Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju andar fólk í bíómyndum ofan í bréfpoka þegar það er stressað?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Öndunin sem spyrjandi vísar til nefnist oföndun (e. hyperventilation) en það hugtak er notað um óeðlilega mikla og hraða öndun. Þegar við oföndum berst meira koltvíildi frá okkur en þegar við öndum eðlilega. Koltvíildið sem við losum úr líkamanum við öndun verður til þegar frumur í líkamanum sundra lífrænum efnum til að fá úr þeim orku.

Við oföndun fellur styrkur koltvíildis í blóði. Hár styrkur koltvíildis í blóði hvetur svonefnt hemóglóbín til að losa súrefni til vefja líkamans, en þegar styrkur koltvíildis lækkar, eins og þegar menn ofanda, þá heldur hemóglóbínið í það súrefni sem það bindur og minna kemst af því til vefja líkamans. Fall á styrk koltvíildis hefur einnig þau áhrif að æðar sem flytja blóð til heilans og útlima dragast saman og minna blóð berst þangað en ella. Allt þetta getur meðal annars valdið svima og öðrum einkennum sem fylgja oföndun.

Einfalt ráð við þessu er að anda inn í bréfpoka. Koltvíildið sem menn anda frá sér fer þá í bréfpokann og aftur inn í líkamann við innöndum. Þá hækkar styrkur koltvíildis í líkamanum og meira súrefni kemst til vefja líkamans og öndun kemst smám saman í jafnvægi.

Einfalt ráð við oföndum er að anda í bréfpoka. Ekki er þó lengur mælt með því ráði. Hreyfimyndin er úr gamanþáttaröðinni The Big Bang Theory.

Lengi vel var mælt með þessu ráði en svo er ekki lengur. Ástæðan er ekki sú að það gagnist ekki þeim sem lenda í oföndum af völdum kvíða, heldur getur oföndun verið merki um hættulega sjúkdóma eins og hjartaáfall eða astmakast. Aukin innöndum á koltvíildi hjá manni sem ofandar vegna alvarlegra sjúkdóma gæti auðveldlega valdið dauða. Einnig er hætta á því að þeir sem anda ofan í bréfpoka verði fyrir súrefnisskorti (e. hypoxia).

En af hverju tekur fólk í bíómyndum og sjónvarpsþáttum þá upp á þessu? Fyrir því eru aðallega þrjá ástæður.

Sú fyrsta er einfaldlega sú að margar bíómyndir þar sem fólk í kvíðakasti andar ofan í bréfpoka eru gerðar á þeim tíma þegar öndun í bréfpoka var talin fullkomlega eðlileg aðferð til að vinna á oföndun.

Í öðru lagi er ekki endilega tekið mið af nýjustu þekkingu í læknisfræði í nýlegum bíómyndum, það er til dæmis ekki óalgengt að sjá fólk reykja í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum þrátt fyrir alla vitneskju nútíma læknisfræði um skaðsemi reykinga.

Þriðja ástæðan er svo sú að kvikmyndir og sjónvarpsþættir fjalla oft um fólk sem kemst í tilfinningalegt uppnám. Oföndun getur verið ágæt leið til sýna ytri einkenni uppnámsins og kvíðakastsins á dramtískan hátt. Svo má líka nefna að andstæður og þverstæður af ýmsu tagi eru ævafornt stílbragð í listum. Einstaklingur í uppnámi sem nær varla andanum en tekur upp á því að anda ofan í bréfpoka er ágætt dæmi um þess háttar listrænt stílbragð. Það er áhrifamikil þversögn að sjá mann sem virðist vera að kafna anda ofan í brúnan bréfpoka!

