Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Heklugosið 1104?

JGÞ

Hekla er megineldstöð, en það merkir meðal annars að þar gýs aftur og aftur. Eldstöðvakerfi Heklu er um 40 km langt og sjö km breitt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?

Gos í Heklukerfinu eru flokkuð í þrennt:
  1. öflug þeytigos
  2. blönduð gos
  3. flæðigos

Gosið árið 1104 tilheyrir fyrsta flokknum og er stærsta þeytigos Heklu á sögulegum tíma. Það er einnig fyrsta gosið í eldstöðinni eftir landnám. Fyrir það hafði Hekla verið í dvala í um 300 ár.

Heklugosið árið 1104 er stærsta þeytigos hennar á sögulegum tíma. Það var einnig fyrsta gosið í eldstöðinni eftir landnám.

Gosið 1104 nær tölunni 5 á svonefndum VEI-kvarða (e. Volcano Explosivity Index), en hann er notaður til að áætla sprengivirkni gosa. Kvarðinn nær frá 1 upp í 8; gos sem eru 1 á VEI-kvarða eru hraungos en 8 stendur fyrir mestu sprengivirknina, þar sem mikil gjóska myndast. Til fróðleiks má geta þess að gos í Öræfajökli 1362 er talið hafa náð 6 á VEI-kvarða og gos af stærðinni 7 verða á um það bil þúsund ára fresti á jörðinni.[1]

Um tveir rúmkílómetrar af gjósku komu upp í gosinu 1104 og byggð í Þjórsárdal og Hrunamannahreppi lagðist í eyði vegna gjóskufalls til norðurs. Í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu var þykkt gjóskulagsins um 1-2 cm í byggð. Í lok gossins fóru gusthlaup niður norðvesturhlíð fjallsins, en í þeim er lítið af gjósku og mikið af gasi.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá nánar í töflu í svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?

Heimildir:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (aðalritstjóri Júlíus Sólnes), Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013.
  • Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 30.03.2023).

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.5.2023

Spyrjandi

Urður Þórsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað getið þið sagt mér um Heklugosið 1104?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2023, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84891.

JGÞ. (2023, 16. maí). Hvað getið þið sagt mér um Heklugosið 1104? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84891

JGÞ. „Hvað getið þið sagt mér um Heklugosið 1104?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2023. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84891>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Heklugosið 1104?
Hekla er megineldstöð, en það merkir meðal annars að þar gýs aftur og aftur. Eldstöðvakerfi Heklu er um 40 km langt og sjö km breitt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?

Gos í Heklukerfinu eru flokkuð í þrennt:
  1. öflug þeytigos
  2. blönduð gos
  3. flæðigos

Gosið árið 1104 tilheyrir fyrsta flokknum og er stærsta þeytigos Heklu á sögulegum tíma. Það er einnig fyrsta gosið í eldstöðinni eftir landnám. Fyrir það hafði Hekla verið í dvala í um 300 ár.

Heklugosið árið 1104 er stærsta þeytigos hennar á sögulegum tíma. Það var einnig fyrsta gosið í eldstöðinni eftir landnám.

Gosið 1104 nær tölunni 5 á svonefndum VEI-kvarða (e. Volcano Explosivity Index), en hann er notaður til að áætla sprengivirkni gosa. Kvarðinn nær frá 1 upp í 8; gos sem eru 1 á VEI-kvarða eru hraungos en 8 stendur fyrir mestu sprengivirknina, þar sem mikil gjóska myndast. Til fróðleiks má geta þess að gos í Öræfajökli 1362 er talið hafa náð 6 á VEI-kvarða og gos af stærðinni 7 verða á um það bil þúsund ára fresti á jörðinni.[1]

Um tveir rúmkílómetrar af gjósku komu upp í gosinu 1104 og byggð í Þjórsárdal og Hrunamannahreppi lagðist í eyði vegna gjóskufalls til norðurs. Í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu var þykkt gjóskulagsins um 1-2 cm í byggð. Í lok gossins fóru gusthlaup niður norðvesturhlíð fjallsins, en í þeim er lítið af gjósku og mikið af gasi.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá nánar í töflu í svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?

Heimildir:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (aðalritstjóri Júlíus Sólnes), Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013.
  • Íslensk eldfjallavefsjá. (Sótt 30.03.2023).

Mynd:...