Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3153 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig stýra möttulstrókar flekareki?

Það varð landrekskenningu Alfreds Wegener (1915) að falli að hann gat ekki bent á krafta sem væru þess megnugir að flytja meginlöndin. Arthur Holmes (1933) stakk upp á því að iðustraumar í jarðmöttlinum væru þarna að verki, en þó var það ekki fyrr en með ritgerð Harry Hess (1962) að fram kom heildstæð mynd af glið...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?

Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...

category-iconLandafræði

Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hvað klukkan sé á hinum ýmsu stöðum í heiminum og um tímamun á milli Íslands og annarra landa. Meðal þeirra spurninga sem okkur hafa borist eru:Hvað er klukkan í Danmörku þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi? Hver er tímamunurinn á milli Noregs og Íslands? Hvaða tímamunur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?

Grindhvalur (Globicephala melas) eða marsvín eins og tegundin er líka kölluð, tilheyrir undirættbálki tannhvala (Odontoceti), ætt hafurhvela (Delphinidae) og ættkvísl grindhvala (Globicephala). Innan ættkvíslar grindhvala er ein önnur tegund, flipahvalur (Globicephala macrorhynchus) sem hefur suðlægari útbreiðslu ...

category-iconJarðvísindi

Höfðu Skaftáreldar einhver áhrif á veðurfar?

Skaftáreldar höfðu víðtæk áhrif á veðurfar, og fyrirliggjandi gögn benda til þess að móðan hafi lækkað meðalárshitann á norðurhveli jarðar um eina gráðu í eitt til þrjú ár. Jafnframt sýna samtímaheimildir að áhrifin voru hvorki einsleit né jafndreifð um norðurhvelið. Sumarið 1783 einkenndist af mjög óvenjulegu veð...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á stjórnvaldsákvörðun og stjórnvaldsfyrirmælum?

Stjórnvaldsákvörðun Formleg stjórnvaldsákvörðun er eins og orðin gefa til kynna, ákvörðun sem tekin er af þar til bæru stjórnvaldi í málum sem varða borgarana. Fjölmörg mál koma til kasta stjórnvalda hverju sinni og niðurstaða fæst í þessi mál með því að stjórnvöld taka ákvörðun. Dæmigerð afgreiðsla stjórnvalda...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?

Algengt er að segja að eitt mannsár jafngildi sjö hundaárum. Þetta er þó ónákvæmt, bæði af því að hundar verða misgamlir eftir því af hvaða kyni þeir eru og vegna þess að fyrstu ár ævi sinnar eldast hundar hraðar en menn. Þannig verða stærstu hundarnir að meðaltali sjö til átta ára gamlir en þeir minnstu lifa o...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Alfred Kinsey og hvert var hans framlag til fræðanna?

Alfred C. Kinsey (1894-1956) var líffræðingur sem er þekktastur fyrir áhrif rannsókna sinna á þróun kynfræða og á viðhorf almennings til kynlífs og kynhegðunar. Hann útskrifaðist með BS-próf frá Bowdoin College í Maine í Bandaríkjunum og tók síðan doktorspróf í líffræði frá Harvard-háskóla árið 1920. Hann var alla...

category-iconEfnafræði

Finnast kolvetni í mat?

Orðið kolvetni hefur verið notað um tvenns konar efnasambönd. Annars vegar um það sem á ensku heitir carbohydrate, kolhýdröt í máli efnafræðinga, og hins vegar það sem á ensku heitir hydrocarbon, sem efnafræðingar kalla kolvetni. Þessi mismunandi notkun á sér langa sögu. Tvö dæmi úr ritmálssafni Árnastofnunar v...

category-iconEfnafræði

Í hvað er kopar notaður?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hverjir eru efnafræðilegir eiginleikar og sérkenni kopars? Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því kopar? Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Kopar gengur einnig undir heiti...

category-iconHeimspeki

Hvað er daoismi?

Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Ibn Khaldun?

Ibn Khaldun hét fullu nafni Abū Zayd 'Abd ar-Raḥmān ibn Muḥammad ibn Khaldūn al-Ḥaḍramī og fæddist árið 1332 í Túnis. Hann var mikill hugsuður og er þekktastur fyrir ritin Muqaddimah (inngangur) og Kitāb al-'Ibar (bók um kennslustundir). Muqaddimah er talið vera fyr...

category-iconStjórnmálafræði

Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi?

Hér er fyrri hluta lengri spurningar frá Úlfari svarað. Þetta er fyrsta svarið af þremur um kosningakerfið. Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Lykilatriðin í fyrirkomulagi kosninga til Alþingis eru þ...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp fótboltann?

Með engu móti er hægt að segja að einhver einn hafi fundið upp fótboltann en hægt er að finna dæmi um menn sem fundu upp einstök atriði tengd honum, til dæmis ákveðnar reglur, einhvern sérstakan búnað eða ýmiss konar heiti og nöfn. Þannig er vitað hver fann upp á því að setja net í mörkin (sá fékk einkaleyfi á hug...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er svona merkilegt við pendúl Foucaults?

Hugsum okkur að veðurfar væri þannig á jörðinni að við sæjum aldrei til himins vegna skýja. Mannkynið færi þá á mis við allar upplýsingar sem hægt er að afla með því að virða fyrir sér himininn dag og nótt, velta fyrir sér því sem þar er að sjá, mæla það út og skoða sem best. Hverju mundi þetta nú breyta í hugmynd...

Fleiri niðurstöður