Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3141 svör fundust
Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?
Algengt er að segja að eitt mannsár jafngildi sjö hundaárum. Þetta er þó ónákvæmt, bæði af því að hundar verða misgamlir eftir því af hvaða kyni þeir eru og vegna þess að fyrstu ár ævi sinnar eldast hundar hraðar en menn. Þannig verða stærstu hundarnir að meðaltali sjö til átta ára gamlir en þeir minnstu lifa o...
Hver var Alfred Kinsey og hvert var hans framlag til fræðanna?
Alfred C. Kinsey (1894-1956) var líffræðingur sem er þekktastur fyrir áhrif rannsókna sinna á þróun kynfræða og á viðhorf almennings til kynlífs og kynhegðunar. Hann útskrifaðist með BS-próf frá Bowdoin College í Maine í Bandaríkjunum og tók síðan doktorspróf í líffræði frá Harvard-háskóla árið 1920. Hann var alla...
Finnast kolvetni í mat?
Orðið kolvetni hefur verið notað um tvenns konar efnasambönd. Annars vegar um það sem á ensku heitir carbohydrate, kolhýdröt í máli efnafræðinga, og hins vegar það sem á ensku heitir hydrocarbon, sem efnafræðingar kalla kolvetni. Þessi mismunandi notkun á sér langa sögu. Tvö dæmi úr ritmálssafni Árnastofnunar v...
Í hvað er kopar notaður?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hverjir eru efnafræðilegir eiginleikar og sérkenni kopars? Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því kopar? Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Kopar gengur einnig undir heiti...
Hvað er daoismi?
Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...
Hvað getið þið sagt mér um Ibn Khaldun?
Ibn Khaldun hét fullu nafni Abū Zayd 'Abd ar-Raḥmān ibn Muḥammad ibn Khaldūn al-Ḥaḍramī og fæddist árið 1332 í Túnis. Hann var mikill hugsuður og er þekktastur fyrir ritin Muqaddimah (inngangur) og Kitāb al-'Ibar (bók um kennslustundir). Muqaddimah er talið vera fyr...
Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi?
Hér er fyrri hluta lengri spurningar frá Úlfari svarað. Þetta er fyrsta svarið af þremur um kosningakerfið. Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Lykilatriðin í fyrirkomulagi kosninga til Alþingis eru þ...
Hver fann upp fótboltann?
Með engu móti er hægt að segja að einhver einn hafi fundið upp fótboltann en hægt er að finna dæmi um menn sem fundu upp einstök atriði tengd honum, til dæmis ákveðnar reglur, einhvern sérstakan búnað eða ýmiss konar heiti og nöfn. Þannig er vitað hver fann upp á því að setja net í mörkin (sá fékk einkaleyfi á hug...
Hvað er svona merkilegt við pendúl Foucaults?
Hugsum okkur að veðurfar væri þannig á jörðinni að við sæjum aldrei til himins vegna skýja. Mannkynið færi þá á mis við allar upplýsingar sem hægt er að afla með því að virða fyrir sér himininn dag og nótt, velta fyrir sér því sem þar er að sjá, mæla það út og skoða sem best. Hverju mundi þetta nú breyta í hugmynd...
Hversu mikil gjóska myndaði landnámslagið og hve lengi stóð gosið yfir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Landnámslagið finnst um allt land, misþykkt, en þó ansi þykkt. Hversu mikið af gjósku hefur þurft til að búa til þetta lag, hversu langt gos þarf til að spúa þessu út og hvaða áhrif myndi þannig gos hafa á daglegt líf á Íslandi á 21. öld? Á meðfylgjandi korti[1] sést útbreiðsla...
Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?
Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...
Hvað er hampur, í hvað er hann notaður og er hann ræktaður á Íslandi?
Samkvæmt flokkun grasafræðinnar er Cannabis sativa ein tegund sem skiptist í tvær undirtegundir: C. sativa og C. indica. Upprunaleg heimkynni plöntunnar eru í Mið-Asíu og við Himalajafjöll. Undirtegundirnar urðu til þegar menn tóku að rækta plöntuna til mismunandi nota. Norðarlega á útbreiðslusvæði sínu var planta...
Hefði Bjartur í Sumarhúsum mátt kvænast Ástu Sóllilju að þeirra tíma lögum?
Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kom út árin 1934–1935 og má ætla að hún gerist næstu tvo eða þrjá áratugi á undan. Rósa, fyrri kona Bjarts í Sumarhúsum, viðurkenndi ekki að hún hefði nokkru sinni verið með öðrum manni. Bjartur trúði því mátulega, sé tekið mið af því að þegar hann bjóst til ...
Hvernig er dýralífið á Spáni?
Dýralíf á Spáni er mjög fjölbreytt enda er landið stórt. Á Spáni er löng strandlengja, þar er hálendi, skógar og síðast en ekki síst mikið fjalllendi. Sennilega hefur dýralíf í árdaga verið mun ríkulegra þar en í dag. Rúmlega tvö þúsund ára borgarsamfélag á Spáni og umtalsverður landbúnaður sem þar hefur verið stu...
Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?
Tunglið er fjarlægasti áfangastaður mannaðs geimfars til þessa, en meðalfjarlægð tunglsins frá jörðu er um 380.000 km sem er meira en nífalt ummál jarðar. Á fjögurra ára tímabili, frá 1968 til 1972, sendu Bandaríkjamenn níu mannaðar geimflaugar til tunglsins. Af þessum níu flaugum lentu sex á tunglinu, sú fyrst...