Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7659 svör fundust
Gátu neanderdalsmenn talað?
Það er mörgum vandkvæðum bundið að grafast fyrir um upphaf eins hverfuls og huglægs fyrirbæris og tungumáls, einkum og sér í lagi talaðs máls. Talmál kemur á undan ritmáli og er upphaf þess því, eðli málsins samkvæmt, hluti af forsögulegum tíma mannsins. Einnig tilheyrir talið, eða öllu heldur hljóðbylgjurnar, líð...
Getið þið sagt mér allt um krókódíla?
Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...
Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?
Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlí...
Hvaða merkingu hefur hugtakið tegund í líffræði?
Hugtakið tegund vísar til efnis, hlutar eða lífveru sem býr yfir ákveðnum eiginleikum. Í líffræði er tegundahugtakið gagnlegt til að hjálpa okkur að ráða í og fjalla um hinn mikla breytileika meðal lífvera sem við sjáum í lífríkinu. Fjöldi tegunda er gríðarlegur, vísindamenn hafa lýst yfir 1,7 milljónum tegunda og...
Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?
Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður. Hann var sonur hins konunglega úrsmiðs og ólst upp í Kaupmannahöfn. Það kom fljótt í ljós að hann var afar greindur, en engu að síður erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki. Úr varð að hann fór á sjó ...
Hver gaf tölunum upprunalega nafn á íslensku? Hvaðan koma nöfnin á þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er það sem gefur tölustöfum nafn á íslensku? Nú geri ég ráð fyrir því að að ekki öllum tölum hafi verið gefið nafn og því væri gaman að geta nefnt sína eigin tölu og fengið það skráð! Elstu heimildir um ritað mál á Íslandi eru frá 12. öld, um 300 árum eftir landnámið. Þæ...
Hvað getið þið sagt mér um John Locke?
John Locke var enskur heimspekingur og er oft álitinn merkastur bresku raunhyggjumannanna en hann var ekki síður áhrifamikill stjórnspekingur. Locke fæddist þann 29. ágúst árið 1632 í Somerset á Englandi. Hann var menntaður í Westminster og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið rökfræði og siðfræði, forngrísku o...
Hvað er áburðarsprengja?
Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...
Hvað getur þú sagt mér um Felix Mendelssohn?
Felix Mendelssohn (1809-47) var eitt mesta undrabarn tónlistarsögunnar. Hann samdi ótrúlegt magn tónverka á unga aldri, sextán ára hafði hann til dæmis samið fjórtán sinfóníur fyrir strengi og eina fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Mendelssohn var af einni auðugustu gyðingaætt Berlínar. Moses afi hans var meða...
Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn og hvaðan komu heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar? Reglulega koma fram nýir smitsjúkdómar (e. emerging infectious diseases (EIDs)) sem menn hafa ekki áður þurft að kljást við. Um 75% af nýjum smitsjúkdómum eru svonefndar súnur (e. zoon...
Hvernig er líklegt að gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er náttúrufræðikennari á unglingastigi. Ég velti fyrir mér breytingum vegna loftslagsbreytinga. Hvernig er líklegt að hitastig og gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar? Þetta er mjög áhugaverð spurning en svarið er ekki einfalt. Gróðurfar skiptir okkur miklu enda er gró...
Er vísindafólk að þróa nýjar og afkastameiri leiðir til að skima eftir veirunni sem veldur COVID-19?
Kjarnsýruprófin sem nú eru notuð til að greina veirusmit eru býsna áreiðanleg, eins og hægt er að lesa nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi? Þau eru einnig gífurlega næm og geta numið veiruna í sýnum sem hafa aðeins þúsund eintök eða...
Hvenær í þróunarsögu hryggdýra kom kjálkinn fyrst fram og hvaða áhrif hafði það?
Tilkoma kjálkans er talin vera eitt af merkilegustu atvikum í þróunarsögu hryggdýra því hún opnaði nýja möguleika í fæðuöflun. Kjálkar gerðu hryggdýrum kleift að bíta í önnur dýr og þannig nýta aðra fæðu og beita veiðiaðferðum sem voru kjálkleysingjum ómögulegar.[1] Uppruni hryggdýra er að mörgu leyti nokkuð ól...
Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju? Frá landnámi hefur verið talað um að eitthvað sé í héraði og mun síðar komu héraðsdómar en mér hefur ávallt þótt það óljóst hvað átt sé nákvæmlega við með héraði á Íslandi. Ömt, sýslur, hreppar og sveitarfélög þekkjum við en hé...
Hvað eru kuldahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?
Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...