Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um mólendi?

Borgþór Magnússon

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er mólendi?
  • Hvaða dýr lifa í mólendi?
  • Hve stór hluti Íslands er þakinn mólendi?

Mólendi (e. heathland) er gróið, óræktað land sem einkennist af lyngtegundum og öðrum runnkenndum plöntum en getur einnig verið allríkt af grösum, störum, tvíkímblaða jurtum, mosum og fléttum. Land er að jafnaði þýft. Mólendi er á fremur rýrum og þurrum jarðvegi sem nefndur er brúnjörð. Undirlag jarðvegsins er oftast gróft og gegndræpt.

Af grónum vistlendum á Íslandi er mólendi langstærst að flatarmáli eða um 18.500 km2, samkvæmt kortlagningu Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árinu 2016. Næst mólendinu að heildarflatarmáli komu moslendi (9.200 km2), mýrlendi (8.300 km2) og graslendi (4.400 km2). Mólendi er útbreitt í öllum landshlutum og finnst bæði á láglendi og hálendi. Mólendi á láglendi hefur að stórum hluta orðið til eftir landnám, á landi þar sem skógi var eytt. Á þeim svæðum myndaðist með tímanum mólendi og mótaðist við stöðuga búfjárbeit, einkum sauðfjár. Inn til heiða er mólendi einnig undir miklum áhrifum af sauðfjárbeit. Vegna uppblásturs og jarðvegseyðingar hefur, án nokkurs vafa, gengið mjög á mólendi á seinni öldum.

Fjalldrapamói á Auðkúluheiði í Austur-Húnavatnssýslu. Ljósmynd: Borgþór Magnússon 2020.

Mólendi er mjög útbreitt á Bretlandseyjum og með ströndum V-Evrópu allt frá norðurhluta Frakklands til suðurhluta Noregs. Þar tók það að myndast fyrir um 5000 árum er maðurinn fór að ryðja skóga, brenna land og halda búfénaði til beitar. Á þessum svæðum er enn í dag nauðsynlegt að beita land, brenna eða halda aftur af trjávexti til að viðhalda mólendi. Víða horfir illa um það vegna breyttra búskaparhátta og landnýtingar.

Mólendi á Íslandi hefur verið flokkað niður í 10 mismunandi vistgerðir eftir því hvaða plöntutegundir finnast í þeim og í hvaða hlutföllum. Þessar vistgerðir nefnast mosamóavist, flagmóavist, starmóavist, grasmóavist, fléttumóavist, fjalldrapamóavist, lyngmóavist á hálendi, lyngmóavist á láglendi, víðimóavist og víðikjarrvist. Langstærstar eru fjalldrapamóavist og lyngmóavistir á hálendi og láglendi (sjá mynd hér fyrir neðan). Víðáttumestu mólendi landsins er að finna á norðanlands, einkum til heiða í Húnavatnssýslum, Skagafirði og Þingeyjarsýslum.

Hlutfallsleg stærð vistgerða mólendis á Íslandi, heildarflatarmál þeirra er um 18.500 km2.

Vistgerðir mólendis eru flestar mjög ríkar af plöntutegundum. Algengt er að á einum og sama staðnum finnist 30 – 40 tegundir æðplantna og viðlíka heildarfjöldi af mosum og fléttum. Önnur vistlendi hér á landi (til dæmis skóglendi, graslendi, mýrlendi) standast ekki samjöfnuð við mólendið að þessu leyti. Meðal algengustu tegunda æðplantna í mólendi eru krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberjalyng, fjalldrapi, beitilyng, sortulyng, loðvíðir, gulvíðir, fjallavíðir, grasvíðir, stinnastör, túnvingull og kornsúra. Mikill landshlutamunur er á tegundsamsetningu mólendis. Á sunnanverður landinu er fjalldrapa lítt eða ekki að finna í mólendi en hann einkennir víða mólendi norðanlands.

Dýralíf mólendis er einnig fjölbreytt en mest er þekking á fuglum. Mólendi er kjörbúsvæði og varplendi rjúpunnar, enn fremur er verulegur hluti af varpstofnum þúfutittlings, heiðlóu, spóa, hrossagauks og lóuþræls í mólendi. Flestar þessara tegunda verpa í opnu, skóglausu landi. Líffræðileg fjölbreytni mólendis er því mikil. Vistkerfisþjónusta mólendis felst meðal annars í því að það er mikilvægt beitiland fyrir sauðfé og búsvæði stórra fuglastofna og þar eru rjúpnaveiðilendur og berjalönd.

