Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 595 svör fundust
Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvenær lauk borgarastríðinu í Mósambík? Grunnupplýsingar Mósambík er sjálfstætt lýðveldi í Suðaustur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlandshafi. Landamæri Mósambíkur liggja að Tansaníu norðan megin, Suður-Afríku og Svasílandi sunnan og suðvestan megin, og að Simbabve, Sa...
Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?
Spurningin hljóðar svona í heild sinni:Hvað er femínismi og hvernig hefur sú stefna haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Hvað er femínískt sjónarhorn? Lesendum skal jafnframt bent á svar Þorgerðar Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum? ...
Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?
Í stuttu máli má segja að formúlurnar hafi sjaldnast verið uppgötvaðar af einum manni heldur hafi vitneskjan þróast árum og öldum saman þar til hún fékk þá einföldu og fáguðu mynd sem birtist í nútíma stærðfræðibókum. Um miðja þúsöldina fyrir Krists burð hófst blómaskeið stærðfræði á grískumælandi menningarsvæ...
Í hverju felst borgaraleg óhlýðni?
Flestir heimspekingar eru sammála um að í borgaralegri óhlýðni felist að (i) brotið er gegn lögum eða reglum, (ii) markmið lögbrotsins er ekki einstaklingsbundinn hagur eða sérhagsmunir tiltekins hóps heldur almannaheill, til dæmis réttlæti, (iii) lögbrotið er framið fyrir opnum tjöldum, oftast til að vekja athygl...
Hvað geturðu sagt mér um Émile Durkheim?
Líkt og allar aðrar fræðigreinar er félagsfræðin lifandi vettvangur kenninga og rannsókna þar sem nýjar hugmyndir og nýjar niðurstöður leysa gamlar af hólmi. Sjálft viðfangsefni félagsfræðinnar er þjóðfélagið, sem við lifum í. Þar sem það ólgar af sífelldum breytingum er óumflýjanlegt að fræðigreinin, sem er helgu...
Getur þú sagt mér eitthvað um sæotra?
Sæotrum var fyrst lýst með vísindalegum hætti í feltbókum náttúrufræðingsins Georgs Stellers frá 1751 og komu einnig fyrir í Systema Naturae, riti Carls Linnaeus frá 1758. Upphaflega var tegundin nefnd Lutra marina á fræðimáli en hefur gengið í gegnum fjölmargar nafnabreytingar síðustu 250 árin. Nú ber tegundin h...
Hver var Abu Bakr og hvaða áhrif hafði hann á íslam?
Abu Bakr var einn helsti félagi Múhameðs spámanns, ráðgjafi hans og tengdafaðir. Hann fæddist í Mekka árið 573 og var af efnaðri kaupmannafjölskyldu kominn. Fjölskylda hans tilheyrði svonefndum Quyrash-ættbálki. Á sínum yngri árum umgekkst hann Bedúína töluvert og þar kviknaði áhugi hans á kameldýrum. Nafn hans má...
Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?
Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...
Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?
James Lind (1716-1794) var merkur herlæknir sem fæddist í Edinborg í Skotlandi. Hann er helst þekktur fyrir að hafa fundið forvörn og lækningu við skyrbjúg (e. scurvy) en auk þess var hann mikill talsmaður almenns hreinlætis um borð í skipum breska sjóhersins. Á 16. öld var skyrbjúg lýst nákvæmlega og gefið nafn o...
Hver er saga bænda á Íslandi?
Saga bænda á Íslandi hefst þegar við landnám. Raunar hefst hún talsvert fyrr, því aðferðir og tækni sem bændur notuðu þegar frá upphafi komu frá Norðvestur-Evrópu og höfðu þróast þar síðan landbúnaður hófst á því svæði um 5000-4000 f.Kr., fyrir um sex til sjö þúsund árum. Líklegast er að kjarninn í landbúnaðar...
Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?
Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...
Hvernig litu landnámsmenn út?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig litu landnámsmenn út? Spurt er m.a. vegna þess að nú hafa verið látin boð út ganga í Bretlandi um að fyrsti landnámsmaðurinn (eða a.m.k. sá sem skildi eftir elstu líkamsleifarnar sem fundist hafa, í Cheddar Gorge) hafi verið með dökka húð og blá augu. Þær fréttir hafa...
Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19?
Afbrigði lífvera eru skilgreind sem vissar gerðir innan tegundar sem eru ólíkar í háttum eða eiginleikum. Munur á afbrigðum getur verið mjög yfirborðskenndur, til dæmis byggður á lit fjaðra eða því hvort einstaklingar sömu tegundar séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum er munurinn djúpstæðari eins og í afmörkuðum ...
Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?
Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum. Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega gre...
Stóð sjávarborð við Ísland hærra eða lægra á þjóðveldistímanum en í dag?
Í aldanna rás hefur sjávarborð við strendur Íslands einkum ákvarðast af þremur breytum: magni vatns í heimshöfunum, jarðskorpuhreyfingum af völdum breytinga á jökulfargi,fjarlægð frá rekbeltum og heitum reit sem tengist landreki. Í fyrsta lagi er það magn vatns í höfunum en það ákvarðast einkum af því rúmmál...