Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 988 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hverju lifa hettumávsungar?

Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri. Algengast er að he...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við bræðurnir lentum í rifrildi um hvort íslenski hákarlinn sé í útrýmingarhættu. Við viljum að þið hafið lokaorðið og segið okkur hvort svo sé.

Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland? Kunnasta tegundin ber latneska heitið Somniosus microcephalus og heitir einfaldlega hákarl á íslensku en gengur einnig undir heitinu grænlandshákar...

category-iconLandafræði

Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám?

Í dag eru aðeins tvö ríki í heiminum þar sem fólksfjöldi nær einum milljarði. Kínverjar eru rúmlega 1,3 milljarðar og Indverjar rúmlega 1,2 milljarðar. Spár gera ekki ráð fyrir að nokkurt annað ríki nái að fagna milljarðasta íbúanum. Aðeins tvö lönd falla í flokk þeirra sem hafa fleiri en einn milljarð íbúa og ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng?

Á jörðinni er lofthjúpur, en það er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en inniheldur líka aðrar gastegundir. Þar sem súrefni og nitur eru litlaus gös við venjulegt hitastig sjáum við þau ekki beinlínis hreyfast. En við finnum fyrir þeim þegar vindur blæs...

category-iconHugvísindi

Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar?

Það er rétt rúmlega ein öld síðan síðast varð dauðsfall á Íslandi í tengslum við jarðskjálfta. Norrænir landnámsmenn sem komu til Íslands fyrir meira en þúsund árum, hafa án efa upplifað meiri óróa og líf í jörðinni hér á landi en í fyrri heimkynnum sínum. Í gegnum aldirnar er þráfaldlega greint frá skjálftum þ...

category-iconLandafræði

Hvernig er land skilgreint, er Ísland land eða bara eyja?

Í Íslenskri orðabók er að finna nokkrar skýringar á orðinu land. Það merkir til dæmis 'þurrlendi, ríki og landsvæði'. Nánar má lesa um það í orðabókum. Allar eyjur, þar með talið Ísland, eru land þegar orðið er notað í merkingunni þurrlendi enda er ein skilgreining á eyju „umflotið land“. Þegar orðið land er hi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?

Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504): krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Túlkun í orðasamhengi: "vilji leigutaki selja eignir sínar á lóðinni, á leigusali forkaupsrétt að öðru jöfnu" Spurningin er: hvað þýðir í þessu tilfelli og eflaust öðrum: "að öðru jöfnu"? Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'. Orð...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að græða hálfbrotnar greinar aftur á tré?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er hægt að græða aftur brotna grein á tré, er með keisaraösp sem er með grein sem klofnaði frá í vetur en er ekki alveg brotin? Oft gerist það á veturna þegar snjóþyngsli eru mikil að greinar trjáa svigna undan þunganum og geta hreinlega rifnað niður eftir stofninum. Af þess...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er stærðfræðitáknið e og hvaða tölu stendur það fyrir?

Táknið $e$ stendur fyrir tölu sem byrjar svona: $e = 2,71828182845904523536028...$Aukastafarunan heldur áfram án nokkurrar reglu á sama hátt og aukastafir tölunnar \(\pi\) (pí). Raunar eru tölurnar \(e\) og \(\pi\) oft flokkaðar saman og taldar til torræðra (e. transcendental) talna. Tölurnar \(e\) og \(\pi\) e...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er saga rappsins?

Rappið hefur alltaf verið til. Þegar Guð talaði við Adam, Móses og alla spámennina rappaði hann, það gerði Shakespeare líka, hann rappaði og rímaði. Rappið hefur þess vegna alltaf verið til. Þannig hljóðar skilgreining eins af frumkvöðlum rappsins, Afrika Bambaataa, á fyrirbærinu. Hér verður þó notuð þrengri skil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mætti ég fá að vita sem allra mest um afríska villihundinn?

Fyrr á tímum náði útbreiðsla afríska villihundsins (Lycaon pictus) um alla Afríku utan þétts skóglendis og eyðimarka. Í dag takmarkast útbreiðsla hans aðallega við lönd í suðurhluta álfunnar, Namibíu, Botsvana, Mósambík, Zimbabwe, Svasíland og Suður-Afríku. Afríski villihundurinn er meðalstórt rándýr, á bilin...

category-iconHagfræði

Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?

Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?

Rafretta er rafhlöðuknúið úðatæki sem líkir eftir sígarettureykingum. Hún er í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvahylki og skammtahólfi. Vökvinn samanstendur af própýlen glýkóli og/eða glýseróli (sem eru þekkt aukaefni í matvörum) og bragðefnum, með eða án nikótíns sem hægt er að fá allt f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er dverghnísan í útrýmingarhættu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um vaquita-hvalinn? Hvers vegna eru þeir í hættu? Dverghnísa (Phocoena sinus, vaquita á ensku, komið úr spænsku og merkir lítil kýr) er ein fjögurra tegunda núlifandi hnísa. Þetta er afar sjaldgæf tegund sem er einlend nyrst í Kaliforníuflóa. Tegundi...

Fleiri niðurstöður