Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9410 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Einfalda svarið er líklega: „það fer eftir aðstæðum“, en hvaða aðstæður spila stærstan þátt, og hvert er heimsmetið í hraunrennsli í kílómetrum talið? Hversu langt hraun getur flætt áður en það storknar fer eftir „efnum ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvenær fréttu Íslendingar fyrst af afstæðiskenningu Einsteins?

Árið 1913 var í fyrsta sinn fjallað um takmörkuðu afstæðiskenninguna hér á landi. Það var í greininni „Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins“ eftir Ólaf Dan Daníelsson stærðfræðing, sem birtist í tímaritinu Skírni.[1] Ólafur ræðir þar bæði um heimspekilegar undirstöður rúmfræðinnar og afstæðiskenninguna, án þess þó að mi...

category-iconEfnafræði

Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...

category-iconHugvísindi

Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?

Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...

category-iconTrúarbrögð

Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?

Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Jósef Stalín?

Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...

category-iconFélagsvísindi

Hversu lengi getur hækkun á hlutabréfum fyrirtækja haldið áfram? Endar ekki með því að eitthvað springur?

Það er út af fyrir sig ekkert því til fyrirstöðu að hlutabréfaverð haldi áfram að þróast svipað og það hefur gert undanfarin ár, lækka suma daga en hækka aðra og hækki smátt og smátt þegar til langs tíma er litið. Söguleg reynsla sýnir að hlutabréf geta hækkað í verði smátt og smátt áratugum saman og ekkert bendir...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað orsakar beinþynningu?

Beinþynning er sjúkdómur sem hrjáir einkum konur (um 80% eru konur). Beinmassi kvenna nær hámarki nálægt 30-35 ára aldri, fer hægt minnkandi eftir það en nálægt tíðahvörfum verður hreinlega hrun á beinum sumra kvenna sem geta tapað 20-30% beinmassans á örfáum árum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar með ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?

Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast regnboginn?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Regnbogar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hvers vegna spanna þeir mismargar gráður? (Sveinn Guðmarsson) Af hverju er regnbogi bogalaga? (Sveinn Birkir Björnsson) Af hverju er regnboginn "bogi"? Af hverju er hann til dæmis ekki kassalaga eða spírall? (Kjartan Gunn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að sjá eitt atóm eða eina rafeind?

Þessi spurning er í aðra röndina heimspekilegs eðlis; hún snýst að hluta um merkingu þess „að sjá“. Auk þess koma hér við sögu mjög nýlegar framfarir í vísindum og tækni og sú þróun heldur stöðugt áfram. Þess vegna er viðbúið að svör sérfræðinga geti orðið mismunandi og einnig breytileg með tímanum. Fyrri spurn...

category-iconLandafræði

Hver er stærsta eyjan við Ísland?

Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...

category-iconLandafræði

Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?

Hér er einnig svar við spurningunum:Geturðu sagt mér eitthvað um bauganet jarðar og tímabeltin?Hver er ástæða þess að núll-lengdarbaugurinn er þar sem hann er en ekki á einhverjum öðrum stað?Bauganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er Santería?

Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan er íshokkí upprunnið?

Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...

Fleiri niðurstöður