Sólin Sólin Rís 09:47 • sest 16:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:20 • Sest 16:03 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:47 • sest 16:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:20 • Sest 16:03 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar dýr var ógnarúlfur?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Nú er í einhverjum fjölmiðlum sagt frá því að vísindamenn hafi ræktað fram útdauðan úlf, dire wolf eða ógnarúlf. Hvað geturðu sagt mér um þessa tegund?

Ógnarúlfur er útdauð tegund hunddýra sem lifði í Norður-Ameríku undir lok síðustu ísaldar. Vísindamenn eru ekki á einu máli um hvernig skuli flokka tegundina. Flestir hallast þó að því að nota latneska heitið Aenocyon dirus en sumir velja eldra heitið Canis dirus. Heimildum ber heldur ekki saman um hvenær tegundin kom fyrst fram, í sumum er talið að það hafi verið fyrir um 125 þúsund árum en aðrar segja elstu minjar sem fundist hafa um ógnarúlfinn vera um 250 þúsund ára gamlar. Hvort sem telst réttara, þá er nokkuð víst að tegundin dó út í lok ísaldar fyrir um 10 til 12 þúsund árum.

Leifar ógnarúlfs fundust fyrst árið 1854, á bökkum Ohio-árinnar í Indíanaríki í Bandaríkjunum. Það var þó ekki fyrr en snemma á 20. öld sem búið var að finna nægilega góðar leifar til að fá almennilega mynd af útliti, og seinna útbreiðslu tegundarinnar.

Steingerð beinagrind ógnarúlfs sem er til sýnis  á Sternberg Museum of Natural History í Hays í Kansas.

Steingerð beinagrind ógnarúlfs sem er til sýnis á Sternberg Museum of Natural History í Hays í Kansas.

Ógnarúlfurinn var eitt algengasta og útbreiddasta rándýrið í Norður-Ameríku á sínum tíma. Búsvæði hans var aðallega opið graslendi og gresjur, en einnig opið skóglendi og skógi vaxnar hlíðar. Minjar um ógnarúlfa hafa fundist víða í Norður-Ameríku, allt frá ströndum Kyrrahafs að ströndum Atlantshafs. Allt bendir til að heimkynnin hafi þó ekki náð mjög langt í norður, þar sem afar lítið af minjum hefur fundist norðan 42°. Hins vegar hafa leifar tegundarinnar fundist allt suður til Venesúela, Perú og Bólivíu í Suður-Ameríku. Einn þekktasti og stærsti fundarstaðurinn er tjörupytturinn La Brea í Kaliforníu. Þar hafa fundist leifar yfir 4.000 ógnarúlfa.

Ógnarúlfar voru af svipaðri stærð og stærstu gráúlfar nútímans (Canis lupus) en margt bendir til þess að þeir hafi þó verið bæði sterklegri og þyngri. Vísindamenn hafa flokkað ógnarúlfa í tvær deilitegundir, annars vegar A.d. guildayii, sem var að meðaltali um 60 kg að þyngd, og hins vegar A. d. Dirus, sem var aðeins stærri eða að jafnaði um 68 kg. Höfuðkúpa ógnarúlfa var áþekk að lögun og gráúlfa en ógnarúlfarnir höfðu þó mun stórgerðari tennur og sterkbyggðari tanngarð. Það er talið vera aðlögun að veiðum á stórum grasbítum ísaldarfánunnar. Helstu bráðir ógnarúlfa voru meðal annars villihestar, frum-vísundar, jarðletidýr og kameldýr.

Ógnarúlfar hurfu af sjónarsviðinu, ásamt fyrrnefndum grasbítum, undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 þúsund árum síðan, að öllum líkindum vegna samverkandi þátta loftslagsbreytinga og samkeppni við aðra afræningja, þar á meðal okkur mennina.

Ógnarúlfar voru af svipaðri stærð og stærstu gráúlfar (<em>Canis lupus</em>) en margt bendir til þess að þeir hafi þó verið bæði sterklegri og þyngri.

