Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er munurinn á flensu og COVID-19?
Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...
Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur?
Já, að vissum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur gefið hluta lifrar sinnar til annarrar manneskju með skemmda lifur. Þessi skilyrði eru að vera á aldrinum 18-60 ára, vera í blóðflokki sem hæfir blóðflokki lifrarþegans og vera jafnstór eða stærri en þeginn. Hvað mestu máli skiptir er þó að lifrargjafi sé hrau...
Gæti ebóla orðið að heimsfaraldri á Vesturlöndum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að ebóla dreifist út fyrir Afríku, meira en einstök tilfelli, og þurfum við að hafa áhyggjur af því að sjúkdómurinn berist til Íslands? Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Vestur-Afríku hefur, þegar þetta er skrifað um miðjan október 2014, sýkt um 8600 manns ...
Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?
Kortið hér að neðan sýnir Gondvana (áður Gondvanaland), en svo eru nefnd meginlönd suðurhvels sem mynduðu eina heild frá 510 til 180 milljón árum – nefnilega nánast frá upphafi fornlífsaldar til miðrar miðlífsaldar (sjá jarðfræðitöfluna hér fyrir neðan). Meginlönd norðurhvels mynduðu Lárasíu, og um skeið, frá upph...
Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó?
Allar hreyfingar líkamans krefjast orku. Það að tyggja tyggjó er engin undantekning. Nýlega birtist í tímaritinu New England Journal of Medicine grein sem fjallar um orkunotkun við að tyggja tyggigúmmí. Þar kemur fram að þessi notkun sé um 11 he/klst (hitaeiningar á klukkustund). Ef fólk tyggði allan liðlang...
Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?
Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika. Haldið fyrir eyr...
Er hægt að lýsa hvaða ferli sem er með stærðfræðijöfnu?
Svarið er bæði já og nei, meðal annars eftir því hvaða skilningur er lagður í orðin "lýsing með stærðfræðijöfnu". Eitt af markmiðum stærðfræðinnar er að leggja öðrum vísindagreinum til tæki til reikninga (í víðasta skilningi) um hvaðeina sem menn kunna að vilja beita "reikningum" á, þar á meðal til að lýsa breytin...
Er hægt að kljúfa vatn með öðrum hætti en rafmagni?
Já, vatn má til dæmis kljúfa í jónir með öflugu oxunar/andoxunarhvarfi. Dæmi um slíkt er hvarf natrínmálms við vatn, en natrín er líkt og aðrir alkalímálmar afar öflugt andoxunarefni og hvarfast mjög hratt komist það í snertingu við vatn, samkvæmt eftirfarandi hvarfi: 2Na + 2H2O → 2Na+ + 2OH- + H2 Hér ...
Er íslenska hestakynið hið eina í heiminum með 5 gangtegundir?
Íslenski hesturinn er ekki eina hestakynið sem býr yfir fimm gangtegundum. Nokkur önnur hestakyn hafa svipaða gangeiginleika og er þau aðallega að finna í Suður-Ameríku. Það sem er sérstakt fyrir íslenska hestinn er að allar gangtegundirnar eru þjálfaðar í einum og sama hestinum. Knapinn getur stjórnað því á hvaða...
Hvort eru fleiri tegundir af fiskum með brjósk eða bein?
Mun fleiri tegundir beinfiska (Osteichthyes) en brjóskfiska (Chondrichithyes) eru þekktar í dag í ám, vötnum og heimshöfum jarðarinnar. Rúmlega 20.000 tegundum beinfiska hefur verið lýst en í kringum 800 tegundum brjóskfiska. Beinfiskar eru í raun langstærsti hópur hryggdýra, en næst koma fuglar með um 9.000 tegun...
Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?
Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...
Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?
Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvís...
Hvaða mannvirki á jörðinni sjást með berum augum úr geimnum?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu? sést Kínamúrinn ekki með berum augum frá tunglinu. Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið sagðist ekki hafa séð múrinn frá tunglinu. En Kínamúrinn sést engu að síður úr geimnum. Geimfarar sem e...
Af hverju stafar vefjagigt og hvað eru margir með sjúkdóminn?
Vefjagigt er erfitt fyrirbæri sem dálítið skiptar skoðanir eru um. Vefjagigt (fibromyalgia) tengist síþreytu (chronic fatigue syndrome), sum einkennin eru þau sömu og erfitt getur verið að greina á milli þessara sjúkdóma. Sumir telja þessa sjúkdóma stafa af einhverju sjúkdómsferli í bandvef og vöðvum en aðrir telj...
Hvers vegna eru dansleikir auglýstir með aldurstakmarki en ekki aldurslágmarki?
Orðin aldurstakmark og aldurslágmark eru notuð á misjafna vegu. Aldurstakmark er það mark sem aldurinn setur, bæði hámark og lágmark. Þegar talað er um aldurslágmark er átt við lægsta aldur, sem til greina kemur í einhverju tilviki, en aldurshámark þann hæsta. Þegar auglýst er að aldurslágmark á dansleik sé við 16...