Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8168 svör fundust

Virka einhver hljóðfæri ekki í þyngdarleysi?

Hljóð þarf efni til að geta borist á milli staða, það berst ekki í tómarúmi. Vel heyrist í hljóðfærum sem leikið er á í geimstöðvum, en fyrir utan stöðvarnar heyrist ekkert, enda eru þar nánast engar agnir. Um borð í geimstöðvum ríkir örþyngd (e. microgravity) sem veldur nánast algjöru þyngdarleysi. Þar er engu...

Nánar

Hvað er hljóðmúr?

Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann. Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskír...

Nánar

Hvernig uppgötvuðu menn mannamál?

Vísindamenn vita því miður lítið um uppruna tungumálsins. Nú er talið að tungumál hafi orðið til fyrir um 30.000 árum en elstu heimildir um einhvers konar ritmál eru aðeins 10.000 ára gamlar. Þarna á milli eru þessu vegna 20.000 ár sem vísindamenn þurfa að geta sér til um, meðal annars með því að skoða líkamsleifa...

Nánar

Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?

Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm...

Nánar

Hvernig urðu beygingar til í tungumálum?

Óvíst er hvort frummaðurinn gat gefið frá sér hljóð sem hægt væri að telja til „orða“ í nútíma merkingu. Er það einkum vegna þess að ekki er nóg vitað um barkakýlið og þróun þess. Talið er að tjáskipti hafi einkum farið fram í öndverðu með hrópum, andlitsgrettum og líkamstjáningu. Smám saman þróaðist maðurinn og g...

Nánar

Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?

Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...

Nánar

Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?

Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Af hverju fylgja litlar kísilkúlur í hvítum pokum oft með hlutum eins og til dæmis kíkjum? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Geta tvíburar átt hvor sinn föðurinn? Hver er munurinn á h...

Nánar

Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?

Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir þv...

Nánar

Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?

Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-br...

Nánar

Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Getur helín skaðað mann ef maður lætur það ofan í sig til skemmtunar? Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða s...

Nánar

Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu! Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur f...

Nánar

Fleiri niðurstöður