Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3457 svör fundust

category-iconVísindavefurinn

Hvers vegna eru spurningar ekki fullgildar þótt nafn og heimilsfang fylgi ekki spurningunum?

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir margvíslegan áhuga og hvatningu. Margir hafa sent okkur góð skeyti í tölvupósti og bent á atriði sem betur mega fara. Meginsvarið við þessari spurningu er einfalt og hefur komið fram áður: Við viljum vita við hverja við erum að tala. En auk þess hafa spurningar orðið gífur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sjávardýrið krill er ein helsta fæða mörgæsa. Hvert er íslenska nafn þessa sjávardýrs?

Sjávardýr það sem á ensku kallast krill (Euphausia superba) og er mikilvæg fæða sumra mörgæsategunda hefur venjulega verið kallað kríli á íslensku eða suðurhafskríli en einnig hafa líffræðingar kallað tegundina suðurhafsljósátu. Undirritaður hefur vanist seinna nafninu og mun nota það í þessu svari. Suðurhafsl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er götuheitið Laugavegur alltaf skrifað þannig og af hverju dregur gatan nafn sitt?

Laugavegurinn liggur úr miðbænum inn í Laugardal. Hann tekur við af Bankastræti (sem áður hét Bakarastígur eða Bakarabrekka) og stefnir austur á bóginn. Neðsti hluti Laugavegar hét áður Vegamótastígur en þá lá gatan ekki nema skammt upp holtið. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákvað 1885 að hefja skyldi vegarlagningu inn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er aðgangur annarra að tölvupósti milli manna?

Höfundur þessa svars er ekki sérfróður um tölvur en hefur hins vegar fjölbreytta reynslu sem almennur tölvunotandi í aldarfjórðung eða svo. Í samræmi við þetta er megináherslan í svarinu lögð á sjónarhorn hins almenna notanda, áhrif hans á feril tölvupóstsins og þær stillingar sem hann getur sett inn samkvæmt eigi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er skarðið sem sumir hafa framan á hökunni kallað „pétursspor“?

Flestir kannast við að sumir hafa eins og skarð eða spor í höku. Þetta skarð er ýmis nefnt hökuskarð, pétursskarð eða pétursspor. Þrátt fyrir talsverða leit hefur ekki fundist sögn sem skýrir hvers vegna orðið pétursspor er kennt við Pétur, hugsanlega Pétur postula. Þó er rétt að nefna þá trú að sankti Pétur hafi ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er trítil- þegar einhver er trítilóður?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað merkir að vera trítilóður? Orðið trítill hefur fleiri en eina merkingu. Það er til dæmis nafn á leikfanginu skopparakringla (einnig trítiltoppur, trítiltopar) en einnig merkir það lítill hnykill, stráksnáði, smávaxinn maður, spónn til að matast með og trýni. Af þess...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt f...

category-iconTrúarbrögð

Hverju svaraði Jesús þegar farísear spurðu lærisveinana hvers vegna meistari þeirra æti með tollheimtumönnum og bersyndugum?

Sagan er sögð í Matteusarguðspjalli (9:10-9:17): Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndug...

category-iconMannfræði

Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það?

Skiptar skoðanir eru um það hvort sú hefð að íslamskar konur hylji sig með blæju sé upprunnin í Kóraninum eða aðeins túlkun ráðandi afla á orðum Kóransins. Frá upphafi hefur verið deilt um hvernig túlka beri Kóraninn og hver hafi vald til þess. Lengst af hafa konur verið útilokaðar frá því ferli. Í arabísku er...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað geturðu sagt mér um Émile Durkheim?

Líkt og allar aðrar fræðigreinar er félagsfræðin lifandi vettvangur kenninga og rannsókna þar sem nýjar hugmyndir og nýjar niðurstöður leysa gamlar af hólmi. Sjálft viðfangsefni félagsfræðinnar er þjóðfélagið, sem við lifum í. Þar sem það ólgar af sífelldum breytingum er óumflýjanlegt að fræðigreinin, sem er helgu...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?

Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...

category-iconLögfræði

Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?

Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er meltingarvegur í meðalmanni langur?

Meltingarvegurinn nær frá munni og til endaþarms. Í meðalmanni er hann um 9-10 metra langur. Þar af er lengd smáþarmanna um 6 til 7 metrar. Innra yfirborð smáþarmanna er afar stórt. Smáþarmarnir liggja í fellingum og fellingarnar eru þaktar þarmatotum. Himnur totufrumnanna liggja einnig í fellingum. Innra yfirbor...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum?

Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan sjö daga vikan, sem er í notkun um næstum allan heim, er upprunnin. Einhverjar heimildir benda þó til að Súmerar, Babýloníumenn og Ísraelar hafi notast við sjö daga viku. Frá þeim barst sjö daga vikan til Grikkja og Rómverja, og þaðan til Norðurlanda, en þar var áður miðað við fimm ...

Fleiri niðurstöður