Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8340 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er allegóría?

Einfaldasta útskýringin á allegóríu er sú að með henni sé eitt sagt en annað meint. Gríska hugtakið allegoria felur í sér orðin allos sem merkir annað og agoreuein sem þýðir að tala opinberlega. Í allegóríu er þess vegna að minnsta kosti tvenns konar merking: hin bókstaflega og hin allegóríska. Upphaf allegórís...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?

Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju komu fótspor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti?

Á myndum sem tunglfarar tóku af geimferjunni á tunglinu sést enginn gígur fyrir neðan hana. Geimfarar mynda hins vegar greinileg fótspor á tunglinu og því ætti stór eldflaug sem þar lendir að mynda stóran gíg á yfirborðinu. En hvar er hann? Hönnun lendingarbúnaðar fyrir geimferjuna var á sínum tíma afar vandasö...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um morfín?

Morfín er helsta virka efnið í ópíumi en ópíum er unnið úr aldini ópíumvalmúans (Papaver somniferum). Þegar ópíum er ræktað er skorið á aldinið og út vætlar safi sem látinn er þorna í sólinni. Þegar efnið þornar verður það að gulbrúnu dufti sem síðan er skafið af aldininu. Ópíum er unnið úr þurrkuðum safa ópíum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þar sem kanínur, hreindýr og minkar lifa villt á Íslandi ættum við þá ekki að flytja inn úlfa til að halda þeim í skefjum?

Áður en nýjar tegundir eru fluttar inn á svæði þurfa helst að fara fram viðamiklar vistfræðilegar athuganir. Þetta svar byggist þó ekki á neinum sérstökum athugunum en ljóst er að áhrif af innflutningi úlfa yrðu mun víðtækari en hér er fjallað um. Hugmyndinni um að flytja inn úlfa yrði væntanlega ekki vel teki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér frá stökklum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Getur þú sagt mér frá stökklum, það er hvernig þeir afla sér fæðu, æxlun þeirra og hvort þeir sofi? Stökklar (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphins) eru meðal algengustu höfrunga á hafsvæðinu við sunnanvert Ísland eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni...

category-iconLæknisfræði

Duga smokkar alltaf?

Talið er að mesta öryggi smokka sé 98% séu þeir rétt notaðir en líkur á þungun aukast ef þeir eru ekki notaðir samkvæmt leiðbeiningum. Smokkar, eða einhvers konar slíður til að setja á getnaðarlim og varna þungun, hafa þekkst í margar aldar eins og lesa má um í svari Sóleyjar Bendar við spurningunni Hvenær var ...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um Bræðralag Síons? Er það enn til?

Í bókinni Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown kemur svokallað Bræðralag Síons mikið við sögu, en það er sagt vera leynifélag sem stofnað var fyrir næstum 1000 árum til þess að varðveita ákaflega mikilvægt leyndarmál (hér verður ekki sagt meira til þess að spilla ekki fyrir þeim sem ætla sér að lesa bókina seinna). ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Lifa leðurblökur í Japan og ef svo, eru það vampíru- eða ávaxtaleðurblökur eða hvort tveggja?

Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera), sem nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats), og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Margar tegundir af smáblökum...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju erfir maður bara sumt frá mömmu sinni og sumt frá pabba sínum?

Í kjarna frumna eru þráðlaga fyrirbæri sem kallast litningar en í litningunum eru gen sem ákvarða eiginleika einstaklingsins, svo sem augnlit, háralit, hæð, kyn og svo framvegis. Flestar lífverur eru tvílitna, það er litningarnir eru í pörum, en heildarfjöldi þeirra er breytilegur eftir lífverutegundum. Í m...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir?

Kaldhæðni mætti skilja sem þá list að andmæla hugmynd með því að setja fram andstæðu hennar. Í kímni er beitt gagnstæðu, það er hreinni mótsögn eða þverstæðu, til að andmæla hugmynd. Noti menn aftur á móti kaldhæðni andmæla þeir einhverju með því að neita hugmyndinni og vísa til augljósrar andstæðu hennar. Fra...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig er hægt að finna samhengi dagsetninga, vikudaga og hátíðisdaga?

Vísindavefurinnn fær talsvert af fyrirspurnum um dagsetningu páska á tilteknu ári, hvaða vikudagur var á tilteknum mánaðardegi á einhverju ári og svo framvegis. Þessum spurningum er auðvelt fyrir fólk að svara með aðferðum sem nú eru tiltækar almenningi og öllum opnar endurgjaldslaust. Í þessu svari viljum við kyn...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru hörgulsjúkdómar?

Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar. Sem dæmi um ...

category-iconEfnafræði

Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?

Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm. Um þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru hýenur skyldari hundum eða köttum?

Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köt...

Fleiri niðurstöður