Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr?

Jón Már Halldórsson

Víða á Netinu er hægt að finna vefsíður með upplýsingum um útdauð dýr. Fyrst má nefna síðu á Wikipedia sem heitir Lists of extinct animals. Þar er að finna marga lista yfir útdauð dýr, flokkaða til dæmis eftir svæðum/heimsálfum og hópum dýra (fuglar, spendýr og svo framvegis).

Í mars 2018 dó síðasta karldýrið af norðlægu deilitegund hvíta nashyrningsins. Tegundin er því í raun útdauð þar sem aðeins tveir einstaklingar eru eftir á lífi, báðir kvenkyns.

Á Red list-síðu Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) iucnredlist.org er einnig hægt að fá upplýsingar um útdauðar tegundir (undir Advanced Search - Red List Category – Extinct). Af öðrum síðum má til dæmis nefna thoughtco.com þar sem finna má upplýsingar um 100 tegundir sem dáið hafa út á sögulegum tíma. Einnig Weird Nature á ranker.com þar sem er listi yfir útdauð spendýr.

Svo eru ýmsar síður sem eru með svæðisbundnar upplýsingar, til dæmis útdauð dýr í Ástralíu, Japan eða á tilteknu svæði í Bandaríkjunum. Þá má benda á að á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er að finna válista fyrir plöntur, fugla og spendýr á Íslandi þar sem getið er tegunda sem hafa dáið út.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa um ýmis útdauð dýr, eins og bjarndýr af tegundinni Arctodus simus sem talinn er hafa verið á hæð við mann.

Á Vísindavefnum má svo lesa sér til um ýmis útdauð dýr, bæði dýr sem dáið hafa út á síðustu öldum, til dæmis um geirfuglinn, pinta-skjaldbökur, flökkudúfur, dódó-fuglinn og norðlæga hvíta nashyrninginn og löngu útdauð dýr eins og risaeðlur, loðfíla, sverðketti og hellabirni.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.11.2018

Síðast uppfært

16.7.2020

Spyrjandi

Andrés Björnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2018, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76147.

Jón Már Halldórsson. (2018, 6. nóvember). Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76147

Jón Már Halldórsson. „Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2018. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76147>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr?
Víða á Netinu er hægt að finna vefsíður með upplýsingum um útdauð dýr. Fyrst má nefna síðu á Wikipedia sem heitir Lists of extinct animals. Þar er að finna marga lista yfir útdauð dýr, flokkaða til dæmis eftir svæðum/heimsálfum og hópum dýra (fuglar, spendýr og svo framvegis).

Í mars 2018 dó síðasta karldýrið af norðlægu deilitegund hvíta nashyrningsins. Tegundin er því í raun útdauð þar sem aðeins tveir einstaklingar eru eftir á lífi, báðir kvenkyns.

Á Red list-síðu Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) iucnredlist.org er einnig hægt að fá upplýsingar um útdauðar tegundir (undir Advanced Search - Red List Category – Extinct). Af öðrum síðum má til dæmis nefna thoughtco.com þar sem finna má upplýsingar um 100 tegundir sem dáið hafa út á sögulegum tíma. Einnig Weird Nature á ranker.com þar sem er listi yfir útdauð spendýr.

Svo eru ýmsar síður sem eru með svæðisbundnar upplýsingar, til dæmis útdauð dýr í Ástralíu, Japan eða á tilteknu svæði í Bandaríkjunum. Þá má benda á að á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er að finna válista fyrir plöntur, fugla og spendýr á Íslandi þar sem getið er tegunda sem hafa dáið út.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa um ýmis útdauð dýr, eins og bjarndýr af tegundinni Arctodus simus sem talinn er hafa verið á hæð við mann.

Á Vísindavefnum má svo lesa sér til um ýmis útdauð dýr, bæði dýr sem dáið hafa út á síðustu öldum, til dæmis um geirfuglinn, pinta-skjaldbökur, flökkudúfur, dódó-fuglinn og norðlæga hvíta nashyrninginn og löngu útdauð dýr eins og risaeðlur, loðfíla, sverðketti og hellabirni.

Mynd:...