Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru tíu algengustu fuglategundirnar á Íslandi?

Jón Már Halldórsson og EDS

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað eru topp 10 algengustu fuglategundirnar á Íslandi?

Samkvæmt upplýsingum um stærðir íslenskra fuglastofna sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar eru tíu algengustu fuglar landsins eftirfarandi:

Tegund Fjöldi (pör)[1]
lundi (Fratercula arctica)2.000.000
þúfutittlingur (Anthus pratensis)1.500.000
fýll (Fulmarus glacialis)1.200.000
langvía (Uria aalge)690.000
rita (Rissa tridactyla)580.000
heiðlóa (Pluvialis apricaria)400.000
stuttnefja (Uria lomvi)326.800
álka (Alca torda)313.000
hrossagaukur (Gallinago gallinago)300.000
lóuþræll (Calidris alpina)275.000

Fuglafræðingar áætla að hér á landi verpi allt að tíu milljón fuglapör. Langflestir þessara fugla teljast til sjófugla eða allt að 7,5 milljón pör. Af tíu algengustu fuglategundum landsins eru sex tegundir sjófugla, það eru lundi, fýll, langvía, rita, stuttnefja og álka.

Lundi er algengasti fugl á Íslandi.

Lundi er algengasti fuglinn á Íslandi. Eins og aðrir sjófuglar ver lundinn mestum hluta ævi sinnar við eða á sjó, sækir fæðu sína í hafið en kemur á land til að verpa. Áætlað er að um tvær milljónir lundapara verpi hér á land. Stofninn var stærri fyrr á árum en rannsóknir hafa sýnt töluverða fækkun á þessari öld. Lundinn verpir umhverfis landið, gjarnan í eyjum eða hólmum, en stærsta lundabyggðin er í Vestmannaeyjum. Þar verpa rúmlega 800.000 pör.

Þótt sjófuglar séu í meirihluta á lista yfir algengstu fuglategundir á Íslandi þá er þúfutittlingur í öðru sæti. Þúfutittlingur er mófugl en það samheiti er notað yfir fugla sem velja sér opið mó- og mýrlendi til varps. Þar til fyrir nokkrum árum var talið að stofn þúfutittlings væri á bilinu 0,5-1 milljón pör en ítarlegri gögn frá síðasta áratug hafa leitt til þess að stofninn er nú metinn um 1,5 milljón pör. Þúfutittlingur verpir á láglendi allt umhverfis landið en finnst þó í allt að 600 m hæð yfir sjó.

Talið er að á Íslandi séu um 1,5 milljón pör þúfutittlinga.

Í þriðja sæti yfir algengustu fugla landsins er fýll. Hann var talinn næst algengastur fugla á Íslandi þar til stofnstærð þúfutittlings var endurmetin. Talið er að um 1,2 milljón fýlapör verpi hér á landi, langflest meðfram ströndinni á Vestfjörðum. Fýl hefur fækkað nokkuð á síðustu árum og áratugum.

Rétt er að hafa í huga að misítarlegar og misnýlegar upplýsingar liggja fyrir um stofnstærðir einstakra tegunda. Ný gögn sem leiða til endurmats geta breytt þessum lista, eins og dæmið um þúfutittling sannar. Annað dæmi sem mætti nefna er krían (Sterna paradisaea). Fyrir allnokkrum árum var giskað á að 250-500.000 kríupör verptu hér á landi og samkvæmt því hefði krían átt heima á listanum hér fyrir ofan. Þótt tölulegar upplýsingar um flest kríuvörp séu litlar þá er nú talið að fyrra mat hafi verið allt of hátt og matið var því fært niður í 150.000-250.00 pör.

Áhugasömum er bent á að lesa má meira um íslenskar fuglategundir á vef Náttúrufræðistofnunar.

Tilvísun:
  1. ^ Upplýsingar um stofnstærðir eru af síðu fyrir hverja tegund á vef Náttúrufræðistofnunar.

Heimildir og mynd:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.8.2024

Spyrjandi

Haraldur Sigmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og EDS. „Hverjar eru tíu algengustu fuglategundirnar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2024, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85601.

