Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5294 svör fundust
Hvað eru nútímahraun?
Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...
Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu?
Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi okkur. Það er að finna á tveimur stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Fjallræðu Jesú í Matteusarguðspjalli, 6. kapitula, 9.-13. versi og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapitula, 2.-4. versi. Útgáfan í Fjallræðunni er sú sem er okkur töm. Þar kemur Faðir vor á efti...
Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í sögunni?
Hugtökin einhyggja og tvíhyggja hafa verið notuð til að flokka heimspekilegar kenningar. Þær sem gera ráð fyrir að veruleikinn sé tvískiptur með einhverjum afgerandi hætti, þannig að um hina tvo hluta hans gildi gerólík lögmál, eru kenndar við tvíhyggju og þær sem hafna slíkri tvískiptingu eru einhyggjukenningar. ...
Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?
Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp: 1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það? Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsféla...
Hvernig flokkast hvíthákarlinn?
Fáar ef einhverjar tegundir sjávardýra eru hjúpaðar jafnmikilli dulúð, goðsögnum og ævintýrablæ og hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias). Það er líklega að miklu leyti komið til vegna stærðar hans og vegna þess hve hann er mikill einfari. Eins og komið er fyrir tegundinni í dag eru hins vegar risarnir meðal h...
Hvað er saga?
Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...
Hvaða hlutverki gegnir saga og sagnfræði?
Hér á Vísindavefnum má finna svar við spurningunni Hvað er saga? Þar er gerð grein fyrir afstöðunni milli hugtakanna saga og sagnfræði. Í þessu svari nægir því að segja að sagnfræði er iðja sagnfræðinga, og meðal þess sem þeir iðja er að skrifa sögu. Sumir fræðimenn mundu svara spurningunni um hlutverk sagnfræð...
Eru til reglur um það hvenær nafnorð er kk., kvk. eða hk.? Fyrir útlending dugir ekki að bæta við greini.
Í íslensku hafa nafnorð nær alltaf fast kyn og sjaldnast er hægt að sjá af stofninum einum hvert kyn orðsins er. Aðeins fá dæmi eru þess að sama orðið sé til í fleiri en einu kyni. Það á þó til dæmis við um orð eins og hveiti og jógúrt, sem til eru bæði í hvorugkyni og kvenkyni, og regnskúr sem bæði er notað í kar...
Hvað eru þrávirk lífræn efni og hvernig berast þau í dýr?
Þrávirk lífræn efni er samheiti yfir hóp efnasambanda sem eru mjög stöðug bæði í náttúrunni og í lífverum ef þau berast í þær. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Þessi þrávirku efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur með fæðu. Þar safnast þau smám saman fyrir í vefjum enda er helmingunar...
Eru venjulegar augnlinsur slæmar fyrir augun?
Þegar rætt er um „venjulegar augnlinsur“ í dag er yfirleitt átt við svokallaðar mjúkar linsur (e. soft contact lenses) sem komu á heimsmarkaðinn um eða upp úr 1965 (Wichterle, Tékkóslóvakía) og eru gerðar úr ýmsum afbrigðum akrýlplastefna. Mjúkar linsur eru kallaðar ýmsum nöfnum við markaðssetningu til dæmis „íþró...
Hvað er andremma og af hverju stafar hún?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður maður andfúll? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að verða andfúll eða losna við andfýlu? Af hverju vaknar maður andfúll á morgnana þó maður hafi burstað tennurnar kvöldið áður? Aðrir spyrjendur eru: Birna Gunnarsdóttir, Hrund Harðardóttir, Eiríkur Þorbjö...
Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór?
Stutta svarið er að þetta vitum við ekki til hlítar þó að við getum sagt ýmislegt um það. Kannski munum við aldrei geta skorið endanlega úr því hvort alheimurinn er endanlegur, óendanlegur eða endalaus. ------- Stærð og endimörk alheimsins hafa lengi vafist fyrir manninum. Það er þó ekki fyrr en á síðustu ár...
Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?
Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hvað klukkan sé á hinum ýmsu stöðum í heiminum og um tímamun á milli Íslands og annarra landa. Meðal þeirra spurninga sem okkur hafa borist eru:Hvað er klukkan í Danmörku þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi? Hver er tímamunurinn á milli Noregs og Íslands? Hvaða tímamunur ...
Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?
Kynlitningarnir eru tveir og heita X og Y. X er kvenkynlitningurinn en Y er karlkynlitningurinn. Venjuleg arfgerð kvenna með tilliti til kynlitninga er XX en karla XY. Þar sem aðeins karlar hafa karlkynlitning hlýtur hann eingöngu að erfast frá föður til sonar. Ýmsar erfðaraskanir eru til þar sem fjöldi kynlitning...
Hvað er RNA-inngrip?
Almennt er litið svo á að DNA geymi upplýsingar, þá sérstaklega um byggingu prótína. Prótín sjá svo um byggingu og starf fruma. Í frumum berast erfðaupplýsingar frá DNA, til ríbósóma með hjálp RNA, sem gegnir þannig hlutverki boðbera. Lesa má nánar um kjarnsýrurnar DNA og RNA í svari Guðmundar Eggertssonar við spu...