Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti?

Magnús Rafnsson

Einnig var spurt:
Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur?

Elsta dæmið um Ægishjálm í þeirri átta arma mynd sem þekktust er í dag er að finna í skinnhandritinu Lbs 143 8vo sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabóksafns og gefið var út 2004. Handritið er talið frá því um miðja 17. öld og þar er að finna ýmsa galdrastafi og texta sem snúast um varnir gegn hvers konar áföllum. Eiginlegir galdrar eru það ekki heldur verndar- og lækningaráð. Textinn við Ægishjálm er svohljóðandi:

Ægis hjálmur. Hann skal gjörast á blý og þrykkja í enni sér þá maður á von á óvin sínum, að hann mæti honum. Og muntu hann yfirvinna. (Hann er svo sem hér eftir fylgir):

Í Stokkhólmi er varðveitt annað galdrakver frá svipuðum tíma þar sem Ægishjálmurinn er einfaldari, armarnir aðeins fjórir og textinn töluvert öðruvísi:

Að stilla alla reiði gjör staf í enni þér með sleikifingri þínum á vinstri hendi þér og mæl: Ægishjálm er eg ber á millum augna mér. Reiðin renni,stríð stemmi. Verði mér svo hvör maður feginn sem María varð fegin sínum signuðum syni þá hún fann hann á sigurhellunni. Í nafni föður og sonar og anda heilags:

Og les: Ölver, Óðinn, Illi, allt þitt vilið villi. Sjálfur Guð með snilli sendi okkur ást í milli.

Enn eldri mynd af Ægishjálmi er að finna í lækningabók sem varðveitt er í Kaupmannahöfn. Stafurinn þar er fjögurra arma eins og í Stokkhólmsbókinni og þótt ekki sé nefnt heiti á honum er tilgangurinn sá sami, að forðast reiði höfðingja.

Galdrastafir birtast fyrst á prenti í fyrsta bindi ritsins Íslenskar þjóðsögur og ævintýri sem Jón Árnason tók saman og kom út árið 1862. Engan texta um Ægishjálm er þó þar að finna. Hvort teiknarinn Tryggvi Magnússon hefur tekið stafinn upp eftir þessari prentuðu útgáfu þegar hann valdi hann sem sýslumerki Strandasýslu fyrir Alþingishátíðina 1930 skal ósagt látið, en ekki er hægt að útiloka að hann hafi kynnst honum í æsku sinni við Steingrímsfjörð. Þrjár 20. aldar uppskriftir eru til af gamalli galdrabók sem upprunnin var af Hornströndum en uppskriftirnar allar ættaðar af Ströndum. Má geta þess að ein þeirra var skrifuð upp í næsta nágrenni við heimili Tryggva árið 1928, en þá hafði Tryggvi reyndar horfið burt af Ströndum til náms. Þá er einnig líklegt að Jochum M. Eggertsson (Skuggi) hafi vitað af sömu skræðu þegar hann tók saman Galdraskræðu sína.

Sýslumerki Strandasýslu, teiknað af Tryggva Magnússyni. Tryggvi teiknaði drög að öllum sýslumerkjunum fyrir Alþingishátíðina 1930.

Myndir:

Handritin þrjú sem vitnað er til í þessu svari hafa öll birst á prenti, Lbs 143 8vo í Galdrakver, útg. Landsbókasafn-Háskólabókasafn, Reykjavík 2004, Stokkhólmshandritið í útgáfi Nat. Lindqvist, En islandsk svartkonstbok, Uppsala 1921 og í bók Mathíasar Viðars Sæmundssonar Galdrar á Íslandi Reykjavík 1992, og lækningabókin í útgáfu Kr. Kålund Den islandske lægebog, Kaupmannahöfn 1907. Galdraskræða Skugga kom út í fjölritaða ársritinu Jólagjöfin 1940 en endurútgefin í Reykjavík 2013. Af uppskriftunum þremur sem vísað er til er ein á handritadeild Landsbókasafns, Lbs 4375 8vo, önnur er varðveitt á Þjóðminjasafninu, Þjms 15555, en sú þriðja sem ber nafnið Rún er í einkaeign. Rún var gefin út af Galdrasýningunni á Hólmavík 2014.

Höfundur

Magnús Rafnsson

sagnfræðingur

Útgáfudagur

25.10.2018

Spyrjandi

Þorgerður Jóna Ásgeirsdóttir, Magnea Arnardóttir

Tilvísun

Magnús Rafnsson. „Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti? “ Vísindavefurinn, 25. október 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75399.

