Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 44 svör fundust
Hvers vegna fellur á silfur og hvernig er best að koma í veg fyrir það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er hvítt á lit eða einfaldlega silfurlitt. Silfur dökknar hins vegar með tíð og tíma og þá er sagt að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir þessum litabreytingum er að silfrið ...
Hver fann upp kokteilsósuna?
Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um kokteilsósu og er eftirfarandi spurningum svarað hér: Oft er haldið því fram að gamla góða kokteilsósan sé íslensk „uppfinning“, en er það rétt? Hvað geturðu sagt mér um kokteilsósu? Hvaðan er hún upprunalega og hvaðan kemur nafnið o.s.frv.? Hvað er kokteilsósa...
Hversu lengi hafa köngulær verið á Íslandi og hvernig komust þær hingað?
Upprunalega spurningin tók til nokkurra þátta og hluta hennar er svarað í öðru svari eftir sama höfund. Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslenskar tegundir, þ...
Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig nýtist tilfinningagreind stjórnendum fyrirtækja? (Sigrún Grímsdóttir) Aðrir spyrjendur eru: Ingimar Guðmundsson, Davíð Þorgeirsson, Silja Baldursdóttir og Þórður Grímsson. Tilfinningagreind (e. emotional intelligence) er hugtak sem á rætur sínar að rekja til starf...
Hvað er UNIX?
Tölvur eru samansettar úr tveimur meginhlutum, vélbúnaði og hugbúnaði. Kjarninn í vélbúnaðinum er örgjörvinn sem sér um vinnslu vélbúnaðarins en aðalhugbúnaðurinn er stýrikerfið sem stýrir allri vinnslu örgjörvans og forrita. Langflestir nota tölvu með örgjörva frá Intel eða AMD og stýrikerfið Microsoft Windows. ...
Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær?
Nifteindastjarna er leif af sprengistjörnu en þegar stjarna deyr og þeytir burt sínum ytri lögum getur leifin fallið í einn af þremur eftirfarandi flokkum: Leif Massi (sólmassar) Massi móðurstjörnu Hvítur dvergur 0,1 - 1,4 Msól innan við 8 Msól Nifteindastjarna 1,4 - 3 Msól 8 - 2...
Hvort er erfiðara að gera krossgátur á íslensku en ensku?
Tveir þættir virðast aðallega hafa áhrif á hversu erfitt er að búa til krossgátu á tilteknu máli, annars vegar hversu mörg orð eru fyrir hendi í málinu til að setja í gátuna og hins vegar hversu auðvelt er að giska á orð út frá nokkrum stöfum og raða þeim saman í gátu. Fyrri þátturinn er reyndar ekki jafn takmarka...
Fyrir hvaða rannsóknir voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2018 veitt?
Þriðjudaginn 2. október 2018, tilkynnti sænska Nóbelsstofnunin að Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2018 hefðu verið veitt þremur vísindamönnum, þeim Arthur Ashkin við Bell-rannsóknarstofnunina í Bandaríkjunum, Gérard Mourou við École Polytechnique í Frakklandi og Michican-háskóla í Bandaríkjunum og Donnu Strickland v...
Hver var Adrien-Marie Legendre og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Adrien-Marie Legendre fæddist árið 1752 og lést árið 1833. Hann var yngstur þriggja franskra stærðfræðinga sem báru allir nafn sem hefst á L og voru virkir fyrir og á meðan frönsku byltingunni stóð og á tímum keisaraveldis Napóleons fyrsta. Hinir voru Lagrange (1736-1813) og Laplace (1749-1827). Allir lifðu lengi...
Af hverju er ekki til formúla fyrir lausnum fimmta stigs jöfnu?
Áður en við svörum spurningunni skulum við gera grein fyrir helstu hugtökunum sem koma fyrir í henni, svo það sé öruggt að við séum öll að tala um sömu hlutina. Að leysa jöfnur af því tagi sem spurt er um þýðir að finna núllstöðvar margliðu, en það eru föll af gerðinni \[P(x)=a_{n}x^{n}+a_{n-1}x^{n-1}+...+a_{1}x+...
Hvað var Gúlag og hvað fór fram í þessum fangabúðum Stalíns?
Orðið GULAG (eða GULag) er skammstöfun og stendur fyrir Главное Управление Лагерей (Glavnoe Upravlenie Lagerej) sem þýðir einfaldlega „yfirstjórn búða“. Heitið er tilkomið...
Hvað er hatursræða?
Hatursræða (e. hate speech) er flókið hugtak og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Eigi að síður hefur þróunin orðið sú, með lögum, í dómaframkvæmd og í fræðiskrifum, að sá skaði og sú hætta, sem stafar af ákveðinni tjáningu, er alþjóðlega viðurkennd. Þannig hafa bæði á a...
Hvað getið þið sagt mér um Leonhard Euler og framlag hans til stærðfræðinnar?
Leonhard Euler (1707-1783) var afkastamesti stærðfræðingur sögunnar. Að jafnaði námu rannsóknir hans yfir 800 blaðsíðum á ári og útgefin verk hans urðu alls 866. Nýlega hefur þessum verkum verið safnað saman á vefsetrið Euler Archive, þar sem hægt er að skoða þau í upphaflegu formi. Euler stuðlaði að framþróun á ...
Hvað er hæðarveiki?
Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...