Ógnarúlfar voru af svipaðri stærð og stærstu gráúlfar (Canis lupus) en margt bendir til þess að þeir hafi þó verið bæði sterklegri og þyngri.

Þótt ógnarúlfurinn minni mjög á gráúlf í útliti eru þeir fjarskyldir. Ætla má að um sé að ræða svokallaða samhliða þróun (e. convergence evolution) þar sem báðar tegundirnar lifðu í svipaðri vist og virðast hafa átt í samkeppni um veiðbráðir á sléttlendi Norður-Ameríku á tímum síðasta jökulskeiðs. Af einhverjum ástæðum urðu ógnarúlfar undir í samkeppninni þegar stærri veiðidýr týndu tölunni.

Rannsóknir á erfðaefni ógnarúlfa benda til þess að þeir hafi þróast út frá löngu útdauðri hundtegund / úlftegund sem nefnist Canis chihliensis og þannig orðið viðskila við Canis ættkvíslina sem síðar þróaðist í hunda og úlfa nútímans, en ógnarúlfar tilheyra ættkvíslinni Aenocyon.

Ógnarúlfurinn komst í kastljósið á vormánuðum 2025 þegar fréttir bárust af því að búið væri að endurlífga hann með hjálp erfðatækninnar. Gerðar voru breytingar á genum gráúlfa til að fá fram einkenni sem talin eru svipa til ógnarúlfa, til dæmis stærð, form á kjálka og lit á feld. Afraksturinn voru þrír hvolpar sem talið er að hefðu þessi einkenni. Tilraunin hefur verið harðlega gagnrýnd af vísindamönnum og á það bent að þarna sé ekki verið að endurvekja tegund, eins og fyrst var haldið fram, heldur sé einfaldlega um að ræða gráúlfa sem búið er að breyta aðeins - ógnarúlfar séu jafn útdauðir eftir sem áður.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.11.2025

Spyrjandi

Guðmundur Reynir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr var ógnarúlfur?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2025, sótt 12. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87733.

Jón Már Halldórsson. (2025, 12. nóvember). Hvers konar dýr var ógnarúlfur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87733

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr var ógnarúlfur?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2025. Vefsíða. 12. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87733>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar dýr var ógnarúlfur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Nú er í einhverjum fjölmiðlum sagt frá því að vísindamenn hafi ræktað fram útdauðan úlf, dire wolf eða ógnarúlf. Hvað geturðu sagt mér um þessa tegund?

Ógnarúlfur er útdauð tegund hunddýra sem lifði í Norður-Ameríku undir lok síðustu ísaldar. Vísindamenn eru ekki á einu máli um hvernig skuli flokka tegundina. Flestir hallast þó að því að nota latneska heitið Aenocyon dirus en sumir velja eldra heitið Canis dirus. Heimildum ber heldur ekki saman um hvenær tegundin kom fyrst fram, í sumum er talið að það hafi verið fyrir um 125 þúsund árum en aðrar segja elstu minjar sem fundist hafa um ógnarúlfinn vera um 250 þúsund ára gamlar. Hvort sem telst réttara, þá er nokkuð víst að tegundin dó út í lok ísaldar fyrir um 10 til 12 þúsund árum.

Leifar ógnarúlfs fundust fyrst árið 1854, á bökkum Ohio-árinnar í Indíanaríki í Bandaríkjunum. Það var þó ekki fyrr en snemma á 20. öld sem búið var að finna nægilega góðar leifar til að fá almennilega mynd af útliti, og seinna útbreiðslu tegundarinnar.

Steingerð beinagrind ógnarúlfs sem er til sýnis  á Sternberg Museum of Natural History í Hays í Kansas.

Steingerð beinagrind ógnarúlfs sem er til sýnis á Sternberg Museum of Natural History í Hays í Kansas.

