Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvers vegna eru fríhafnir til?

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði?

Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanleg fyrir hvern og einn einstakling en koma íbúum viðkomandi ríkis vel. Til almannagæða teljast til dæmis utanríkismál, heilsugæsla, löggæsla, samgöngumál, menntamál og svo framvegis. Kjörnir fulltrúar ákveða hvernig framboði almannagæða skuli háttað og í fjárlögum hvers árs er skilgreint hve stórt hlutfall hið opinbera tekur af landsframleiðslunni til að standa undir almannagæðum. Fjármál hins opinbera snúast einkum um það hvernig byrðinni skuli skipt milli borgaranna og hvort hægt sé að afla tekna með öðru móti en skattheimtu eigin borgara, svo sem með erlendri fjárfestingu eða með aukinni verslun skattborgara annarra landa, til dæmis með því að bjóða upp á afslátt af tollum og vörugjöldum eða með því að draga úr umstangi við endurútflutning innfluttrar vöru.

Fríhafnir (e. duty-free stores) og frísvæði (e. tax-free zones, free trade zone, export processing zones) eru svæði sem eru utan tollsvæðis ríkis eða ríkja, að hluta eða að öllu leyti. Hlutverk frísvæða er að veita innlendum og erlendum fyrirtækjum aðstöðu til þess að geyma vörur í vörugeymslum, með það í huga að dreifa þeim síðan til annarra landa. Frísvæði eru sett upp til að draga úr umstangi sem innheimta tolla hefur á starfsemi innflytjenda og útflytjenda. Ávinningur af tollfrjálsu svæði er fyrst og fremst sá að ekki er nauðsynlegt að tollafgreiða viðkomandi vörur inn í innflutningslandið fyrr en innflytjandinn telur að markaðurinn geti tekið við þeim. Fjárhagslegt hagræði af geymslu varnings á slíkum svæðum er meðal annars að koma má í veg fyrir mikla fjármagnsbindingu og vaxtakostnað, til dæmis vegna greiðslu á tollum en þannig sparast fjármagnskostnaður.

Fríhafnir (e. duty-free stores) og frísvæði (e. tax-free zones, free trade zone, export processing zones) eru svæði sem eru utan tollsvæðis ríkis eða ríkja, að hluta eða að öllu leyti. Myndin sýnir fríhöfn á alþjóðaflugvellinum í Dubai.

Allmörg lönd hafa komið sér upp frísvæðum þar sem framleiddur er varningur með erlendum aðföngum og erlendri tækni til útflutnings. Með því að færa framleiðsluna á frísvæði forðast framleiðendur umstang við að greiða tolla á aðföngum, og krefjast svo aftur endurgreiðslu við útflutning hinnar fullunnu vöru. Hér má nefna Rason-frísvæðið í Norður-Kóreu á landamærum Rússlands og Kína, sem stofnað var snemma á tíunda áratug 20. aldar.[1] Hérlendis komust frísvæði fyrst í tollalög 1988, samanber lög nr. 55/1988, en þá hafði slíkt oft verið rætt áður á Alþingi. Dæmi eru um að launakjör starfsfólks á þessum svæðum séu betri, jafnvel margfalt betri en innan tollasvæðis viðkomandi ríkis. Þótt um frísvæði sé að ræða gildir alla jafna sú regla að starfsmenn greiða skatta af tekjum með sama eða svipuðum hætti og aðrir skattgreiðendur viðkomandi ríkis.

Svalbarði er hluti af Konungsríkinu Noregi. Um Svalbarða gildir sérstök skattalöggjöf. Á myndinni sést ein þeirra eyja sem tilheyrir Svalbarða.

Svalbarði er hluti af Konungsríkinu Noregi samkvæmt Svalbarðasamkomulaginu sem var undirritað í París árið 1920. Aðildarþjóðir samkomulagsins eiga víðtækan rétt til að stunda atvinnustarfsemi þar. Um Svalbarða gildir sérstök skattalöggjöf (lög nr. 68/1996 Om Skatt til Svalbard). Skattgreiðslur þeirra sem undir þau falla eru mun lægri en gerist í öðrum hluta konungsríkisins. Skattþegnar á Svalbarða eru a) þeir sem hafa fasta búsetu á eyjaklasanum, og b) þeir sem ekki hafa fasta búsetu en dvelja lengur en 30 daga á eyjaklasanum og þá aðeins af þeim tekjum sem þar ávinnast. Þrjátíu daga reglan kom ekki til fyrr en undir lok 8. áratugarins. Fram að þeim tíma gat til dæmis ráðherra sem kom í stutta heimsókn krafist þess að sá hluti ráðherralaunanna sem hann ávann sér á meðan á heimsókninni til Svalbarða stóð yrði skattlagður samkvæmt reglum Svalbarðaskattalaganna.[2]

