Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 761 svör fundust
Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?
Rétt er að byrja á því að benda á að mjólkurofnæmi og mjólkuróþol er ekki sami hluturinn. Mjólkurofnæmi er þegar um staðfest ofnæmi gegn mjólk er að ræða. Þeir sem hafa mjólkurofnæmi gætu sumir verið í lífshættu við það að fá mjólk. Mjólkuróþol er hins vegar samheiti fyrir nokkra þætti eins og mjólkursykuróþol, m...
Hvað er splæst gen?
Hér er jafnframt svarað spurningu Þórnýjar Haraldsdóttur, Hverjar eru helstu nýjungar í notkun splæstra DNA?Þegar talað er um splæst gen er yfirleitt átt við það að gen hafi verið einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA-genaferju sem síðan er látin flytja genið inn í lifandi frumur. Genaferjurnar er...
Getur HIV-veiran borist með flugum?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Fyrst Vestur-Nílarveiran getur borist með moskítóflugum, hvað kemur þá í veg fyrir að HIV-veiran geti borist með sama hætti?Þekktar smitleiðir fyrir alnæmi eru kynmök, samnýting sprautunála meðal fíkniefnaneytenda og blóðgjafir eða gjöf afurða úr blóði (mjög sjaldgæft)....
Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?
Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...
Hvað er raddþekking í tölvum og hvernig virkar hún?
Svarið er miðað við að með „raddþekkingu“ eigi spyrjandi við það sem á ensku kallast „voice recognition“ eða „speaker identification“ fremur en „speech recognition“ („talgreining“). Með raddþekkingu í tölvum er átt við það þegar reynt er að nota tölvu til að greina hver talar. Algengt er að slíkt sé notað við ...
Er líklegt að maður fái krabbamein ef margir í fjölskyldunni hafa fengið það?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er krabbamein arfgengt?Hvaða krabbamein erfast? Þessum spurningum er ekki hægt að svara með einföldu „já“ eða „nei“. Krabbamein eru talsvert algeng og því greinast þau í öllum fjölskyldum. Búast má við þeim mun fleiri tilvikum innan fjölskyldu eftir því sem hún er stærri og meðal...
Hvað eru örbylgjur?
Örbylgjur eru rafsegulbylgjur með lægri tíðni en sýnilegt ljós. Örbylgjur eru hluti af rafsegulrófinu en eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu? þá má í grófum dráttum skipta rafsegulrófinu niður á eftirfarandi hátt: Út...
Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar? Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar. Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameig...
Af hverju kúkar fólk?
Fólk kúkar eða hefur hægðir vegna þess að líkaminn getur ekki nýtt öll efnin sem eru í fæðunni og verður því að losa sig við þau. Því má líta á þetta sem lokastig meltingar. Þegar fæðumauk hefur verið í ristlinum í þrjá til tíu klukkutíma er það orðið að föstu eða hálfföstu efni vegna upptöku vatns úr maukinu. ...
Af hverju andar fólk í bíómyndum ofan í bréfpoka þegar það er stressað?
Öndunin sem spyrjandi vísar til nefnist oföndun (e. hyperventilation) en það hugtak er notað um óeðlilega mikla og hraða öndun. Þegar við oföndum berst meira koltvíildi frá okkur en þegar við öndum eðlilega. Koltvíildið sem við losum úr líkamanum við öndun verður til þegar frumur í líkamanum sundra lífrænum efnum ...
Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir?
Vísindavefurinn hefur margoft fengið spurningar um fæðingarbletti, hvernig og hvers vegna þeir myndist, hvort þeir hverfi, hvort þeir séu hættulegir og hvernig þeir tengist krabbameini, svo dæmi séu nefnd. Aðrir spyrjendur eru: Ásta Björnsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, Bryndís Halldórsdóttir, Halldóra Gunnardóttir, H...
Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?
James Lind (1716-1794) var merkur herlæknir sem fæddist í Edinborg í Skotlandi. Hann er helst þekktur fyrir að hafa fundið forvörn og lækningu við skyrbjúg (e. scurvy) en auk þess var hann mikill talsmaður almenns hreinlætis um borð í skipum breska sjóhersins. Á 16. öld var skyrbjúg lýst nákvæmlega og gefið nafn o...
Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?
Erfitt er að tilgreina einn sjúkdóm sem þann banvænasta, sérstaklega þar sem áhrif sjúkdóma á fólk fara mikið eftir heilsufarsástandi hvers og eins sem og aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að kvef getur dregið alnæmissjúkling til dauða en er aðeins minniháttar kvilli fyrir þá sem eru heilbrigðir a...
Ég sá í textavarpinu þann 29. maí að í næstu viku færi Venus fyrir sól miðað við jörð, líkt og um sólmyrkva væri að ræða. Hvaða fyrirbæri er hér á ferðinni?
Hér er um þvergöngu Venusar að ræða. Þverganga nefnist það þegar reikistjarna gengur þvert fyrir sólina frá jörðu séð. Slíkir atburðir eru frekar sjaldgæfir en þannig gengur Venus fyrir sólina á 105,5 eða 121,5 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili. Seinast gekk Venus fyrir sól árið 2004 og sást sú þverg...
Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?
Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt. Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæm...