Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?
Þjóðaríþrótt Argentínumanna er hestaíþróttin pató, á íslensku önd. Markmið keppninnar er að ná „öndinni“, bolta með sex handföngum á, og kasta henni í mark andstæðingsins. Markið er lóðréttur hringur sem minnir á körfuboltahring. Í hvoru liði eru fjórir knapar sem vinna saman að því að koma boltaunum í netið. Í l...
Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég þarf að vita hvað frjáls vilji og löghyggja er?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég er í Framhaldskólanum á Hornafirði og er að læra sálfræði en mig vantar að vita hvað er frjáls vilji og hvað er löghyggja, kær kveðja Tinna Mirjam Reynisdóttir Já, við viljum endilega reyna að hjálpa þér að skilja þessi hugtök. Löghy...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað?
Hrund Ólöf Andradóttir er prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að eðlisfræðilegum ferlum sem stuðla að dreifingu og örlögum efna í lofti og legi. Hrund hefur rannsakað virkni blágrænna ofanvatnslausna, eins og settjarna og gróðurþaka, sem miðla og hreinsa v...
Hvort er betra að skrifa kórónaveira eða kórónuveira?
Orðanefnd lækna hefur nýlega samþykkt að taka upp heitið kórónuveira fyrir þá fjölskyldu veira sem kallast á ensku coronavirus (ft. coronaviruses) en eldra heiti á henni var kransveira (Íðorðasafn lækna 1986). Heitið vísar í byggingu veirunnar en hún er hringlaga og út úr henni standa oddar og það minnir á kórónu....
Ég veit um tvo punkta (2;5) og (6;7). Get ég fundið beina línu gegnum punktana út frá þeim upplýsingum?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Ég veit um tvo punkta (2;5) og (6;7). Get ég fundið út y = x/2 jöfnu út frá þeim upplýsingum?Eitthvað hefur skolast til í spurningunni þannig að ekki er hægt að svara henni skýrt eins og hún liggur fyrir. Við höfum því breytt henni á þann veg sem spyrjandi kann að hafa haft ...
Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?
Fæða er líkamanum nauðsynleg af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hún eldsneyti þar sem hún gefur frumum þá orku sem þarf til að framkvæma efnabreytingar og knýja líkamsstarfsemi eins og vöðvasamdrátt, flutning taugaboða, efnaseyti og efnaupptöku. Í öðru lagi er fæða hráefni því að í henni eru alls kyns nærin...
Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hver er stærsta þekkta frumtalan?
Frumtölur eru þær náttúrlegu tölur sem eru aðeins deilanlegar með 1 og sjálfri sér. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7 og 11. Þegar þetta er skrifað er stærsta þekkta frumtalan talan 232.582.657 - 1 og til að skrifa hana út í tugakerfinu þarf tæpa 10 milljón tölustafi. Það var staðfest að þessi tala væri frumtal...
Hvað er herma og hvernig er hægt að brjóta gler með henni?
Herma (e. resonance) er það kallað þegar hlutur er sérstaklega næmur fyrir sveiflum sem eru á þröngu tíðnibili og svarar þeim á einhvern tiltekinn hátt. Ef lesandinn tekur sér í hönd lóð í bandi eða bara ílangan hlut og lætur hann sveiflast með því að hreyfa höndina, þá sér hann fljótt að stærð sveiflunnar er alge...
Hvað gerði William Wallace?
Sir William Wallace er skosk þjóðhetja sem barðist gegn enskum yfirráðum í Skotlandi fyrir og um aldamótin 1300. Vitneskja um afrek William Wallace hefur mikið til varðveist í hetjuljóði eftir mann sem kallaður var Blindi Harry (um 1440-1492). Ljóðabálkurinn, sem heitir The Actes and Deidis of the Illustre and Val...
Gáfu skólanum verðlaunin sín
Þriðji viðkomustaður Háskólalestarinnar árið 2016 var Stykkishólmur. Á Hótel Stykkishólmi var haldin vísindaveisla laugardaginn 21. maí og þar gátu Hólmarar og aðrir gestir kynnst ýmsum undrum eðlisfræðinnar, búið til japanskt órigamí, skoðað steinasafn lestarinnar og fræðst um hvali, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ge...
Hver er skilgreiningin á samfélagsbanka, hlutverki hans og þjónustu við samfélagið?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég sá sérstætt ísfyrirbrigði á mynd í gær, hringlaga skífur, þar sem brúnirnar virtust heldur þykkari en miðjan. Þetta var á reki í á sem rennur úr Meðalfellsvatni 11. nóvember, þar sem nokkrir félagar úr Fókusklúbbi áhugaljósmyndara voru á ferð. Einn maður viðstaddur myndasýn...
Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?
Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...
Er til svokallað álfamál?
Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjal...