Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...

category-iconLögfræði

Eru virkilega enn í gildi lög um réttdræpi Tyrkja á Íslandi?

Það er hugsanlegt að í kjölfar Tyrkjaránsins árið 1627 hafi verið gefin út tilskipun eða lög um einhvers konar varnarviðbrögð. Undirritaðri og þeim sögugrúskurum sem hún bar málið undir, er ekki kunnugt um lög af þessu tagi. Á þjóðdeild Landsbókasafnsins er hægt að hafa uppi á tilskipunum frá fyrri hluta 17. alda...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er bell hooks og hvert er framlag hennar til femínisma?

bell hooks, skírð Gloria Jean Watkins, tók nafn ömmu sinnar í virðingarskyni við hana og móður sína og einnig sem svar við nýrri femínískri sjálfsmynd. Nafnið skrifar hooks með litlum stöfum af því að hún telur meiru skipta hvað hún skrifar en hver hún sé1. hooks er fædd árið 1952 og starfar sem prófessor við ...

category-iconSálfræði

Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?

Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er best að kenna venjulegum páfagauki að tala?

Hér eru góð ráð til þess að fá páfagauk til að tala: Best er að byrja á að segja „Góðan daginn“ á hverjum morgni við gaukinn þegar hann er 4-6 mánaða gamall. Mundu samt að sumir páfagaukar eru fljótari en aðrir að byrja að tala. Haltu fuglinum að munninum þínum þegar þú kennir honum að tala svo að þú fáir athy...

category-iconFélagsvísindi

Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt?

Skattar eru lagðir á með lögum sem sett eru af stjórnmálamönnum og rökstuðningurinn fyrir tilteknum skatti þarf ekki að vera annar en að það sé meirihluti fyrir honum á löggjafarþinginu. Það er þó hægt að tína til ýmsa kosti og galla við mismunandi skatta með hagfræðilegri greiningu og niðurstöður úr slíkri vinnu ...

category-iconVísindavefur

Er hægt að hlaupa hraðar aftur á bak en áfram?

Við vitum ekki svarið við þessari spurningu en fjölmargir vísindamenn vinna að því að rannsaka þetta áhugaverða og mikilvæga efni. Háskóli Íslands hefur sem kunnugt er í hyggju að komast í röð fremstu háskóla í heiminum á næstu árum og það hefur verið ljóst frá upphafi að leiðin að því markmiði er fyrst og fremst ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?

Finnur Friðriksson er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga. Finnur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar sem námsgreinar og kennslutungu í skólakerfinu og viðhorf ne...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?

Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?

Minnsta fuglategund í heimi er af ætt kólibrífugla (Trochilidae), en hún telur um 320 tegundir. Tegundin nefnist hunangsbríinn (Mellisuga helenae, e. bee hummingbird) og lifir hún aðeins á austurhluta Kúbu og smárri eyju sem nefnist Pines. Fugl þessi er aðeins um 5,5 cm á lengd, en goggurinn og stélið er um helmin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig dýr eru sæapar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvernig dýr eru sæapar eða "seamonkeys" og hvar lifa þau? Dýr það sem á ensku nefnist Sea-Monkey mætti kannski kalla sæapa á íslensku. Um er að ræða ræktað afbrigði af saltkefa (Artemia salina), en það er smávaxið krabbadýr af ættbálki tálknfætlna (Branchiopoda) og ættkvísl s...

category-iconNæringarfræði

Skyr, AB-mjólk, grísk jógurt og önnur jógúrt, hver er munurinn?

Skyr, grísk jógúrt, AB-mjólk og önnur jógúrt eiga það sameiginlegt að vera ferskar sýrðar mjólkurafurðir. Skyr er frábrugðið hinum afurðunum að því leyti að það telst vera ferskostur, líkt og kvarg og rjómaostur, meðan hinar tegundirnar flokkast sem hefðbundnar sýrðar mjólkurafurðir. Ýmsar tegundir skyrs innihalda...

category-iconLífvísindi: almennt

Er breska afbrigðið af veirunni sem veldur COVID-19 hættulegt?

Öll spurningin var: Hvað er vitað um breska afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og er það hættulegt?[1] Þann 14. desember 2020 lýsti Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, því yfir að nýtt afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 hefði fundist og að gögn bendi til þess að það smitist mun hraðar en eldri...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?

Lundúnabruninn mikli (e. The Great Fire of London) var stórbruni sem gekk yfir Lundúnaborg frá og með sunnudeginum 2. september 1666 til miðvikudagsins 5. september 1666. Bruninn náði að eyða nær allri gömlu borginni innan rómverska borgarmúrsins. Það er sá hluti Lundúna sem kallast „Borgin“ (e. City) sem brann...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Telja vísindamenn að það geri eitthvað gagn að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Ef svo er, hvenær er þá best að „rúlla“? Á síðustu árum hefur það að „rúlla“ vöðva átt verulegum vinsældum að fagna meðal almennings og þá sérstaklega íþróttamanna sem lýsa því að aðferðin minnki þreyt...

Fleiri niðurstöður