Jón Már Halldórsson og EDS. (2024, 23. ágúst). Hverjar eru tíu algengustu fuglategundirnar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85601

Jón Már Halldórsson og EDS. „Hverjar eru tíu algengustu fuglategundirnar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2024. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85601>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru tíu algengustu fuglategundirnar á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað eru topp 10 algengustu fuglategundirnar á Íslandi?

Samkvæmt upplýsingum um stærðir íslenskra fuglastofna sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar eru tíu algengustu fuglar landsins eftirfarandi:

Tegund Fjöldi (pör)[1]
lundi (Fratercula arctica)2.000.000
þúfutittlingur (Anthus pratensis)1.500.000
fýll (Fulmarus glacialis)1.200.000
langvía (Uria aalge)690.000
rita (Rissa tridactyla)580.000
heiðlóa (Pluvialis apricaria)400.000
stuttnefja (Uria lomvi)326.800
álka (Alca torda)313.000
hrossagaukur (Gallinago gallinago)300.000
lóuþræll (Calidris alpina)275.000

Fuglafræðingar áætla að hér á landi verpi allt að tíu milljón fuglapör. Langflestir þessara fugla teljast til sjófugla eða allt að 7,5 milljón pör. Af tíu algengustu fuglategundum landsins eru sex tegundir sjófugla, það eru lundi, fýll, langvía, rita, stuttnefja og álka.

Lundi er algengasti fugl á Íslandi.

Lundi er algengasti fuglinn á Íslandi. Eins og aðrir sjófuglar ver lundinn mestum hluta ævi sinnar við eða á sjó, sækir fæðu sína í hafið en kemur á land til að verpa. Áætlað er að um tvær milljónir lundapara verpi hér á land. Stofninn var stærri fyrr á árum en rannsóknir hafa sýnt töluverða fækkun á þessari öld. Lundinn verpir umhverfis landið, gjarnan í eyjum eða hólmum, en stærsta lundabyggðin er í Vestmannaeyjum. Þar verpa rúmlega 800.000 pör.

Þótt sjófuglar séu í meirihluta á lista yfir algengstu fuglategundir á Íslandi þá er þúfutittlingur í öðru sæti. Þúfutittlingur er mófugl en það samheiti er notað yfir fugla sem velja sér opið mó- og mýrlendi til varps. Þar til fyrir nokkrum árum var talið að stofn þúfutittlings væri á bilinu 0,5-1 milljón pör en ítarlegri gögn frá síðasta áratug hafa leitt til þess að stofninn er nú metinn um 1,5 milljón pör. Þúfutittlingur verpir á láglendi allt umhverfis landið en finnst þó í allt að 600 m hæð yfir sjó.

Talið er að á Íslandi séu um 1,5 milljón pör þúfutittlinga.

Í þriðja sæti yfir algengustu fugla landsins er fýll. Hann var talinn næst algengastur fugla á Íslandi þar til stofnstærð þúfutittlings var endurmetin. Talið er að um 1,2 milljón fýlapör verpi hér á landi, langflest meðfram ströndinni á Vestfjörðum. Fýl hefur fækkað nokkuð á síðustu árum og áratugum.

Rétt er að hafa í huga að misítarlegar og misnýlegar upplýsingar liggja fyrir um stofnstærðir einstakra tegunda. Ný gögn sem leiða til endurmats geta breytt þessum lista, eins og dæmið um þúfutittling sannar. Annað dæmi sem mætti nefna er krían (Sterna paradisaea). Fyrir allnokkrum árum var giskað á að 250-500.000 kríupör verptu hér á landi og samkvæmt því hefði krían átt heima á listanum hér fyrir ofan. Þótt tölulegar upplýsingar um flest kríuvörp séu litlar þá er nú talið að fyrra mat hafi verið allt of hátt og matið var því fært niður í 150.000-250.00 pör.

Áhugasömum er bent á að lesa má meira um íslenskar fuglategundir á vef Náttúrufræðistofnunar.

Tilvísun:
  1. ^ Upplýsingar um stofnstærðir eru af síðu fyrir hverja tegund á vef Náttúrufræðistofnunar.

Heimildir og mynd:...