Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum?

Jón Már Halldórsson

Hrafninn (Corvus corax) hefur mikla útbreiðslu og varptími hans er mjög breytilegur eftir því hvar varpsvæðið er. Á heittempruðum svæðum verpir hann venjulega í febrúar en í apríl á kaldari svæðum svo sem á Íslandi og Grænlandi.

Hrafninn liggur á eggjum í um þrjár vikur.

Hér á landi er hrafninn meðal fyrstu fugla til að verpa á vorin, í apríl eða snemma í maí, venjulega 4-6 eggjum. Þar sem varpið er svona snemma vors getur vistin í laupnum verið ósköp kuldaleg. Kvenfuglinn liggur á eggjunum og getur tíminn frá varpi og þar til ungar skríða úr eggjum verið frá 18 og upp í 21 dag. Það er þó klókt að verpa svona snemma þar sem hrafnsungarnir klekjast þá um það leyti sem flestir fuglar eru á eggjum og því næg fæða fyrir hrafnsungana á meðan þeir eru að vaxa úr grasi.

Tíminn frá klaki þar til ungarnir hafa vaxið og þroskast nógu mikið til að yfirgefa hreiðrið er frá 35 og allt upp í 42 daga. Báðir foreldrar sjá um að bera æti í ungana. Fyrstu mánuðina eftir að ungarnir verða fleygir er fjölskyldan saman og því má oft sjá litla hópa af hröfnum, þrjá til sjö fugla, seinni hluta sumars og á haustin. Ungarnir yfirgefa foreldra sína svo eftir nokkra mánuði.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.7.2019

Spyrjandi

Trausti þór Sigurðarson

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum? “ Vísindavefurinn, 8. júlí 2019. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77699.

Jón Már Halldórsson. (2019, 8. júlí). Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77699

Jón Már Halldórsson. „Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum? “ Vísindavefurinn. 8. júl. 2019. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77699>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum?
Hrafninn (Corvus corax) hefur mikla útbreiðslu og varptími hans er mjög breytilegur eftir því hvar varpsvæðið er. Á heittempruðum svæðum verpir hann venjulega í febrúar en í apríl á kaldari svæðum svo sem á Íslandi og Grænlandi.

Hrafninn liggur á eggjum í um þrjár vikur.

Hér á landi er hrafninn meðal fyrstu fugla til að verpa á vorin, í apríl eða snemma í maí, venjulega 4-6 eggjum. Þar sem varpið er svona snemma vors getur vistin í laupnum verið ósköp kuldaleg. Kvenfuglinn liggur á eggjunum og getur tíminn frá varpi og þar til ungar skríða úr eggjum verið frá 18 og upp í 21 dag. Það er þó klókt að verpa svona snemma þar sem hrafnsungarnir klekjast þá um það leyti sem flestir fuglar eru á eggjum og því næg fæða fyrir hrafnsungana á meðan þeir eru að vaxa úr grasi.

Tíminn frá klaki þar til ungarnir hafa vaxið og þroskast nógu mikið til að yfirgefa hreiðrið er frá 35 og allt upp í 42 daga. Báðir foreldrar sjá um að bera æti í ungana. Fyrstu mánuðina eftir að ungarnir verða fleygir er fjölskyldan saman og því má oft sjá litla hópa af hröfnum, þrjá til sjö fugla, seinni hluta sumars og á haustin. Ungarnir yfirgefa foreldra sína svo eftir nokkra mánuði.

Heimildir og mynd:

...