Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig urðu beygingar til í tungumálum?
Óvíst er hvort frummaðurinn gat gefið frá sér hljóð sem hægt væri að telja til „orða“ í nútíma merkingu. Er það einkum vegna þess að ekki er nóg vitað um barkakýlið og þróun þess. Talið er að tjáskipti hafi einkum farið fram í öndverðu með hrópum, andlitsgrettum og líkamstjáningu. Smám saman þróaðist maðurinn og g...
Eru ljón hættuleg mönnum?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru ljón jafn hættuleg og haldið er fram í sögum? Eru þau svo grimm að þau ráðist á menn? Til eru margar sögur af mannætuljónum sem oftar en ekki eiga rætur að rekja til Viktoríutímabilsins þegar evrópskir landkönnuðir færðu þeim sem heima sátu frásagnir af fjarlægum slóðum....
Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?
Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan ofríki Haralds konungs hárfagra eða af einhvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mikið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, Þór...
Eru til sérstök nöfn á nóttum?
Nóttum hafa ekki verið gefin nein sérstök nöfn í íslensku. Talað er um sunnudagsnótt, mánudagsnótt, þriðjudagsnótt, o.s.frv. og er þá átt við aðfaranótt næsta dags. Sunnudagsnótt er þannig aðfaranótt mánudags. Málverkið Stjörnubjört nótt sem Vincent van Gogh málaði í júní 1889. Í öllum germönskum málum eiga da...
Hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur?
Kvosin er lægð, eins og Fossvogur og Kópavogur, sem ísaldarjöklar hafa sorfið niður í Reykjavíkurgrágrýtið en það liggur yfir öllu svæðinu frá Mosfellssveit suður fyrir Hafnarfjörð. Tjörnin er í þessari dæld og afmarkast af Vatnsmýri annars vegar og sjávarkambi (þar sem Alþingishúsið stendur) hins vegar. Í ís...
Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?
Orðasambandið hver röndóttur er notað sem vægt blótsyrði. Þau tvö dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr bókum eftir Halldór Laxness. „Ja, hvur röndóttur“ sagði presturinn í Paradísarheimt og sama er að segja um biskupinn í Kristnihaldinu: „Ja hver röndóttur; það má ekki minna kosta. Áður fyrr ...
Hver er réttur barna til einkalífs, mega foreldrar til dæmis leita í herbergjum þeirra?
Í 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í friðhelgi einkalífs felst fyrst og fremst réttur manns til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og til...
Orðið plebbi er í tísku núna en hvað þýðir það?
Orðið plebbi er notað um ómenningarlegan eða lágkúrulegan mann. Það er stytting á nafnorðinu plebeji í sömu merkingu sem barst hingað úr dönsku plebejer og er eldra í málinu eða frá því snemma á 20. öld. Eins er til lýsingarorðið plebejískur 'lágkúrulegur' fengið frá dönsku plebejisk. Plebbi er vel þekkt í málinu ...
Ég er að skrifa ritgerð um heimastjórnina á Íslandi árið 1904, getið þið bent mér á gagnlegar heimildir?
Á vef Stjórnarráðs Íslands er ýmislegt efni sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918. Fjallað er um leiðina til sjálfstæðis, fyrsta ráðherrann, stjórnmálin og tímabil heimastjórnarinnar sem var skeið umskipta og óvenjulegrar grósku í íslensku þjóðlífi. Þetta efni var unnið fyrir vef sem opnaður ári 2004 í tilefni...
Hvert er strjálbýlasta land í heimi?
Ef við skoðum kort sem sýnir hvernig mannkynið dreifist um jörðina kemur berlega í ljós að dreifingin er langt frá því að vera jöfn. Raunin er sú að um helmingur jarðarbúa býr á um 5% af þurrlendi jarðar og um 90% mannkyns býr á tæplega 20% þurrlendis. Þéttleiki byggðar í heiminum. Um það bil þriðjungur a...
Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall?
Í Tómasarguðspjalli eru varðveitt á annað hundrað munnmæla sem eignuð eru Jesú. Munnmælin minna um margt á spakmæli eins og Orðskviði Gamla testamentisins. Tómasarguðspjall tilheyrir svonefndum apókrýfum ritum Nýja testamentisins en það hugtak er meðal annars notað um ákveðin rit sem urðu útundan þegar safnað v...
Hvað er kreatín?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er kreatín og er óhollt fyrir unglinga í íþróttum að taka það?Hvað er kreatín mónóhydrate og hvernig virkar það?Hverjum gagnast inntaka á kreatíni?Hefur kreatín einhverjar aukaverkanir?Úr hverju er kreatín búið til?Hver eru áhrif kreatíns á mannslíkamann?Af hverju er kreatín ...
Er rangt að tala um að opna eða loka hurð?
Í málsfarsbanka Íslenskrar málstöðvar segir þetta um orðin dyr og hurð:Orðið dyr merkir op eða inngangur, t.d. inn í hús, herbergi eða bíl. Hurð er hins vegar einhvers konar fleki sem nota má til að loka opinu, innganginum.Við þetta er síðan bætt athugasemd um æskilegt málfar:Því er eðlilegt að tala um að opna og ...
Hvaða bæir eru í hættu ef Snæfellsjökull gýs?
Hér er einnig svarað spurningunum: Ef Snæfellsjökull gýs eyðileggst Ólafsvík?Ef Snæfellsjökull gýs verður þá jarðskjálfti í Grundarfirði og hversu stór? Verði eldgos í Snæfellsjökli má fullyrða að allir bæir undir hlíðarfæti jökulsins séu í hættu. Með öðrum orðum, öllum mannvirkjum og byggðum bólum frá Ólafsvík ...
Er þorskurinn hrææta?
Á undanförnum áratugum hafa miklar rannsóknir farið fram á fæðuháttum þorsksins (Gadus morhua) hér við land enda hefur hann verið okkar mikilvægasti nytjafiskur. Þorskurinn er sannarlega afkastamikill afræningi (e. predator) á íslensku hafsvæði og þau dýr sem hann veiðir sér eru af ýmsum toga, allt eftir stærð...