Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur vatnið í fossa?

Sigurður Steinþórsson

Fossar verða þar sem þrep eru í farvegi árinnar, misstór og stundum fleiri en eitt, til dæmis tvö í Gullfossi. Vatnið í öllum ám er regnvatn sem safnast hefur í árfarveginn með ýmsum hætti, með lækjum (dragár), úr uppsprettum eða stöðuvötnum (lindár), úr jökulbráð (jökulár).

Á einhverjum tímapunkti féll allt það vatn sem er í Goðafossi sem úrkoma (regn eða snjór) og hefur svo borist í farveg Skjálfanda með ýmsum hætti.

Í framhaldi af þessu mætti ganga skrefi lengra og spyrja Hvaðan kemur vatnið? en því hefur einmitt verið svarað á Vísindavefnum af sama höfundi. Þar kemur fram að gild rök hafi verið færð fyrir því að allt vatn á yfirborði jarðar og í andrúmsloftinu sé upprunnið við afloftun jarðar, það er að það hafi borist til yfirborðsins sem eldfjallagufur. Síðan sé hringrás þess samfelld:

það gufar upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, berst inn yfir landið þar sem það þéttist og fellur til jarðar, streymir aftur til sjávar í vatnsföllum eða berst niður í berggrunninn sem grunnvatn - og þaðan til sjávar aftur með tímanum. Uppsprettuvatn er þannig að uppruna til úrkoma sem sigið hefur niður í berggrunninn, nærri eða fjarri uppsprettunni eftir atvikum.

Mynd:
  • Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

31.3.2023

Spyrjandi

Edda Jóhannesdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvaðan kemur vatnið í fossa?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2023, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84769.

Sigurður Steinþórsson. (2023, 31. mars). Hvaðan kemur vatnið í fossa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84769

Sigurður Steinþórsson. „Hvaðan kemur vatnið í fossa?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2023. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84769>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur vatnið í fossa?
Fossar verða þar sem þrep eru í farvegi árinnar, misstór og stundum fleiri en eitt, til dæmis tvö í Gullfossi. Vatnið í öllum ám er regnvatn sem safnast hefur í árfarveginn með ýmsum hætti, með lækjum (dragár), úr uppsprettum eða stöðuvötnum (lindár), úr jökulbráð (jökulár).

Á einhverjum tímapunkti féll allt það vatn sem er í Goðafossi sem úrkoma (regn eða snjór) og hefur svo borist í farveg Skjálfanda með ýmsum hætti.

Í framhaldi af þessu mætti ganga skrefi lengra og spyrja Hvaðan kemur vatnið? en því hefur einmitt verið svarað á Vísindavefnum af sama höfundi. Þar kemur fram að gild rök hafi verið færð fyrir því að allt vatn á yfirborði jarðar og í andrúmsloftinu sé upprunnið við afloftun jarðar, það er að það hafi borist til yfirborðsins sem eldfjallagufur. Síðan sé hringrás þess samfelld:

það gufar upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, berst inn yfir landið þar sem það þéttist og fellur til jarðar, streymir aftur til sjávar í vatnsföllum eða berst niður í berggrunninn sem grunnvatn - og þaðan til sjávar aftur með tímanum. Uppsprettuvatn er þannig að uppruna til úrkoma sem sigið hefur niður í berggrunninn, nærri eða fjarri uppsprettunni eftir atvikum.

Mynd:
  • Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir.
...