Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum?

Húsdrekar (Chelifer cancroides) eru áttfætlur (Arachnida) og tilheyra ættbálki dreka (Pseudoscorpiones). Í útliti minna þeir um margt á sporðdreka en á þá vantar halann eða sporðinn sem er svo áberandi hjá sporðdrekum. Auk þess eru drekar miklu minni en sporðdrekar, en húsdrekar eru aðeins 2,5-4,5 mm á lengd. ...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er ló sem myndast og kemur í þurrkara?

Fötin okkar, eins og öll textílefni, eru gerð úr fínum þráðum eða trefjum. Þegar flík er notuð (eða handklæðin, rúmfötin eða hvað það nú er sem um ræðir) þá losna alltaf einhverjir þræðir vegna ýmiskonar núnings. Við þetta slitnar flíkin. Það er misjafnt eftir efnum hversu mikið af þráðum losna, í bómull, lérefti ...

category-iconEfnafræði

Er hægt að varðveita prump í krukku?

Upprunalega spurningin var: Ef maður prumpar i krukku/dós og lokar strax eftir, helst lyktin af prumpinu í krukkunni? Til þess að nýta næringarefni úr mat þurfum við að melta fæðuna. Meltingarvegurinn er nokkurra metra langur og nær frá munni til endaþarmsops. Frumur líkamans geta notað næringarefni eins og...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru skessusæti?

Skessusæti, Skessuhorn, Skessugarður og Skessuhellir eru örnefni á fyrirbærum í landslagi, stundum „stórkonulegum,“ sem oftast tengjast einhverjum þjóðsögum. En vísi „skessusæti“ almennt til einhvers landslagsforms, myndu það vera hvilftir (1. mynd) sem sannarlega gætu sómt vel sem sæti mjaðmamikillar tröllkonu. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Gætu víkingar hafa notað silfurberg sem siglingatæki á sjóferðum?

Upprunalega spurningin var: Eru til heimildir um að sjófarendur á öldum áður (víkingar) hafi notað silfurberg sem leiðsögutæki á sjó? Á síðustu áratugum hefur þeirri hugmynd skotið upp kollinum að svonefndur „sólarsteinn,“ sem getið er um í fornum heimildum (Ólafs sögu helga og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar...

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?

Athugasemd frá ritstjórn: Rétt er að taka fram að nýleg rannsókn bendir til þess að gjóskulagið sem hér er fjallað um sé ekki frá Tindafjallajökli heldur af Torfajökulssvæðinu. Sjá nánar um það í greininni Widespread tephra dispersal and ignimbrite emplacement from a subglacial volcano (Torfajökull, Iceland). Geol...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafði megalodon margar tennur?

Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon (stundum Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon). Yfirleitt er talið að megalodon hafi verið kominn fram fyrir að minnsta kosti 16 milljón árum, jafnvel fyrr, en horfið af sjónarsviðinu fy...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var tiktaalik?

Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og l...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?

Orðið „atómskáld“ á uppruna sinn í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni, sem kom út árið 1948. Orðið birtist fyrst á prenti í íslenskum blöðum og tímaritum árið 1950 og virðist undraskjótt hafa öðlast nokkuð skýra merkingu sem á sér algerlega tvær hliðar. Þannig virðist það hafa lifað allt til dagsins í dag. A...

category-iconStærðfræði

Einn er lítil tala en milljón stór, hvenær verða tölurnar stórar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Einn er lítið, milljón er mikið, en hvenær byrjar mikið? Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við gefum okkur fyrst að forsenda spyrjanda sé rétt, það er að einn sé lítil tala og milljón stór tala, þá finnst engu að síður engin ein tala á bilinu einn ti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju?

Árið 1343 var á margan hátt dæmigert fyrir íslenskan veruleika á 14. öld, ef marka má hinar knöppu frásagnir annálarita en í þeim er getið um helstu atburði hvers ár. Nafnkunnugt fólk dó drottni sínum og fjöldi manns fórst í sjóslysum úti fyrir ströndum landsins. Annað sem bar til tíðinda voru afbrot og refsingar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skotsilfur?

Stundum veltir fólk því fyrir sér hvað fyrri liðurinn skot- í orðinu skotsilfur sé. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er skotsilfur skýrt ‘lausir peningar, peningar til að eyða, reiðufé’ og í Íslenskri orðabók er skýringin ‘vasapeningar, eyðslueyrir, reiðufé’ en þar kemur líka fram að skot eitt og sér geti m.a. merkt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona í heild sinni: Eru aðfluttir íbúar landsins ennþá skikkaðir til að taka upp "alvöru" íslenskt nafn ef þeir vilja fá að verða "alvöru" Íslendingar, eins og tíðkaðist (án gríns!) þegar ég var krakki? Lengi vel var erlendu fólki sem sótti um ríkisborgararétt hér á...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp fótboltann?

Með engu móti er hægt að segja að einhver einn hafi fundið upp fótboltann en hægt er að finna dæmi um menn sem fundu upp einstök atriði tengd honum, til dæmis ákveðnar reglur, einhvern sérstakan búnað eða ýmiss konar heiti og nöfn. Þannig er vitað hver fann upp á því að setja net í mörkin (sá fékk einkaleyfi á hug...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?

Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...

Fleiri niðurstöður