Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2051 svör fundust
Af hverju snjóar á Íslandi?
Það snjóar á Íslandi á veturna vegna þess að þar er oft kalt og rakt í háloftunum og rakinn sem þéttist verður að snjó. Einnig er þá nógu kalt niðri við jörð til þess að snjórinn bráðnar ekki á leiðinni niður. Til að snjór verði til í háloftunum þarf tvennt: Kulda og raka í loftinu. Hér á Íslandi er báð...
Af hverju er orðið gerekti dregið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Til er orð í íslensku máli, dyrafaldur og skýrir sig sjálft. Annað orð um sama hlut er gerekti (flestir segja gerefti). Af hverju er orðið gerekti dregið? Nokkrar myndir eru til af orðinu sem spurt var um, gerekti. Sú er oft raunin þegar um tökuorð er að ræða sem menn þ...
Geta mýs og rottur lifað á sama svæði í sátt og samlyndi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Deila rottur og mýs umráðasvæði? Lifa þær til dæmis saman í holræsum? Mýs og rottur lifa í nokkuð líku umhverfi í náttúrunni. Þessi dýr finnast því stundum á sama svæði en slíkt kemur þó sjaldan fyrir. Til þess að tryggja sér lífsviðurværi og skjól helga bæði mýs og ro...
Snjóar frekar á kvöldin og nóttunni en á daginn?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til? eru lægðir ekki algengari á einum tíma sólarhrings frekar en öðrum. Úrkoma fylgir oftast lægðakerfum, en ekkert bendir til þess að slík úrkoma falli frekar að nóttu en degi. Líkur á að snjór bráðni...
Af hverju er ekki hægt að rökræða við konur?
Í spurningunni sjálfri kemur fram margt af því sem eitrar umræður og gerir þannig rökræður ómögulegar. Hún er til dæmis leiðandi, með því að svara spurningunni beint er hætt við að svarandi viðurkenni að spyrjandi hafi eitthvað til síns máls. Í henni felst alhæfing sem engin gögn eru fyrir og svo er hún fordómaful...
Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...
Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað verður um rusl sem er flokkað til endurvinnslu? Ég hef ýmist heyrt að það sé urðað samhliða hefðbundnu rusli eða sent með skipum til Svíþjóðar. Hvað verður um ruslið eftir það? Sveitarstjórnir ákveða fyrirkomulag móttöku og söfnunar úrgangs. Hvernig að þessu er staðið ...
Hvort er betra að teygja strax eftir æfingu eða bíða í 1-2 tíma?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er betra að teygja einum eða tveimur tímum eftir æfingu? Hversu lengi er rétt að bíða með teygjur eftir þjálfun? Áður fyrr var alltaf sagt að best væri að teygja strax eftir æfingu en nú hef ég lesið að betra sé að bíða og leyfa vöðvum að jafna sig? Er þetta rétt? T...
Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að eitthvað geti talist vísindalega sannað?
Sé þessi spurning tekin alveg bókstaflega er svarið við henni afar einfalt: Það eru engin skilyrði fyrir því að eitthvað geti talist „vísindalega sannað“ vegna þess að strangt til tekið er ekki hægt að sanna neinar kenningar vísindalega – að minnsta kosti ekki innan þeirra fræðigreina sem venjulega eru kölluð vísi...
Voru ákvæði í Grágás eða Jónsbók um rétt manna til drykkjarvatns?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er það ólöglegt að neita fólki um vatn að drekka? Ég hef heyrt að það sé ólöglegt samkvæmt Grágás eða Jónsbók og að þau lög séu ennþá í gildi. Grágás er lagasafn frá þjóðveldistímanum og Jónsbók var önnur tveggja lögbóka sem Magnús lagabætir lét gera fyrir Ísland og var hú...
Hvað eru vísindi?
Vísindin eru líklega það svið mannlegrar starfsemi sem hefur haft hvað mest áhrif á líf manna undanfarnar tvær til þrjár aldir. Án vísinda væru engir símar, engar flugvélar og engar tölvur. Geimflaugar væru ekki til og menn hefðu því aldrei farið út fyrir himinhvolf jarðar, hvað þá stigið fæti á tunglið. Ótal smit...
Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?
Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...
Hvað eru margir möguleikar á talnaröðum í íslenska lottóinu?
Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur með númerum frá 1 upp í 40 og dregnar eru 5 kúlur. Ekki skiptir máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar. Ef við hugsum fyrst um fjölda möguleika á að draga 5 kúlur þannig að það skipti máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar þá eru 40 möguleikar á hvaða kúlu við drögum fyrst, 39 á n...
Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?
Þetta fer að sjálfsögðu eftir hönnun stólsins, viðartegund og fleiru. Ef hann er til dæmis úr harðviði sem þrífst ekki á Íslandi, vel heflaður, slípaður og lakkaður, er ekki líklegt að spyrjanda takist að koma lífi í hann. En ef maður smíðar sér stól til að mynda úr Alaskavíði (Salix alaxensis), lætur vera að taka...
Hvað getið þið sagt mér um lágplinísk eldgos?
Þeytigos kallast lágplinísk þegar hæð gosmakkar er 10-20 kílómetrar. Munurinn á þessum gosum og vúlkönskum er sá að í lágplinísku gosi er streymi upp úr gígnum samfellt en ekki í stökum sprengingum. Lágplinísk þeytigos eru yfirleitt skammæ og standa sjaldan lengur en nokkrar klukkustundir. Kvikan er oftast ísúr eð...