Mólendi er kjörbúsvæði og varplendi ýmissa fuglategunda, til dæmis heiðlóu.

Líkur eru á að mólendi taki miklum breytingum hér á landi á næstu áratugum, einkum vegna hlýnandi loftslags og fækkunar sauðfjár. Þeirra áhrifa mun gæta jafnt á láglendi sem hálendi. Á láglendi er og verður mólendi eftirsótt til skógræktar, jafnframt munu birkiskógar og víðikjarr auka þar útbreiðslu sína. Á Norðurlandi hefur alaskalúpína víða sótt inn á mólendi þar sem land hefur verið friðað fyrir beit. Allar líkur eru á að sú þróun haldi áfram. Nauðsynlegt er að standa vörð um mólendi og viðhalda fjölbreytni þess með verndandi aðgerðum.

Heimildir og myndir:

  • C. H. Gimingham 1975. An Introduction to Heathland Ecology. Oliver & Boyd, Edinborg, 124 bls.
  • Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 55, 295 bls. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. Rafræn útgáfa leiðrétt í maí 2018.
  • Ólafur Gestur Arnalds 2023. Mold ert þú, jarðvegur og íslensk náttúra. IÐNÚ útgáfa, Reykjavík, 525 bls.
  • Sigurður H. Magnússon, Borgþór Magnússon, Ásrún Elmarsdóttir, Sigmar Metúsalemsson og Hans H. Hansen 2016. Vistgerðir á landi. Í: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir. Vistgerðir á Íslandi, bls. 17 – 169. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54, 299 bls. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Mynd frá Auðkúluheiði: Borgþór Magnússon.
  • Myndrit: Borgþór Magnússon.
  • Mynd af heiðlóu: Pluvialis apricaria. Flickr. Höfundur myndar Bichos Y Verde. Birt undir CC BY-NC-SA 2.0 DEED leyf. (Sótt 29.1.2024).

Höfundur

Borgþór Magnússon

vistfræðingur

Útgáfudagur

5.2.2024

Spyrjandi

Niklas Auffenber, Magnús Ingimarsson, Broddi, Hafdís Haraldsdóttir

Tilvísun

Borgþór Magnússon. „Hvað getið þið sagt mér um mólendi? “ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2024. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86029.

Borgþór Magnússon. (2024, 5. febrúar). Hvað getið þið sagt mér um mólendi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86029

Borgþór Magnússon. „Hvað getið þið sagt mér um mólendi? “ Vísindavefurinn. 5. feb. 2024. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86029>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um mólendi?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað er mólendi?
  • Hvaða dýr lifa í mólendi?
  • Hve stór hluti Íslands er þakinn mólendi?

Mólendi (e. heathland) er gróið, óræktað land sem einkennist af lyngtegundum og öðrum runnkenndum plöntum en getur einnig verið allríkt af grösum, störum, tvíkímblaða jurtum, mosum og fléttum. Land er að jafnaði þýft. Mólendi er á fremur rýrum og þurrum jarðvegi sem nefndur er brúnjörð. Undirlag jarðvegsins er oftast gróft og gegndræpt.

Af grónum vistlendum á Íslandi er mólendi langstærst að flatarmáli eða um 18.500 km2, samkvæmt kortlagningu Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árinu 2016. Næst mólendinu að heildarflatarmáli komu moslendi (9.200 km2), mýrlendi (8.300 km2) og graslendi (4.400 km2). Mólendi er útbreitt í öllum landshlutum og finnst bæði á láglendi og hálendi. Mólendi á láglendi hefur að stórum hluta orðið til eftir landnám, á landi þar sem skógi var eytt. Á þeim svæðum myndaðist með tímanum mólendi og mótaðist við stöðuga búfjárbeit, einkum sauðfjár. Inn til heiða er mólendi einnig undir miklum áhrifum af sauðfjárbeit. Vegna uppblásturs og jarðvegseyðingar hefur, án nokkurs vafa, gengið mjög á mólendi á seinni öldum.

Fjalldrapamói á Auðkúluheiði í Austur-Húnavatnssýslu. Ljósmynd: Borgþór Magnússon 2020.

Mólendi er mjög útbreitt á Bretlandseyjum og með ströndum V-Evrópu allt frá norðurhluta Frakklands til suðurhluta Noregs. Þar tók það að myndast fyrir um 5000 árum er maðurinn fór að ryðja skóga, brenna land og halda búfénaði til beitar. Á þessum svæðum er enn í dag nauðsynlegt að beita land, brenna eða halda aftur af trjávexti til að viðhalda mólendi. Víða horfir illa um það vegna breyttra búskaparhátta og landnýtingar.

