Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?
Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...
Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?
Spyrjandi bætir líka við:Er eldsneyti jarðarbúa eins slæmt að þessu leyti nú og fyrir hálfri öld?Svarið við fyrri spurningunni er að sannarlega er unnt að stýra myndun koltvísýrings, eða CO2, með vali eldsneytis. Þá er hlutfall kolefnis og vetnis mikilvægt og æskilegt að velja það eldsneyti þar sem þetta hlutfall ...
Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?
Upphafleg spurning var svona:Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur ...
Hvað er eirðarleysi í fótleggjum og hvað er til ráða við því?
Eirðarleysi í fótleggjum (e. Restless legs syndrome) hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um" og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það nafn sem mes...
Hvað eru miklar líkur á því að sólin springi innan 50 ára?
Við þorum að fullyrða að það séu varla neinar líkur á því að sólin okkar muni springa innan 50 ára. Sólin á eftir að eyða jörðinni þegar hún þenst út og gleypir hana, en það gerist ekki fyrr en eftir um 8 milljarða ára. Það er mun lengri tími en aldur jarðarinnar sem er 4,6 milljarða ára. Um sólstjörnur er h...
Hvaða tilgangi þjónar skjaldarmerkið og fyrir hvað stendur hvert fyrirbæri á því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um uppruna og merkingu skjaldarmerkisins og þá sérstaklega um landvættirnar fjórar. Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Á riddaratímanum urðu þau til að mynda vinsæl sem merking á her...
Hvernig myndaðist Kerið í Grímsnesi og hvers vegna er vatn í því?
Ef gengið er kringum Kerið sést að það er einfaldlega stór gjallgígur — einn af mörgum gígum sem gusu þarna fyrir 5000-6000 árum og mynduðu Grímsneshraunin. Innan á gígveggjum Kersins, þar sem rautt gjall er áberandi, má einnig víða sjá hraunslettur sem runnið hafa saman í lög og linsur. Fyrrum töldu sumir að Keri...
Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?
Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá h...
Hver fann upp á því að hita húsin okkar með heitu vatni?
Í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar? kemur margt fróðlegt fram um heitavatnsnotkun Íslendinga. Þar má meðal annars lesa að það beið 20. aldar að Íslendingar leiddu heitt vatn í hús sín til upphitunar. Fyrstur mun hafa gert það Stefán B. Jónsson...
Eru einhverjar líkur á því að lóan komi með fuglaflensuna til Íslands?
Talið er að allar fuglategundir geti borið fuglaflensuveiruna í sér, einnig lóur. Enn er þó ekki vitað til þess að fuglaflensuveira hafi greinst í lóum. Þess vegna er ólíklegt að lóan verði fyrst til þess að bera veikina til Íslands. Það mun að minnsta kosti ekki gerast í ár, því lóurnar eru allar komnar til lands...
Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?
Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...
Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?
Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum. Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern há...
Hvernig stendur á því að fljótustu spretthlauparar heims eru nánast allir svartir?
Hlaupahraði hefur ekkert með húðlit að gera og mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að margir sem eru ljósir á hörund, sem og menn af asískum uppruna, eru öskufljótir. Líklegasta ástæða þess að þeldökkir hlauparar eru að jafnaði fljótastir er að þeir hafa meira af hröðum vöðvafrumum en aðrir. Tvær aðaltegun...
Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?
Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því a...
Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni?
Líkurnar á því sjá uglu í Reykjavík eru frekar litlar, enda fljúga fáar uglur yfirleitt þar um. Líkurnar aukast þó umtalsvert ef menn leita eftir þeim á veturna. Á þeim árstíma leita uglur stundum í þéttbýli eftir æti, enda eru þar meiri líkur á bráð en víða annars staðar og gróðurþekja borgarinnar lítil því lauf...