Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvers konar strik er sett í reikninginn?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það?

Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en dæmið er úr Nýjum félagsritum:

að menn geti með góðum rökum dregið strik yfir alla gamla reiknínga.

Orðasambandið hefur borist hingað úr dönsku, gøre en streg i regningen, sem aftur hefur tekið það að láni úr þýsku einem einen Strich durch die Rechnung machen. Skýringin er að reikningar voru gerðir ógiltir með því að draga strik yfir þá.

Veðrið getur sett strik í reikninginn. Upprunaleg skýring orðasambandsins er að reikningar voru gerðir ógiltir með því að draga strik yfir þá.

Heimildir og mynd:

  • Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málssins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga, notkun. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 24.12. 2023).
  • Talemåder i dansk. 2001. Önnur útgáfa. Bls. 208. Gyldendals røde ordbøger.
  • Rawpixel.com. (Sótt 9.1.2024).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.2.2024

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar strik er sett í reikninginn?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2024. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85610.

Guðrún Kvaran. (2024, 2. febrúar). Hvers konar strik er sett í reikninginn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85610

Guðrún Kvaran. „Hvers konar strik er sett í reikninginn?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2024. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85610>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar strik er sett í reikninginn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það?

Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en dæmið er úr Nýjum félagsritum:

að menn geti með góðum rökum dregið strik yfir alla gamla reiknínga.

Orðasambandið hefur borist hingað úr dönsku, gøre en streg i regningen, sem aftur hefur tekið það að láni úr þýsku einem einen Strich durch die Rechnung machen. Skýringin er að reikningar voru gerðir ógiltir með því að draga strik yfir þá.

Veðrið getur sett strik í reikninginn. Upprunaleg skýring orðasambandsins er að reikningar voru gerðir ógiltir með því að draga strik yfir þá.

Heimildir og mynd:

  • Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málssins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga, notkun. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 24.12. 2023).
  • Talemåder i dansk. 2001. Önnur útgáfa. Bls. 208. Gyldendals røde ordbøger.
  • Rawpixel.com. (Sótt 9.1.2024).
...