Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Sami spyrjandi spurði líka um þetta:

Þar sem ekki er aðskilnaður ríkis og kirkju hér, get ég svo sem skilið hvers vegna hvítasunnan er frídagur (enda líka sunnudagur hvort sem er) en hvers vegna er næsti dagur á eftir líka frídagur, með tilheyrandi lokunum á opinberum stofnunum og öllum þeim óþægindum sem því fylgir?

Og einnig:

Hvers vegna er dagurinn eftir páskadag líka frídagur?

Hér er væntanlega verið að spyrja um af hverju annar í hvítasunnu er frídagur. Í sjálfu sér er ekkert merkilegt við annan í hvítasunnu, nema það að hann er næsti dagur á eftir hvítasunnudegi. Ástæðan fyrir fríi þennan dag er saga hálfgildings reiptogs kristinna og veraldlegra afla um helgidaga, frí- og vinnudaga.

Ýmsir dagar sem tengjast sögu kristinnar kirkju er haldnir hátíðlegir hér á landi. Þeir eru það sem kallast helgidagar og þá tíðkast að gefa vinnandi fólki frí. Hefðin er forn og má meðal annars rekja til sköpunarsögu Biblíunnar þar sem segir að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum og hvílt sig þann sjöunda. Í Biblíunni kemur einnig víða fram að mannfólkið skuli hafa hvíldardag sjöunda dag hverrar viku. Frá fornu fari hafa Gyðingar haldið hvíldardaginn á laugardegi en snemma í sögu kristninnar færðu kristnir menn hann yfir á sunnudag. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Af hverju halda kristnir hvíldardaginn á sunnudögum en ekki laugardögum?

Ástæðan fyrir því að gefið er frí annan hvítsunnu tengist sögu hálfgildings reiptogs kristinna og veraldlegra afla um helgidaga, frí- og vinnudaga. Á myndinni sjást fiskvinnslukonur vaska saltfisk í kerjum í snemma á 20. öld.

Á síðmiðöldum þegar kaþólsk trú var ríkjandi hér á landi fjölgaði helgidögum nokkuð frá því sem áður hafði verið en við siðbreytingu fækkaði þeim aftur. Staða kirkjunnar gagnvart veraldlegum yfirvöldum veiktist við siðbreytingu og það hafði þau áhrif að vinnudögum almennings fjölgað en helgidögum fækkaði. Helgidögum jóla og páska var til að mynda fækkað úr fjórum í þrjá en á móti kom að hvítasunnan fékk þrjá helgidaga. Þetta breyttist síðan aftur árið 1770 með tilskipun sem gefin var út í nafni Kristjáns konungs 7., og þá var þriðji helgidagur stórhátíðanna þriggja afnuminn. Breytingin var í takt við hugmyndir upplýsingarinnar um nýtni og iðjusemi. Árni Björnsson útskýrir þessa breytingu á eftirfarandi hátt í bók sinni Saga daganna og í raun þarf ekki að hafa fleiri orð um málið:

Við siðbreytinguna veiktist staða kirkjunnar gagnvart veraldlegum yfirvöldum en harðnaði heldur í garð lágstétta. Þegar helgidögum var stórum fækkað, og fólk var látið vinna þeim mun fleiri daga, hlaut eðlilega að aukast sá hluti af arði vinnunnar sem rann í vasa meistara og eigenda verkstæða. Hér má greina margar víxlverkanir, en smám saman reis upp ný og efnahagslega voldug stétt sem í fyrstu nefndust borgarar. Það var þessi stétt ásamt leifum af aðli sem einkum hafði hag af því að meira væri unnið en minna yrði um alþýðuskemmtanir. Langt fram eftir 19. öld var helgidögum enn fækkað í áföngum þar til verkalýðsfélög tóku að spyrna við fótum.

