Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?
Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...
Hvað eru hvíthol?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað er hvíthol og hvað gerist ef svarthol og hvíthol rekast saman? (Arnljótur Sigurðsson) Er til eitthvert fyrirbæri (að því sjörnufræðingar telja) sem er andhverfa svarthols? (Bragi Kristjánsson)Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á...
Ef Adolf Hitler hefði ekki verið til, hefði seinni heimsstyrjöldin þá ekki átt sér stað?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hafandi vitneskju nútímans um staðfesta atburði sögunnar, væri samt hægt að færa fyrir því einhver rök að það að fara aftur í tímann og kála Hitler sem krakka væri ekki réttlætanlegt?Ef Adolf Hitler hefði ekki risið til valda, hefði nasisminn þá aldrei risið upp eða hefði ...
Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?
Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...
Hvað er ETA?
ETA (Aðskilnaðarhreyfing Baska) eru hryðjuverkasamtök sem berjast fyrir aðskilnaði frá Spáni og beita til þess öllum brögðum. ETA er skammstöfun á nafninu á hreyfingunni en hún heitir Euzkadi Ta Azkatasuna á basnesku sem mætti þýða yfir á íslensku sem Baskaland og frelsi. ETA á rætur sínar að rekja til Þjóðe...
Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?
Áður en mennirnir fóru að senda geimför til að rannsaka hinar reikistjörnur sólkerfisins, þekktum við aðeins jarðnesk eldfjöll. Nú vitum við að jörðin er ekki eini eldvirki hnöttur sólkerfisins; hvað þá sá eldvirkasti. Til að byrja með skulum við ferðast til Merkúrs. Í dag vitum við einfaldlega of lítið um Merk...
Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?
Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...
Af hverju gengur fólk í hjónaband?
Orðalag þessarar spurningar krefst í raun réttri að svarið komi frá þeim sem leggja stund á félagsfræðilegar rannsóknir og hafa rannsakað raunverulegar ástæður þess að fólk gangi í hjónaband. Vísast er að svörin við spurningunni, væri hún borin fram í dag í víðtækri könnun, yrðu margvísleg. Einnig er trúlegt að s...
Hvernig lýsir maður myndun kvikasilfuroxíðs i efnajöfnu?
Kvikasilfur (e. mercury) er frumefni númer 80 í lotukerfinu og er táknað með Hg. Kvikasilfur er silfurlitur málmur með þá sérstæðu eiginleika að vera fljótandi við herbergishita en bræðslumark þess er -39°C og suðumarkið 357°C. Einungis eitt annað frumefni er í vökvaham við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) ...
Getið þið sagt mér allt um lípíð?
Ekki er hægt að greina frá öllu um lípíð á þessum vettvangi þar sem slík umfjöllun myndi fylla mörg bókabindi. Lípíð eða fituefni er stór flokkur efna sem eiga það eitt sameiginlegt að vera vatnsfælin og leysast því ekki upp í vatni. Í þessum efnaflokki er fita (feiti og olíur, það er hörð og mjúk fita), vöx, fosf...
Hvaðan kom hefðin að halda upp á afmælið sitt og hvað hefur hún tíðkast lengi?
Fyrsta afmælishald sem spurnir eru af voru burðardagar konunga og annarra leiðtoga austur við Miðjarðarhaf þar sem menn komust fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga og fóru að geta búið til almanök. Vitneskja um nákvæma dagsetningu fæðingar sinnar varð til þess að konungar og aðrir höfðingjar á þessum ...
Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?
Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...
Hvernig get ég lært taugavísindi og orðið taugavísindamaður á Íslandi?
Í háskólum á Íslandi er sem stendur engin sérstök taugavísindadeild. Vilji menn stunda framhaldsnám í greininni verða þeir að gera það utan Íslands. Sem betur fer eru taugavísindi mjög þverfagleg og taugavísindamenn hafa gjarnan bakgrunn í öðrum greinum. Taugavísindum má gróflega skipta í tvennt eftir aðferðafr...
Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur?
Bensíndæla, sem einnig er stundum nefnd bensínbyssa, er uppbyggð þannig að þegar togað er í handfang hennar opnast ventill (einnig kallaður loki) inni í handfanginu og bensínið flæðir út um stút byssunnar. Þegar handfanginu er sleppt lokast ventillinn aftur og bensínið hættir að flæða út um stútinn. Bensínið hæ...
Af hverju er mannkynið svo forvitið að það lokar saklaus dýr inni í búrum?
Þessi spurning virðist tvíþætt. Annars vegar er spurt: Af hverju hefur mannkynið einhvern eiginleika sem það hefur – nefnilega þann að vera svona forvitið. Þeirri spurningu er helst svarað með vísun í þróunarkenninguna: Þessi eiginleiki hefur reynst þessu dýri (manninum) vel til að komast af. Höfum í huga að ví...