Mólendi á Íslandi hefur verið flokkað niður í 10 mismunandi vistgerðir eftir því hvaða plöntutegundir finnast í þeim og í hvaða hlutföllum. Þessar vistgerðir nefnast mosamóavist, flagmóavist, starmóavist, grasmóavist, fléttumóavist, fjalldrapamóavist, lyngmóavist á hálendi, lyngmóavist á láglendi, víðimóavist og víðikjarrvist. Langstærstar eru fjalldrapamóavist og lyngmóavistir á hálendi og láglendi (sjá mynd hér fyrir neðan). Víðáttumestu mólendi landsins er að finna á norðanlands, einkum til heiða í Húnavatnssýslum, Skagafirði og Þingeyjarsýslum.

Hlutfallsleg stærð vistgerða mólendis á Íslandi, heildarflatarmál þeirra er um 18.500 km2.

Vistgerðir mólendis eru flestar mjög ríkar af plöntutegundum. Algengt er að á einum og sama staðnum finnist 30 – 40 tegundir æðplantna og viðlíka heildarfjöldi af mosum og fléttum. Önnur vistlendi hér á landi (til dæmis skóglendi, graslendi, mýrlendi) standast ekki samjöfnuð við mólendið að þessu leyti. Meðal algengustu tegunda æðplantna í mólendi eru krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberjalyng, fjalldrapi, beitilyng, sortulyng, loðvíðir, gulvíðir, fjallavíðir, grasvíðir, stinnastör, túnvingull og kornsúra. Mikill landshlutamunur er á tegundsamsetningu mólendis. Á sunnanverður landinu er fjalldrapa lítt eða ekki að finna í mólendi en hann einkennir víða mólendi norðanlands.

Dýralíf mólendis er einnig fjölbreytt en mest er þekking á fuglum. Mólendi er kjörbúsvæði og varplendi rjúpunnar, enn fremur er verulegur hluti af varpstofnum þúfutittlings, heiðlóu, spóa, hrossagauks og lóuþræls í mólendi. Flestar þessara tegunda verpa í opnu, skóglausu landi. Líffræðileg fjölbreytni mólendis er því mikil. Vistkerfisþjónusta mólendis felst meðal annars í því að það er mikilvægt beitiland fyrir sauðfé og búsvæði stórra fuglastofna og þar eru rjúpnaveiðilendur og berjalönd.

Mólendi er kjörbúsvæði og varplendi ýmissa fuglategunda, til dæmis heiðlóu.

Líkur eru á að mólendi taki miklum breytingum hér á landi á næstu áratugum, einkum vegna hlýnandi loftslags og fækkunar sauðfjár. Þeirra áhrifa mun gæta jafnt á láglendi sem hálendi. Á láglendi er og verður mólendi eftirsótt til skógræktar, jafnframt munu birkiskógar og víðikjarr auka þar útbreiðslu sína. Á Norðurlandi hefur alaskalúpína víða sótt inn á mólendi þar sem land hefur verið friðað fyrir beit. Allar líkur eru á að sú þróun haldi áfram. Nauðsynlegt er að standa vörð um mólendi og viðhalda fjölbreytni þess með verndandi aðgerðum.

Heimildir og myndir:

  • C. H. Gimingham 1975. An Introduction to Heathland Ecology. Oliver & Boyd, Edinborg, 124 bls.
  • Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 55, 295 bls. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. Rafræn útgáfa leiðrétt í maí 2018.
  • Ólafur Gestur Arnalds 2023. Mold ert þú, jarðvegur og íslensk náttúra. IÐNÚ útgáfa, Reykjavík, 525 bls.
  • Sigurður H. Magnússon, Borgþór Magnússon, Ásrún Elmarsdóttir, Sigmar Metúsalemsson og Hans H. Hansen 2016. Vistgerðir á landi. Í: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir. Vistgerðir á Íslandi, bls. 17 – 169. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54, 299 bls. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Mynd frá Auðkúluheiði: Borgþór Magnússon.
  • Myndrit: Borgþór Magnússon.
  • Mynd af heiðlóu: Pluvialis apricaria. Flickr. Höfundur myndar Bichos Y Verde. Birt undir CC BY-NC-SA 2.0 DEED leyf. (Sótt 29.1.2024).
...