Seinni heimsstyrjöldin skipti sköpum hvað varðar samgang milli Ameríku og Evrópu. Farþegaskipin höfðu lengst af yfirhöndina, á fjórða áratugnum koma flugbátarnir til sögunnar, en strax eftir stríðið var opnaður fyrsti alþjóðaskiptiflugvöllurinn yfir Atlantshafið við Shannon á Írlandi.[3] Fjöldi flugvéla millilenti á flugvellinum á leið sinni yfir hafið til þess að taka eldsneyti en áttu þess utan engin samskipti við Írland. Árið 1947 fékk Brendan O’Regan (1917-2008) þá snjöllu hugmynd að stofna fríhöfn á flugvellinum til að þjónusta skiptifarþegana, við það jukust vinsældir flugvallarins og þar með flugumferðin um völlinn. Þetta er fyrsta fríhöfnin í heiminum og starfar hún enn þann dag í dag.[4]

Fyrsta fríhöfnin var stofnuð á Shannon-flugvelli á Írlandi árið 1947 en við það jukust vinsældir flugvallarins og þar með flugumferðin um völlinn.

Sams konar hugmynd lá að baki stofnun fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Bæði millilandaflug og innanlandsflug íslenskra flugfélaga fór þá allt um Reykjavíkurflugvöll. Íslenskar flugvélar komu ekki við á Keflavíkurflugvelli nema sérstaklaga stæði á, ef þær gátu ekki lent vegna veðurskilyrða eða tekið þar eldsneyti, og þurftu því að lenda á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur var nánast eingöngu rekinn af íslenskum stjórnvöldum sem millilandaflugvöllur fyrir erlendar flugvélar á ferðum yfir Atlantshaf. Stjórnvöld höfðu orðið að byggja upp mjög víðtæka og kostnaðarsama þjónustu, sem stóð undir sér vegna mikillar flugumferðar, en blikur voru á lofti vegna samkeppni frá öðrum flugvöllum, einkum Shannon-flugvelli sem var mjög vinsæll meðal flugáhafna, ekki síst vegna fríhafnarinnar. Lendingum hafði fækkað mjög á Keflavíkurflugvelli og tekjur flugvallarins stórlækkað, þannig að horfur voru á að flugvöllurinn stæði ekki undir sér, hvað þá að einhver rekstrarafgangur yrði til uppbyggingar flugvalla úti um land.

Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar (vinstri stjórnin 1956-1958, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur) færði skattaumhverfi fyrirtækja til samræmis við skattaumhverfi fyrirtækja landa innan Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu (OEEC) 1958.[5] Samhliða ákvað ríkisstjórnin að stofna fríhöfn, samanber lög nr. 53/1958, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja áfengi, tóbak og fleira á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli til farþega í framhaldsflugi. Ekki var ætlunin að hafa verulegan hagnað af fríhöfninni heldur var ætlunin að reyna að laða að flugvélar til þess að fá af þeim lendingargjöld og þannig gæti flugvöllurinn staðið undir uppbyggingu flugs á Íslandi.[6]

Tilvísanir:
  1. ^ Rason Special Economic Zone - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 27.07.2016).
  2. ^ Tölvupóstsamskipti við Tom Venstad í Skattelovavdelingen, Finansdepartementet, Oslo, 12.07.2016.
  3. ^ Shannon Airport - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 27.07.2016).
  4. ^ Duty-free shop - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 27.07.2016).
  5. ^ Jóhannes Hraunfjörð Karlsson (2014). Moulding the Icelandic Tax System. Primary-Industry-Based Special Interest Groups, Taxation, Tax Expenditure, Direct and Indirect State Support, and the Shaping of Tax Rules. (MSc-ritgerð í hagfræði skrifuð undir leiðsögn Þórólfs Matthíassonar), Háskóli Íslands, Reykjavík. Aðgengileg í Skemmunni. (Skoðað 27.07.2016).
  6. ^ Alþingistíðindi 1957 B, d: 809-814.

Myndir:

Upprunalega spurningin frá Jóhannesi hljóðaði svona:
Hvers vegna eru fríhafnir til? Það er að segja hvers vegna fá menn að sleppa við að borga skatta landa ef menn ferðast á milli þeirra?

Höfundar

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

hagfræðingur og sagnfræðingur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.8.2016

Spyrjandi

Jóhannes Héðinsson

Tilvísun

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. „Hvers vegna eru fríhafnir til?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2016. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=13703.

