Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 416 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ég bý í Grafarvogi og sé ljós í Breiðholti og víðar titra og flökta. Hvers vegna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég bý í Grafarvoginum á 5. hæð í blokk. Í heiðskíru veðri sé ég ljós í Breiðholtinu og víðar. Mig langar að vita hvers vegna ég sé ljós, sem eru lengst í burtu, titra eða flökta. Það er líka misjafnt hvort þetta sé snemma morguns eða seint á kvöldin. Mest er þetta áberandi í köl...

category-iconEfnafræði

Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ryðga málmar í frosti?

Já, járn ryðgar í frosti ef loftið er rakt, þó hægar en í hlýrra veðri. Ryðmyndun er efnahvarf og þau verða örari eftir því sem hitinn er meiri. Fljótandi vatn eða raka í lofti þarf til ryðmyndunar og því dregur úr henni þegar vatnið frýs Það sem við köllum frost miðast við hitastigið þar sem vatn frýs. Við köllum...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ensím?

Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Það er kallað efnahvörf þegar frumefni eða efnasambönd breytast í önnur, til dæmis: A -> B, það er að segja að efnin A breytast í efnin B. Orðið hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru salerni oftast úr postulíni?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hver fann upp postulínið og úr hverju er það?Postulín er ekki ýkja gömul uppfinning en talið er að það hafi fyrst verið framleitt í Kína á valdatíma Tangættarinnar (618-907). Líklegt þykir að það hafi fengið á sig það form sem þekktast er á Vesturlöndum meðan hin mongólska Yuanætt...

category-iconLandafræði

Úr hvaða jökli kemur Þjórsá?

Hefð er fyrir því á Íslandi að greina ár og læki í lindár, dragár og jökulár eftir uppruna þeirra. Í bók sinni Myndun og mótun lands útskýrir Þorleifur Einarsson ágætlega muninn á ám í þessum þremur flokkum:Dragár eru bundnar við svæði með fremur þéttum berggrunni ... Dragár eiga sér tíðum engin glögg upptök. Þær ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er veggjatítla?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?

Hvergi á jörðinni er jafn illskeytt veðrátta og á Suðurskautslandinu. Dýralíf á þessum slóðum er því afar fábrotið í samanburði við önnur meginlönd. Suðurskautslandið liggur nær allt sunnan við syðri heimskautsbaug þar sem frostið yfir veturinn getur farið allt niður í -80°C og vindhraðinn getur orðið allt að 300 ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?

Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mö...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla?

Stutta svarið er já, það er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla og það er oft gert, eins og fjallað verður um nánar hér að neðan. Ef fanga á ljóseind milli tveggja spegla þarf ljóseindin á einhvern hátt að komast inn á milli speglanna. Hún gæti komið utan frá, ef að minnsta kosti annar speglanna hefur m...

category-iconEfnafræði

Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?

Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. ...

category-iconLæknisfræði

Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann? Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat™) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru pólskipti?

Með orðinu pólskipti er oft átt við það þegar segulskaut jarðar flytjast á milli hinna landfræðilegu skauta hennar. Jörðin er nokkurnveginn kúlulaga, og er geisli (radíus) hennar um 6400 km. Innri hluti hennar, með geislann um 3500 km, er að mestu úr bráðnu efni. Með samanburði við samsetningu loftsteina er lík...

category-iconEfnafræði

Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?

Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að útrýma veggjalús úr sumarbústað með því að yfirgefa hann í eitt ár?

Upprunalega spurningin var: Hvað lifa veggjalýs lengi í sumarbústað þar sem enginn gistir í amk. eitt ár? Veggjalýs (Cimex lectularius) eru meðal hvimleiðustu skordýra sem fólk getur fengið inn á heimili sín. Veggjalýs hafa fylgt mannfólkinu í árþúsundir og eru enn skæð meindýr á heimilum nútímamanna. Á Ísl...

Fleiri niðurstöður