Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3378 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Dóu Vestur-Íslendingar í skotgröfum fyrri heimstyrjaldarinnar?

Svarið við spurningunni er já. Allmargir Vestur-Íslendingar dóu í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar, allir á vesturvígstöðvunum í Belgíu og Norður-Frakklandi. Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og henni lauk 11. nóvember 1918. Upplýsingar eru til um 1.245 Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stríðinu. A...

category-iconHagfræði

Hvað eru skattaskjól og hvenær urðu þau til?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvernig bý ég til aflandsfélag í skattaskjóli án þess að nokkur komist að því? Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegar skattaparadísir? Á síðustu áratugum hefur heimurinn skroppið saman í eitt markaðssvæði. Fyrirtæki, sem áður einskorðuðu starfsemi sína við eitt þjóð...

category-iconBókmenntir og listir

Á hvaða plánetu gerist Star Wars?

Eins og kemur fram í upphafi hverrar kvikmyndar í Stjörnustríðsflokknum (e. Star Wars) segja þær sögu sem gerðist fyrir löngu síðan, í órafjarlægri vetrarbraut („A long time ago in a galaxy far, far away“). Þessi vetrarbraut, sólkerfi hennar og reikistjörnur eru þó ekki byggð á raunverulegum fyrirbærum...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?

Gosbeltið á Reykjanesskaga er sniðreksbelti, það er að segja í senn þverbrota- og gliðnunarbelti. Stefna þess er 70-80 gráður austur, en það sveigir til norðaustlægari stefnu allra vestast. Þarna munar 25-35 gráðum frá rekstefnu. Þáttur þverbrotabeltisins kemur fram í norður-suður sniðgengjum með hægri hliðrun.[1]...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?

Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru einhverjar vísbendingar um að nýja kórónuveiran sé að veikjast og verða minna sýkingarhæf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir að kórónuveiran sé að veikjast sem hver étur upp eftir öðrum í fjölmiðlum? Eru einhverjar vísbendingar um að hún hafi stökkbreyst í þá átt að verða minna sýkingarhæf? Er kannski verið að tala um að með hlýnandi veðri er mögulega smitmagn minna? Á upplýsingafundi Alm...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað finnst almenningi um sóttvarnaraðgerðir?

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif út um allan heim og þrátt fyrir að við séum öll að berjast við sömu veiruna hafa viðbrögð stjórnvalda verið ólík. Hér á Íslandi hafa aðgerðirnar verið vægar í samanburði við önnur lönd, eins og til dæmis Danmörku og Bretland þar sem útgöngubann var sett á íbúa. Eftir kórónuv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ættina Arvicolinae sem ég held að heiti stúfmýs?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað getið þið sagt mér um ætt sem ég held að heiti stúfmýs á íslensku: Arvicolinae. Þekki bara læmingja af tegundunum en hvað heita dýrin vole og muskrat á íslensku? Gúggl með krókaleiðum gefur eina niðurstöðu um vole, vatnastúfa. Arvicolinae er ein af fimm undirættum na...

category-iconLæknisfræði

Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19? er fjallað á almennan hátt um ætlaða gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19. Lesendum er bent á að lesa það svar einnig. Hér verður farið nánar út í þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til þessa á ivermerctin og COVI...

category-iconLæknisfræði

Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?

Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist hér á landi og annars staðar ef eldgos hefjast á Yellowstone-svæðinu?

Þetta er áhugaverð en erfið spurning. Í fyrsta lagi er það skilgreiningaratriði hvað telst „byggilegt“ og hvað ekki, í öðru lagi vita menn ekki gjörla hvað veldur ísöldum, og í þriðja lagi hefur enginn maður orðið vitni að eldgosi af því tagi sem gæti einhvern tíma orðið í Yellowstone. Ástæðan fyrir spurningunn...

category-iconTrúarbrögð

Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?

Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það?

Margir telja að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið sú fyrsta sem stóð undir nafninu tölva. Hún var smíðuð við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun árið 1946. Vinnslugeta hennar var á við lítinn vasareikni. Að baki því sem í dag heitir tölva liggur aldalöng þróun og ótal uppfinninga...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að lækna nærsýni og sjónskekkju með skurðaðgerð?

Framfarir í augnlækningum hafa verið gríðarlegar á undanförnum árum. Eitt af því nýstárlegasta sem fram hefur komið á síðustu áratugum eru aðgerðir við sjónlagsgöllum, það er að segja nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Þessar aðgerðir voru þróaðar á síðustu áratugum tuttugustu aldar og hafa náð gríðarlegum vinsældu...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?

Flestir sem eru heyrnarlausir tala táknmál og líta á það sem sitt móðurmál. Táknmál er myndað með hreyfingum handa, höfuðs og líkama, með svipbrigðum, munn- og augnhreyfingum. Í táknmáli fær augnsambandið aukið mikilvægi því að í samskiptum á táknmáli verður alltaf að halda augnsambandi við viðmælandann. Svipbrigð...

Fleiri niðurstöður