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. (2016, 17. ágúst). Hvers vegna eru fríhafnir til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=13703

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson og Þórólfur Matthíasson. „Hvers vegna eru fríhafnir til?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2016. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=13703>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru fríhafnir til?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði?

Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanleg fyrir hvern og einn einstakling en koma íbúum viðkomandi ríkis vel. Til almannagæða teljast til dæmis utanríkismál, heilsugæsla, löggæsla, samgöngumál, menntamál og svo framvegis. Kjörnir fulltrúar ákveða hvernig framboði almannagæða skuli háttað og í fjárlögum hvers árs er skilgreint hve stórt hlutfall hið opinbera tekur af landsframleiðslunni til að standa undir almannagæðum. Fjármál hins opinbera snúast einkum um það hvernig byrðinni skuli skipt milli borgaranna og hvort hægt sé að afla tekna með öðru móti en skattheimtu eigin borgara, svo sem með erlendri fjárfestingu eða með aukinni verslun skattborgara annarra landa, til dæmis með því að bjóða upp á afslátt af tollum og vörugjöldum eða með því að draga úr umstangi við endurútflutning innfluttrar vöru.

Fríhafnir (e. duty-free stores) og frísvæði (e. tax-free zones, free trade zone, export processing zones) eru svæði sem eru utan tollsvæðis ríkis eða ríkja, að hluta eða að öllu leyti. Hlutverk frísvæða er að veita innlendum og erlendum fyrirtækjum aðstöðu til þess að geyma vörur í vörugeymslum, með það í huga að dreifa þeim síðan til annarra landa. Frísvæði eru sett upp til að draga úr umstangi sem innheimta tolla hefur á starfsemi innflytjenda og útflytjenda. Ávinningur af tollfrjálsu svæði er fyrst og fremst sá að ekki er nauðsynlegt að tollafgreiða viðkomandi vörur inn í innflutningslandið fyrr en innflytjandinn telur að markaðurinn geti tekið við þeim. Fjárhagslegt hagræði af geymslu varnings á slíkum svæðum er meðal annars að koma má í veg fyrir mikla fjármagnsbindingu og vaxtakostnað, til dæmis vegna greiðslu á tollum en þannig sparast fjármagnskostnaður.

Fríhafnir (e. duty-free stores) og frísvæði (e. tax-free zones, free trade zone, export processing zones) eru svæði sem eru utan tollsvæðis ríkis eða ríkja, að hluta eða að öllu leyti. Myndin sýnir fríhöfn á alþjóðaflugvellinum í Dubai.

Allmörg lönd hafa komið sér upp frísvæðum þar sem framleiddur er varningur með erlendum aðföngum og erlendri tækni til útflutnings. Með því að færa framleiðsluna á frísvæði forðast framleiðendur umstang við að greiða tolla á aðföngum, og krefjast svo aftur endurgreiðslu við útflutning hinnar fullunnu vöru. Hér má nefna Rason-frísvæðið í Norður-Kóreu á landamærum Rússlands og Kína, sem stofnað var snemma á tíunda áratug 20. aldar.[1] Hérlendis komust frísvæði fyrst í tollalög 1988, samanber lög nr. 55/1988, en þá hafði slíkt oft verið rætt áður á Alþingi. Dæmi eru um að launakjör starfsfólks á þessum svæðum séu betri, jafnvel margfalt betri en innan tollasvæðis viðkomandi ríkis. Þótt um frísvæði sé að ræða gildir alla jafna sú regla að starfsmenn greiða skatta af tekjum með sama eða svipuðum hætti og aðrir skattgreiðendur viðkomandi ríkis.

Svalbarði er hluti af Konungsríkinu Noregi. Um Svalbarða gildir sérstök skattalöggjöf. Á myndinni sést ein þeirra eyja sem tilheyrir Svalbarða.

Svalbarði er hluti af Konungsríkinu Noregi samkvæmt Svalbarðasamkomulaginu sem var undirritað í París árið 1920. Aðildarþjóðir samkomulagsins eiga víðtækan rétt til að stunda atvinnustarfsemi þar. Um Svalbarða gildir sérstök skattalöggjöf (lög nr. 68/1996 Om Skatt til Svalbard). Skattgreiðslur þeirra sem undir þau falla eru mun lægri en gerist í öðrum hluta konungsríkisins. Skattþegnar á Svalbarða eru a) þeir sem hafa fasta búsetu á eyjaklasanum, og b) þeir sem ekki hafa fasta búsetu en dvelja lengur en 30 daga á eyjaklasanum og þá aðeins af þeim tekjum sem þar ávinnast. Þrjátíu daga reglan kom ekki til fyrr en undir lok 8. áratugarins. Fram að þeim tíma gat til dæmis ráðherra sem kom í stutta heimsókn krafist þess að sá hluti ráðherralaunanna sem hann ávann sér á meðan á heimsókninni til Svalbarða stóð yrði skattlagður samkvæmt reglum Svalbarðaskattalaganna.[2]