Ógnarúlfurinn var eitt algengasta og útbreiddasta rándýrið í Norður-Ameríku á sínum tíma. Búsvæði hans var aðallega opið graslendi og gresjur, en einnig opið skóglendi og skógi vaxnar hlíðar. Minjar um ógnarúlfa hafa fundist víða í Norður-Ameríku, allt frá ströndum Kyrrahafs að ströndum Atlantshafs. Allt bendir til að heimkynnin hafi þó ekki náð mjög langt í norður, þar sem afar lítið af minjum hefur fundist norðan 42°. Hins vegar hafa leifar tegundarinnar fundist allt suður til Venesúela, Perú og Bólivíu í Suður-Ameríku. Einn þekktasti og stærsti fundarstaðurinn er tjörupytturinn La Brea í Kaliforníu. Þar hafa fundist leifar yfir 4.000 ógnarúlfa.

Ógnarúlfar voru af svipaðri stærð og stærstu gráúlfar nútímans (Canis lupus) en margt bendir til þess að þeir hafi þó verið bæði sterklegri og þyngri. Vísindamenn hafa flokkað ógnarúlfa í tvær deilitegundir, annars vegar A.d. guildayii, sem var að meðaltali um 60 kg að þyngd, og hins vegar A. d. Dirus, sem var aðeins stærri eða að jafnaði um 68 kg. Höfuðkúpa ógnarúlfa var áþekk að lögun og gráúlfa en ógnarúlfarnir höfðu þó mun stórgerðari tennur og sterkbyggðari tanngarð. Það er talið vera aðlögun að veiðum á stórum grasbítum ísaldarfánunnar. Helstu bráðir ógnarúlfa voru meðal annars villihestar, frum-vísundar, jarðletidýr og kameldýr.

Ógnarúlfar hurfu af sjónarsviðinu, ásamt fyrrnefndum grasbítum, undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 þúsund árum síðan, að öllum líkindum vegna samverkandi þátta loftslagsbreytinga og samkeppni við aðra afræningja, þar á meðal okkur mennina.

Ógnarúlfar voru af svipaðri stærð og stærstu gráúlfar (<em>Canis lupus</em>) en margt bendir til þess að þeir hafi þó verið bæði sterklegri og þyngri.

Ógnarúlfar voru af svipaðri stærð og stærstu gráúlfar (Canis lupus) en margt bendir til þess að þeir hafi þó verið bæði sterklegri og þyngri.

Þótt ógnarúlfurinn minni mjög á gráúlf í útliti eru þeir fjarskyldir. Ætla má að um sé að ræða svokallaða samhliða þróun (e. convergence evolution) þar sem báðar tegundirnar lifðu í svipaðri vist og virðast hafa átt í samkeppni um veiðbráðir á sléttlendi Norður-Ameríku á tímum síðasta jökulskeiðs. Af einhverjum ástæðum urðu ógnarúlfar undir í samkeppninni þegar stærri veiðidýr týndu tölunni.

Rannsóknir á erfðaefni ógnarúlfa benda til þess að þeir hafi þróast út frá löngu útdauðri hundtegund / úlftegund sem nefnist Canis chihliensis og þannig orðið viðskila við Canis ættkvíslina sem síðar þróaðist í hunda og úlfa nútímans, en ógnarúlfar tilheyra ættkvíslinni Aenocyon.

Ógnarúlfurinn komst í kastljósið á vormánuðum 2025 þegar fréttir bárust af því að búið væri að endurlífga hann með hjálp erfðatækninnar. Gerðar voru breytingar á genum gráúlfa til að fá fram einkenni sem talin eru svipa til ógnarúlfa, til dæmis stærð, form á kjálka og lit á feld. Afraksturinn voru þrír hvolpar sem talið er að hefðu þessi einkenni. Tilraunin hefur verið harðlega gagnrýnd af vísindamönnum og á það bent að þarna sé ekki verið að endurvekja tegund, eins og fyrst var haldið fram, heldur sé einfaldlega um að ræða gráúlfa sem búið er að breyta aðeins - ógnarúlfar séu jafn útdauðir eftir sem áður.

Heimildir og myndir:...