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.3.2019

Síðast uppfært

26.3.2019

Spyrjandi

Hrafnhildur Jóna Hjartardóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju andar fólk í bíómyndum ofan í bréfpoka þegar það er stressað?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2019, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52446.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2019, 22. mars). Af hverju andar fólk í bíómyndum ofan í bréfpoka þegar það er stressað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52446

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju andar fólk í bíómyndum ofan í bréfpoka þegar það er stressað?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2019. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52446>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju andar fólk í bíómyndum ofan í bréfpoka þegar það er stressað?
Öndunin sem spyrjandi vísar til nefnist oföndun (e. hyperventilation) en það hugtak er notað um óeðlilega mikla og hraða öndun. Þegar við oföndum berst meira koltvíildi frá okkur en þegar við öndum eðlilega. Koltvíildið sem við losum úr líkamanum við öndun verður til þegar frumur í líkamanum sundra lífrænum efnum til að fá úr þeim orku.

Við oföndun fellur styrkur koltvíildis í blóði. Hár styrkur koltvíildis í blóði hvetur svonefnt hemóglóbín til að losa súrefni til vefja líkamans, en þegar styrkur koltvíildis lækkar, eins og þegar menn ofanda, þá heldur hemóglóbínið í það súrefni sem það bindur og minna kemst af því til vefja líkamans. Fall á styrk koltvíildis hefur einnig þau áhrif að æðar sem flytja blóð til heilans og útlima dragast saman og minna blóð berst þangað en ella. Allt þetta getur meðal annars valdið svima og öðrum einkennum sem fylgja oföndun.

Einfalt ráð við þessu er að anda inn í bréfpoka. Koltvíildið sem menn anda frá sér fer þá í bréfpokann og aftur inn í líkamann við innöndum. Þá hækkar styrkur koltvíildis í líkamanum og meira súrefni kemst til vefja líkamans og öndun kemst smám saman í jafnvægi.

Einfalt ráð við oföndum er að anda í bréfpoka. Ekki er þó lengur mælt með því ráði. Hreyfimyndin er úr gamanþáttaröðinni The Big Bang Theory.

Lengi vel var mælt með þessu ráði en svo er ekki lengur. Ástæðan er ekki sú að það gagnist ekki þeim sem lenda í oföndum af völdum kvíða, heldur getur oföndun verið merki um hættulega sjúkdóma eins og hjartaáfall eða astmakast. Aukin innöndum á koltvíildi hjá manni sem ofandar vegna alvarlegra sjúkdóma gæti auðveldlega valdið dauða. Einnig er hætta á því að þeir sem anda ofan í bréfpoka verði fyrir súrefnisskorti (e. hypoxia).

En af hverju tekur fólk í bíómyndum og sjónvarpsþáttum þá upp á þessu? Fyrir því eru aðallega þrjá ástæður.

Sú fyrsta er einfaldlega sú að margar bíómyndir þar sem fólk í kvíðakasti andar ofan í bréfpoka eru gerðar á þeim tíma þegar öndun í bréfpoka var talin fullkomlega eðlileg aðferð til að vinna á oföndun.

Í öðru lagi er ekki endilega tekið mið af nýjustu þekkingu í læknisfræði í nýlegum bíómyndum, það er til dæmis ekki óalgengt að sjá fólk reykja í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum þrátt fyrir alla vitneskju nútíma læknisfræði um skaðsemi reykinga.

Þriðja ástæðan er svo sú að kvikmyndir og sjónvarpsþættir fjalla oft um fólk sem kemst í tilfinningalegt uppnám. Oföndun getur verið ágæt leið til sýna ytri einkenni uppnámsins og kvíðakastsins á dramtískan hátt. Svo má líka nefna að andstæður og þverstæður af ýmsu tagi eru ævafornt stílbragð í listum. Einstaklingur í uppnámi sem nær varla andanum en tekur upp á því að anda ofan í bréfpoka er ágætt dæmi um þess háttar listrænt stílbragð. Það er áhrifamikil þversögn að sjá mann sem virðist vera að kafna anda ofan í brúnan bréfpoka!

Heimildir:

Mynd:

...