Seinni heimsstyrjöldin skipti sköpum hvað varðar samgang milli Ameríku og Evrópu. Farþegaskipin höfðu lengst af yfirhöndina, á fjórða áratugnum koma flugbátarnir til sögunnar, en strax eftir stríðið var opnaður fyrsti alþjóðaskiptiflugvöllurinn yfir Atlantshafið við Shannon á Írlandi.[3] Fjöldi flugvéla millilenti á flugvellinum á leið sinni yfir hafið til þess að taka eldsneyti en áttu þess utan engin samskipti við Írland. Árið 1947 fékk Brendan O’Regan (1917-2008) þá snjöllu hugmynd að stofna fríhöfn á flugvellinum til að þjónusta skiptifarþegana, við það jukust vinsældir flugvallarins og þar með flugumferðin um völlinn. Þetta er fyrsta fríhöfnin í heiminum og starfar hún enn þann dag í dag.[4]

Fyrsta fríhöfnin var stofnuð á Shannon-flugvelli á Írlandi árið 1947 en við það jukust vinsældir flugvallarins og þar með flugumferðin um völlinn.

Sams konar hugmynd lá að baki stofnun fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Bæði millilandaflug og innanlandsflug íslenskra flugfélaga fór þá allt um Reykjavíkurflugvöll. Íslenskar flugvélar komu ekki við á Keflavíkurflugvelli nema sérstaklaga stæði á, ef þær gátu ekki lent vegna veðurskilyrða eða tekið þar eldsneyti, og þurftu því að lenda á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur var nánast eingöngu rekinn af íslenskum stjórnvöldum sem millilandaflugvöllur fyrir erlendar flugvélar á ferðum yfir Atlantshaf. Stjórnvöld höfðu orðið að byggja upp mjög víðtæka og kostnaðarsama þjónustu, sem stóð undir sér vegna mikillar flugumferðar, en blikur voru á lofti vegna samkeppni frá öðrum flugvöllum, einkum Shannon-flugvelli sem var mjög vinsæll meðal flugáhafna, ekki síst vegna fríhafnarinnar. Lendingum hafði fækkað mjög á Keflavíkurflugvelli og tekjur flugvallarins stórlækkað, þannig að horfur voru á að flugvöllurinn stæði ekki undir sér, hvað þá að einhver rekstrarafgangur yrði til uppbyggingar flugvalla úti um land.

Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar (vinstri stjórnin 1956-1958, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur) færði skattaumhverfi fyrirtækja til samræmis við skattaumhverfi fyrirtækja landa innan Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu (OEEC) 1958.[5] Samhliða ákvað ríkisstjórnin að stofna fríhöfn, samanber lög nr. 53/1958, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja áfengi, tóbak og fleira á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli til farþega í framhaldsflugi. Ekki var ætlunin að hafa verulegan hagnað af fríhöfninni heldur var ætlunin að reyna að laða að flugvélar til þess að fá af þeim lendingargjöld og þannig gæti flugvöllurinn staðið undir uppbyggingu flugs á Íslandi.[6]

Tilvísanir:
  1. ^ Rason Special Economic Zone - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 27.07.2016).
  2. ^ Tölvupóstsamskipti við Tom Venstad í Skattelovavdelingen, Finansdepartementet, Oslo, 12.07.2016.
  3. ^ Shannon Airport - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 27.07.2016).
  4. ^ Duty-free shop - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 27.07.2016).
  5. ^ Jóhannes Hraunfjörð Karlsson (2014). Moulding the Icelandic Tax System. Primary-Industry-Based Special Interest Groups, Taxation, Tax Expenditure, Direct and Indirect State Support, and the Shaping of Tax Rules. (MSc-ritgerð í hagfræði skrifuð undir leiðsögn Þórólfs Matthíassonar), Háskóli Íslands, Reykjavík. Aðgengileg í Skemmunni. (Skoðað 27.07.2016).
  6. ^ Alþingistíðindi 1957 B, d: 809-814.

Myndir:

Upprunalega spurningin frá Jóhannesi hljóðaði svona:
Hvers vegna eru fríhafnir til? Það er að segja hvers vegna fá menn að sleppa við að borga skatta landa ef menn ferðast á milli þeirra?

...