Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5296 svör fundust
Hver eru kennitákn grísku goðanna?
Í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Hómer skrifaði Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu átta hundruð árum fyrir Krist og eru þær ein elstu og þekktustu ritin um guðina. Einnig koma guðirnir og gyðjurnar við sögu í grískum harmleikjum eftir leikritahöfunda eins og Sófókles og Evripíd...
Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?
Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...
Hvernig eru Elo stig í skák reiknuð út?
Mönnum hefur lengi verið hugleikið að fá úr því skorið hver sé besti skákmaður heims og ekki síður að leggja mat á það hvar einstakir skákmenn standa hvor gegn öðrum. Áður en Elo-stigin komu til sögunnar var ekki til neitt samræmt kerfi til stigaútreikninga. Á Ísland fann skákfrömuðurinn Áki Pétursson (1913-1970) ...
Hvað eru smástirni?
Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...
Var Betlehemstjarnan raunverulega til?
Betlehemstjarnan er dularfullt tákn og hún hefur valdið stjörnufræðingum, sagnfræðingum og guðfræðingum miklum heilabrotum í tæp tvö árþúsund. Í þessu svari ætlum við skoða fjóra möguleika:Stjarnan var einstakt tilvik, hún hafði aldrei sést áður og hefur ekki sést síðan. Guð lét hana birtast til að opinbera fæð...
Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus?
Rússland, eða Rússneska ríkjasambandið (e. Russian Federation) eins og landið heitir formlega, skiptist niður í 89 stjórnsýslueiningar sem hafa mismunandi mikið sjálfræði í eigin málum. Mest sjálfstæði hafa lýðveldin sem eru 21 talsins. Þau hafa eigin stjórnarskrá, þing og forseta en lúta Moskvustjórninni í utanrí...
Hvað fannst í svokölluðum Gaulverjabæjarfundi árið 1930 í Flóanum?
Hvað fannst? Gaulverjabær er kirkjustaður á Suðurlandi, í Flóanum í Árnessýslu sunnan við Selfoss. Nafn sitt dregur bærinn af átthögum landnámsmannsins Lofts Ormssonar frá Gaulum eða Gulum í Noregi. Þótt engar skipulegar fornleifarannsóknir hafi farið fram í Gaulverjabæ eru þaðan nokkrar merkar fornleifar. Til ...
Hvort voru fleiri risaeðlur rándýr eða jurtaætur?
Risaeðlur (Dinosauria) er afar fjölbreytilegur hópur landhryggdýra sem fyrst kom fram fyrir um 230 milljón árum. Þær voru afar áberandi og í raun ríkjandi á mið- og seinni hluta miðlífsaldar eða allt til loka krítartímans fyrir 65 milljón árum, þegar meginþorri þeirra dó út fremur skyndilega eins og frægt er. Það ...
Hversu algengt er að nýjar eyjar verði til í eldgosum?
Þessu er nú tæplega auðsvarað fyrir heiminn allan, en svo vel vill til að Sigurður heitinn Þórarinsson skrifaði grein um neðansjávargos við Ísland í Náttúrufræðinginn árið 1965. Þá var Surtseyjargosið 1963-67 í algleymingi og efnið ofarlega á baugi. Í inngangi að greininni segir Sigurður frá nokkrum þeirra erlendu...
Hver var hinn kínverski Konfúsíus og hvað er konfúsíanismi?
Eins þversagnakennt og það kann að hljóma var konfúsíanismi til á undan Konfúsíusi. Það sem á Vesturlöndum kallast „konfúsíanismi“ er þýðing á kínverska orðinu rujia (儒家), en það var heiti á hópi menntamanna í Kína til forna sem voru sérfróðir um hefðbundnar helgiathafnir. Konfúsíus tilheyrði sjálfur...
Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...
Hver er lengsta skáldsaga í heimi?
Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...
Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?
Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...
Af hverju keyra sumar þjóðir vinstra megin og aðrar hægra megin?
Vinstri umferð á sér mjög langa sögu. Þegar vopnaðir menn mættust, gangandi eða ríðandi, var tryggast að hafa höndina sem sverðinu brá sömu megin og sá var, sem á móti kom. Örvhentir riddarar urðu sjaldan ellidauðir. Þegar Bónifasíus áttundi páfi bauð pílagrímum árið 1300 að víkja til vinstri, var hann aðeins ...
Hvað er vogunarsjóður?
Með hugtakinu vogunarsjóður (e. hedge fund) er yfirleitt átt við sjóð sem notar lántöku eða svokallaða skortstöðu í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Með skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær verðbréf að láni frá öðrum og selur þau til að afla fjár. Einstakir vogunarsjóðir fylgja oft ...