Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um John Locke?
John Locke var enskur heimspekingur og er oft álitinn merkastur bresku raunhyggjumannanna en hann var ekki síður áhrifamikill stjórnspekingur. Locke fæddist þann 29. ágúst árið 1632 í Somerset á Englandi. Hann var menntaður í Westminster og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið rökfræði og siðfræði, forngrísku o...
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Már Halldórsson rannsakað?
Magnús Már Halldórsson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir hans snúa að reikniritum (e. algorithms) frá fræðilegum sjónarhóli. Síðari ár hafa rannsóknir Magnúsar beinst sérstaklega að verkröðun í þráðlausum netum. Þráðlausar sendingar trufla óhjákvæmilega önnur samskipti á sömu rá...
Hvað hafa fundist mörg afbrigði af minkakórónuveiru sem smitað hefur fólk?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað hafa fundist (verið raðgreind) mörg afbrigði af minkakórónaveiru sem smitað hefur fólk og hversu mörg þeirra eru með breytingar sem valda breytingu á bindiprótíninu (e. spike protein)? Minkakórónuveira 1 Fyrir heimsfaraldur í mönnum af völdum veirunnar SARS-CoV-2 sem veldu...
Hvað hefur vísindamaðurinn Snorri Þór Sigurðsson rannsakað?
Snorri Þór Sigurðsson er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar við lífræna efnafræði, en sérsvið hans eru kjarnsýruefnafræði og efnafræði stöðugra stakeinda. Rannsóknir Snorra eru í eðli sínu þverfaglegar og byggja að miklu leyti á samvinnu við bæði íslenska og erlenda rannsóknah...
Hvað er frumeindaklukka?
Frumeindaklukkur (e. atomic clock) eru nákvæmustu tímamælingatæki sem smíðuð hafa verið. Slíkar klukkur meta lengd einnar sekúndu út frá náttúrulegum sveiflutíma ákveðinna frumeinda. Flestallar klukkur hafa innbyggt einhvers konar kerfi sem hefur náttúrlegan sveiflutíma. Þessi sveiflutími er síðan notaður til ...
Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?
Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femí...
Hvað er vitað um örnefnin Fagridalur og Fagradalsfjall á Reykjanesskaga?
Fagradalsörnefni hafa verið mikið í umræðunni undanfarið í kjölfar eldgoss í Geldingadölum, en lítið hefur þó farið fyrir sjálfum Fagradal sem er norðan undir Fagradalsfjalli. Honum hefur verið lýst sem uppblásnu landi eða aurmelum, en svæðið hefur í seinni tíð einfaldlega verið kallað Aurar af heimamönnum ef mark...
Getur þú sagt mér eitthvað um sæotra?
Sæotrum var fyrst lýst með vísindalegum hætti í feltbókum náttúrufræðingsins Georgs Stellers frá 1751 og komu einnig fyrir í Systema Naturae, riti Carls Linnaeus frá 1758. Upphaflega var tegundin nefnd Lutra marina á fræðimáli en hefur gengið í gegnum fjölmargar nafnabreytingar síðustu 250 árin. Nú ber tegundin h...
Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur?
Upprunalegu spurningarnar voru: Góðan dag. Hvað er óbrynnishólmi? Er ekki til skilgreining á því? Hvað er átt við að í eldgosi geti myndast „óbrynnishólmi“? Hvað er óbrynnishólmi eða óbrennishólmi. Fyrirfram takk :) Í fréttum kom nýlega fram að myndast gæti óbrynnis- eða óbrennishólmi milli hraunfarvega í g...
Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?
Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en ...
Hvernig er leysiljós búið til?
Nafnið „leysir“ er hljóðlíking enska heitisins „laser“. Enska heitið er myndað úr upphafsstöfunum í lýsingu á ferlinu: „light amplification by stimulated emission of radiation“ eða „ljósmögnun fyrir tilstilli örvaðrar útgeislunar“. Þess háttar ljósmögnun er notuð til að búa til leysiljós í gasi eða föstu og fljót...
Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Estherarsonar: Er það rétt að Jesús fæddist í mars en ekki desember? Við vitum í raun ekki alveg hvenær Jesú fæddist. Flestar rannsóknir benda til þess að hann hafi fæðst á tímabilinu 4 f. Kr. til 6. e. Kr. Sumir eru raunar ekki vissir um að hann hafi verið til. Sagn...
Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?
Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hrygg...
Hvað er berkjubólga?
Berkjubólga eða bronkítis er sýking í lungum sem veldur lömun í bifhárum í berkjunum. Þessi bifhár sjá um að hreinsa loftið sem við öndum að okkur. Berkjubólgu er skipt í bráða berkjubólgu (e. acute bronchitis) og langvinna berkjubólgu (e. chronic bronchitis). Hin síðarnefnda er algengt vandamál hjá reykingafól...
Hvernig verkar þessi skynvilla?
Upphaflega var spurningin svona: Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar? Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið...