Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru skessusæti?

Sigurður Steinþórsson

Skessusæti, Skessuhorn, Skessugarður og Skessuhellir eru örnefni á fyrirbærum í landslagi, stundum „stórkonulegum,“ sem oftast tengjast einhverjum þjóðsögum. En vísi „skessusæti“ almennt til einhvers landslagsforms, myndu það vera hvilftir (1. mynd) sem sannarlega gætu sómt vel sem sæti mjaðmamikillar tröllkonu.

1. mynd. Horft yfir Skutulsfjörð og hafnarsvæðið á Ísafirði. Naustahvilft handan fjarðarins.

Hvilftir myndast við rof smájökla sem verða til nálægt snælínu í fjöllum þar sem snjó af nærliggjandi fjöllum eða fjallahlíðum skefur í lægðir. Snjólagið verður þá svo þykkt að vetri að það nær ekki að leysa að sumri. Þótt þykkt hvilftarjökla sé tíðum svo lítil að skrið á þeim sé mjög hægt, rjúfa þeir bergið smám saman, einkum með tvennu móti, plokkun og svörfun: Að vetri frýs jökulísinn við bergvegginn en að sumarlagi losnar hann frá hvilftarstálinu og myndast þá geil milli ís- og bergveggs (Bergschrund er alþjóðaorð yfir þetta fyrirbæri). Við það plokkast úr bergveggnum grjótmolar sem frosið höfðu fastir við ísinn. Hins vegar nýtast þessir grjótmolar ásamt öðru grjóti sem hrunið hefur niður í geilina sem graftól þegar jökullinn skríður fram og sverfur botn hvilftarinnar (2. mynd). Oft er tjörn í botni hvilfta sem eru skálarlaga vegna þess að svörfunin er öflugust þar sem ofanáliggjandi ís er þykkastur.

Hér á landi eru hvilftir algengastar á Vestfjörðum, á Tröllaskaga og á Austurlandi.

2. mynd. Þversnið af hreyfingu íssins í hvilftarjökli. Svartar rendur merkja blágrýtislög.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

10.12.2019

Spyrjandi

Sæbjörg Jóhannesdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru skessusæti?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2019, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77451.

Sigurður Steinþórsson. (2019, 10. desember). Hvað eru skessusæti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77451

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru skessusæti?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2019. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77451>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru skessusæti?
Skessusæti, Skessuhorn, Skessugarður og Skessuhellir eru örnefni á fyrirbærum í landslagi, stundum „stórkonulegum,“ sem oftast tengjast einhverjum þjóðsögum. En vísi „skessusæti“ almennt til einhvers landslagsforms, myndu það vera hvilftir (1. mynd) sem sannarlega gætu sómt vel sem sæti mjaðmamikillar tröllkonu.

1. mynd. Horft yfir Skutulsfjörð og hafnarsvæðið á Ísafirði. Naustahvilft handan fjarðarins.

Hvilftir myndast við rof smájökla sem verða til nálægt snælínu í fjöllum þar sem snjó af nærliggjandi fjöllum eða fjallahlíðum skefur í lægðir. Snjólagið verður þá svo þykkt að vetri að það nær ekki að leysa að sumri. Þótt þykkt hvilftarjökla sé tíðum svo lítil að skrið á þeim sé mjög hægt, rjúfa þeir bergið smám saman, einkum með tvennu móti, plokkun og svörfun: Að vetri frýs jökulísinn við bergvegginn en að sumarlagi losnar hann frá hvilftarstálinu og myndast þá geil milli ís- og bergveggs (Bergschrund er alþjóðaorð yfir þetta fyrirbæri). Við það plokkast úr bergveggnum grjótmolar sem frosið höfðu fastir við ísinn. Hins vegar nýtast þessir grjótmolar ásamt öðru grjóti sem hrunið hefur niður í geilina sem graftól þegar jökullinn skríður fram og sverfur botn hvilftarinnar (2. mynd). Oft er tjörn í botni hvilfta sem eru skálarlaga vegna þess að svörfunin er öflugust þar sem ofanáliggjandi ís er þykkastur.

Hér á landi eru hvilftir algengastar á Vestfjörðum, á Tröllaskaga og á Austurlandi.

2. mynd. Þversnið af hreyfingu íssins í hvilftarjökli. Svartar rendur merkja blágrýtislög.

Myndir:

...