Heimild:
  • Árni Björnsson. (1993). Saga daganna, Mál og menning.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.7.2023

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2023. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85141.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 12. júlí). Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85141

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2023. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85141>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?
Sami spyrjandi spurði líka um þetta:

Þar sem ekki er aðskilnaður ríkis og kirkju hér, get ég svo sem skilið hvers vegna hvítasunnan er frídagur (enda líka sunnudagur hvort sem er) en hvers vegna er næsti dagur á eftir líka frídagur, með tilheyrandi lokunum á opinberum stofnunum og öllum þeim óþægindum sem því fylgir?

Og einnig:

Hvers vegna er dagurinn eftir páskadag líka frídagur?

Hér er væntanlega verið að spyrja um af hverju annar í hvítasunnu er frídagur. Í sjálfu sér er ekkert merkilegt við annan í hvítasunnu, nema það að hann er næsti dagur á eftir hvítasunnudegi. Ástæðan fyrir fríi þennan dag er saga hálfgildings reiptogs kristinna og veraldlegra afla um helgidaga, frí- og vinnudaga.

Ýmsir dagar sem tengjast sögu kristinnar kirkju er haldnir hátíðlegir hér á landi. Þeir eru það sem kallast helgidagar og þá tíðkast að gefa vinnandi fólki frí. Hefðin er forn og má meðal annars rekja til sköpunarsögu Biblíunnar þar sem segir að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum og hvílt sig þann sjöunda. Í Biblíunni kemur einnig víða fram að mannfólkið skuli hafa hvíldardag sjöunda dag hverrar viku. Frá fornu fari hafa Gyðingar haldið hvíldardaginn á laugardegi en snemma í sögu kristninnar færðu kristnir menn hann yfir á sunnudag. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Af hverju halda kristnir hvíldardaginn á sunnudögum en ekki laugardögum?

Ástæðan fyrir því að gefið er frí annan hvítsunnu tengist sögu hálfgildings reiptogs kristinna og veraldlegra afla um helgidaga, frí- og vinnudaga. Á myndinni sjást fiskvinnslukonur vaska saltfisk í kerjum í snemma á 20. öld.

Á síðmiðöldum þegar kaþólsk trú var ríkjandi hér á landi fjölgaði helgidögum nokkuð frá því sem áður hafði verið en við siðbreytingu fækkaði þeim aftur. Staða kirkjunnar gagnvart veraldlegum yfirvöldum veiktist við siðbreytingu og það hafði þau áhrif að vinnudögum almennings fjölgað en helgidögum fækkaði. Helgidögum jóla og páska var til að mynda fækkað úr fjórum í þrjá en á móti kom að hvítasunnan fékk þrjá helgidaga. Þetta breyttist síðan aftur árið 1770 með tilskipun sem gefin var út í nafni Kristjáns konungs 7., og þá var þriðji helgidagur stórhátíðanna þriggja afnuminn. Breytingin var í takt við hugmyndir upplýsingarinnar um nýtni og iðjusemi. Árni Björnsson útskýrir þessa breytingu á eftirfarandi hátt í bók sinni Saga daganna og í raun þarf ekki að hafa fleiri orð um málið:

Við siðbreytinguna veiktist staða kirkjunnar gagnvart veraldlegum yfirvöldum en harðnaði heldur í garð lágstétta. Þegar helgidögum var stórum fækkað, og fólk var látið vinna þeim mun fleiri daga, hlaut eðlilega að aukast sá hluti af arði vinnunnar sem rann í vasa meistara og eigenda verkstæða. Hér má greina margar víxlverkanir, en smám saman reis upp ný og efnahagslega voldug stétt sem í fyrstu nefndust borgarar. Það var þessi stétt ásamt leifum af aðli sem einkum hafði hag af því að meira væri unnið en minna yrði um alþýðuskemmtanir. Langt fram eftir 19. öld var helgidögum enn fækkað í áföngum þar til verkalýðsfélög tóku að spyrna við fótum.

Heimild:
  • Árni Björnsson. (1993). Saga daganna, Mál og menning.

Mynd:...