Magnús Rafnsson. (2018, 25. október). Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75399

Magnús Rafnsson. „Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti? “ Vísindavefurinn. 25. okt. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75399>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti?
Einnig var spurt:

Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur?

Elsta dæmið um Ægishjálm í þeirri átta arma mynd sem þekktust er í dag er að finna í skinnhandritinu Lbs 143 8vo sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabóksafns og gefið var út 2004. Handritið er talið frá því um miðja 17. öld og þar er að finna ýmsa galdrastafi og texta sem snúast um varnir gegn hvers konar áföllum. Eiginlegir galdrar eru það ekki heldur verndar- og lækningaráð. Textinn við Ægishjálm er svohljóðandi:

Ægis hjálmur. Hann skal gjörast á blý og þrykkja í enni sér þá maður á von á óvin sínum, að hann mæti honum. Og muntu hann yfirvinna. (Hann er svo sem hér eftir fylgir):

Í Stokkhólmi er varðveitt annað galdrakver frá svipuðum tíma þar sem Ægishjálmurinn er einfaldari, armarnir aðeins fjórir og textinn töluvert öðruvísi:

Að stilla alla reiði gjör staf í enni þér með sleikifingri þínum á vinstri hendi þér og mæl: Ægishjálm er eg ber á millum augna mér. Reiðin renni,stríð stemmi. Verði mér svo hvör maður feginn sem María varð fegin sínum signuðum syni þá hún fann hann á sigurhellunni. Í nafni föður og sonar og anda heilags:

Og les: Ölver, Óðinn, Illi, allt þitt vilið villi. Sjálfur Guð með snilli sendi okkur ást í milli.

Enn eldri mynd af Ægishjálmi er að finna í lækningabók sem varðveitt er í Kaupmannahöfn. Stafurinn þar er fjögurra arma eins og í Stokkhólmsbókinni og þótt ekki sé nefnt heiti á honum er tilgangurinn sá sami, að forðast reiði höfðingja.

Galdrastafir birtast fyrst á prenti í fyrsta bindi ritsins Íslenskar þjóðsögur og ævintýri sem Jón Árnason tók saman og kom út árið 1862. Engan texta um Ægishjálm er þó þar að finna. Hvort teiknarinn Tryggvi Magnússon hefur tekið stafinn upp eftir þessari prentuðu útgáfu þegar hann valdi hann sem sýslumerki Strandasýslu fyrir Alþingishátíðina 1930 skal ósagt látið, en ekki er hægt að útiloka að hann hafi kynnst honum í æsku sinni við Steingrímsfjörð. Þrjár 20. aldar uppskriftir eru til af gamalli galdrabók sem upprunnin var af Hornströndum en uppskriftirnar allar ættaðar af Ströndum. Má geta þess að ein þeirra var skrifuð upp í næsta nágrenni við heimili Tryggva árið 1928, en þá hafði Tryggvi reyndar horfið burt af Ströndum til náms. Þá er einnig líklegt að Jochum M. Eggertsson (Skuggi) hafi vitað af sömu skræðu þegar hann tók saman Galdraskræðu sína.

Sýslumerki Strandasýslu, teiknað af Tryggva Magnússyni. Tryggvi teiknaði drög að öllum sýslumerkjunum fyrir Alþingishátíðina 1930.

Myndir:

Handritin þrjú sem vitnað er til í þessu svari hafa öll birst á prenti, Lbs 143 8vo í Galdrakver, útg. Landsbókasafn-Háskólabókasafn, Reykjavík 2004, Stokkhólmshandritið í útgáfi Nat. Lindqvist, En islandsk svartkonstbok, Uppsala 1921 og í bók Mathíasar Viðars Sæmundssonar Galdrar á Íslandi Reykjavík 1992, og lækningabókin í útgáfu Kr. Kålund Den islandske lægebog, Kaupmannahöfn 1907. Galdraskræða Skugga kom út í fjölritaða ársritinu Jólagjöfin 1940 en endurútgefin í Reykjavík 2013. Af uppskriftunum þremur sem vísað er til er ein á handritadeild Landsbókasafns, Lbs 4375 8vo, önnur er varðveitt á Þjóðminjasafninu, Þjms 15555, en sú þriðja sem ber nafnið Rún er í einkaeign. Rún var gefin út af Galdrasýningunni á Hólmavík 2014.

...