hvalfirði árið 2019.

Aðalveiðitímabilið í upprunalegum heimkynnum krabbans við austurströnd Norður-Ameríku er líkt og hér fyrst og fremst á haustin en hafa þarf í huga að grjótkrabbinn er nýlegur landnemi við Ísland og hefur einungis verið hér frá síðustu aldamótum. Útbreiðsla, þéttleiki og veiðanleiki krabbans gæti því átt eftir að taka einhverjum breytingum á komandi árum en tegundin er í raun ennþá að koma sér fyrir við strendur landsins.

Hérlendis hafa gildruveiðar á grjótkrabba aukist síðustu árin sem skýrist aðallega af aukinni sókn. Fyrir árið 2021 hafði ársaflinn ekki farið yfir 10 tonn en á árunum 2021 til 2023 hefur aflinn verið á bilinu 20 – 80 tonn og hefur nánast öll sú grjórkrabbaveiði verið stunduð í Hvalfirði og Faxaflóa.

Mynd:
  • Halldór Pálmar Halldórsson.
...