Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef einhver stelpa og strákur, bæði 10 ára gömul, væru ekki heilbrigð, gætu þau þá eignast barn?

Fyrsta egglos hjá stelpum verður að meðaltali um 13 ára aldur; það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Til að frjóvgun geti átt sér stað þarf egglos að fara fram en sjaldgæft er að það sé hafið hjá 10 ára stelpum. Þunganir hjá stúlkum yngri en 11-12 ára koma varla fyrir. Líkurnar á því að 10 ára stelpa eignist barn eru því mjög litlar. Kynþroski hjá strákum á sér yfirleitt stað á unglingsárunum en til þess að geta frjóvgað egg þarf strákurinn að vera orðinn kynþroska. Því er ósennilegt að 10 ára strákur verði faðir þar sem kynþroski fer yfirleitt fram töluvert seinna.

Í spurningunni er minnst á að börnin séu ekki heilbrigð en ekki fylgir sögunni hvaða vanheilsa það er sem hrjáir þau eða hvað spyrjandi á við með þessum orðum. Án þess að vita nánar um þetta er engin leið að svara því hvaða áhrif það geti haft á kynþroska þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

18.9.2000

Spyrjandi

N.N.

Höfundur

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef einhver stelpa og strákur, bæði 10 ára gömul, væru ekki heilbrigð, gætu þau þá eignast barn?“ Vísindavefurinn, 18. september 2000. Sótt 20. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=915.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2000, 18. september). Ef einhver stelpa og strákur, bæði 10 ára gömul, væru ekki heilbrigð, gætu þau þá eignast barn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=915

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef einhver stelpa og strákur, bæði 10 ára gömul, væru ekki heilbrigð, gætu þau þá eignast barn?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2000. Vefsíða. 20. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=915>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gauti Kristmannsson

1960

Gauti Kristmannsson er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt ýmsum rannsóknum tengdum þýðingum og þýðingafræði.