Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9286 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær?

Stírur (t.d. eye gunk eða sleep crust á ensku) eru í raun storknuð tár. Stírur gegna engu sérstöku hlutverki í sjálfu sér en það gera tár. Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. Þeir eru álíka stórir og mandla og liggja göng frá þeim sem flytja tár að yfirborði efri augnloka. Tárin dreifast yfir y...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?

Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari h...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?

Elsta efni Gamla testamentisins er eldfornt og orðið til á öðru árþúsundi fyrir Krist. Meginefni þess er hins vegar til orðið eftir að konungdæmi var sett á laggirnar eða um 1000 fyrir Krist og fram á tíma útlegðarinnar í Babýlon á árunum 586 – 538 f. Kr. Esra- og Nehemíabók, Daníelsbók og Esterarbók eru yngstu ri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?

Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað hét fyrsta bók Þórbergs Þórðarsonar og hvaða ár kom hún út?

Fyrstu bækur Þórbergs Þórðarsonar voru ljóðakverin Hálfir skósólar sem kom út árið 1915, og Spaks manns spjarir (1917). Þau voru sameinuð og aukið við þau í bókinni Hvítum hröfnum sem gefin var út árið 1922. Árið 1924 kom út bók Þórbergs Bréf til Láru sem markaði ekki aðeins tímamót í ævi Þórbergs, heldur einni...

category-iconFélagsvísindi

Hvað heitir gjaldmiðill Dóminíska lýðveldisins og hvert er gengi krónunnar gagnvart honum?

Gjaldmiðillinn heitir pesó og þegar þetta er skrifað, 18. júní 2003, fást um 0,37 pesó fyrir hverja íslenska krónu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hver er algengasti gjaldmiðill heims? eftir Gylfa Magnússon Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður? eftir Gylfa Mag...

category-iconTrúarbrögð

Hvað táknar lögmálið í Biblíunni? Er það sama og torah hjá Gyðingum?

Í íslensku Biblíunni er orðið lögmál þýðing á hebreska orðinu torah, sem orðrétt þýðir fræðsla eða kenning. Í grísku þýðingu Biblíunnar eða Gamla testamentisins frá því á 3. öld f. Kr. er torah þýtt með orðinu nomos sem þýðir lög eða lögmál og þar af leiðandi er nomos notað í Nýja testamentinu. Þegar Biblían var þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?

Heimildir um þetta virðast ekki á hverju strái en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fundið er nokkuð mismunandi hvað konur með blæðingar hafa notað eða tekið til bragðs í tímans rás. Talið er að nokkuð hafi verið um að þær notuðu ekkert sérstakt og hafi einfaldlega látið blóðið leka í fötin sín. Þetta ge...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf?

Vísindamenn hafa lengi talið að þau viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist varnarviðbrögðum líkamans og séu ætluð til þess að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar/fyrirbæris. Eins og allir sem upplifað hafa kitl vita felast þessi viðbrögð í því að reyna að forðast það sem kitlar o...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla?

Flökurleiki eða ógleði er óróleika- og óþægindatilfinning í maga. Þolanda finnst að hann muni kasta upp, þó svo að það gerist ekki alltaf. Flökurleiki einkennir margs konar ástand, allt frá ferðaveiki (bílveiki, sjóveiki, flugveiki) til morgunógleði kvenna á fyrstu mánuðum meðgöngu. Hann getur einnig stafað af ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?

Það er ekki til neitt eitt ákveðið svar við þessari spurningu þar sem margt í tengslum við tungumál þarf að rannsaka betur. Ýmislegt er þó vitað um sum mjög gömul mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál og hana tala um 150 milljónir manna. Hið klassíska arabíska bókmál er rakið aftur á 8. öld og Kóraninn var...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru miklar líkur á því að sólin springi innan 50 ára?

Við þorum að fullyrða að það séu varla neinar líkur á því að sólin okkar muni springa innan 50 ára. Sólin á eftir að eyða jörðinni þegar hún þenst út og gleypir hana, en það gerist ekki fyrr en eftir um 8 milljarða ára. Það er mun lengri tími en aldur jarðarinnar sem er 4,6 milljarða ára. Um sólstjörnur er h...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?

Hér er einnig svarað spurningu Hlínar Reykdal:Hver er munurinn á skyldusiðfræði og afleiðingasiðfræði?Siðfræði Johns Stuarts Mill (1806–1873) tilheyrir svonefndri nytjastefnu en megineinkenni hennar er að athafnir öðlast réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir almannaheill. Þetta hefur verið kallað hámarkshami...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið „blýantur“ samsett orð? Ef svo er, hvað þýðið þá „antur“?

Orðið blýantur er tökuorð úr dönsku blyant. Þetta hét upphaflega á dönsku blyerts, sem er blýmálmur, það er að segja grafít, en danska orðið varð fyrir áhrifum frá orðinu blyant sem notað var um dýrmætt silkiefni og lagaði sig að því. Orðið yfir silkiefni er fengið að láni í dönsku úr frönsku blialt, bliault. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?

Eldri myndir orðsins skírteini eru 'skírtein' og 'skírteikn', sem er elsta mynd orðsins. Ásgeir Blöndal segir í Íslenskri orðsifjabók að samsetningarliðir orðsins virðist vera lýsingarorðið 'skír' og nafnorðið 'teikn'. Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna orðskýringu frá síðari hluta sautjándu aldar eða...

Fleiri niðurstöður