Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1911 svör fundust
Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?
Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...
Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?
Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið...
Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?
Franska vísindaakademían skilgreindi metrann árið 1791, í kjölfar frönsku byltingarinnar, sem 1/10.000.000 (einn tíu milljónasta) úr kvartboga sem dreginn er milli póls og miðbaugs á jörðinni; það er 1/40.000.000 úr ummáli jarðar. Það segir sig þá sjálft að ummál jarðar taldist 40.000.000 metrar eða 40.000 kílómet...
Gætuð þið vísað mér í heimildir um kjarnorkusprengjuna, kjarnorkuvopnakapphlaupið, hver fann kjarnorkuna upp?
Hér er einnig svarað spurningu Guðmundar Magnússonar: „Hvar finn ég upplýsingar um tilraunir með kjarnorkusprengjur?“ Kjarnorkusprengjan í Nagasaki, Japan.Um heimildir ber fyrst að nefna tvær afbragðsgóðar bækur eftir Richard Rhodes. Í fyrsta lagi bókina The Making of the Atomic Bomb, sem segir frá forsögu kjarn...
Eru einhverjar líkur á því að landsniglategundin Helix aspersa geti þrifist í íslensku umhverfi?
Talið er að snigillinn Helix aspersa hafi borist til Bretlandseyja á tímum Rómverja fyrir um 2000 árum. Í dag lifir hann um allt Bretland nema á nyrstu svæðunum. Fræðimenn telja að ástæðan fyrir því sé sú að Helix aspersa sé þar við nyrðri mörk mögulegrar útbreiðslu sinnar. Svipaða tilhneigingu er hægt að merkj...
Á hverju nærast vatnaflær eða árfætlur?
Árfætlur (copepoda) eru algeng krabbadýr sem lifa víða. Þær finnast jafnt í sjó sem ferskvatni, í stöðuvötnum, straumvatni og jafnvel í rökum jarðvegi og mosa. Í vistkerfi sjávar gegna þær mikilvægu hlutverki, meðal annars eru þær fæða fiskilirfa. Algengasta tegund árfætlu í hafinu umhverfis Ísland er rauðátan...
Er klónun manna lögleg á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru til lög um klónun manna á Íslandi? Er klónun manna lögleg á Íslandi?Eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er klónun? merkir klónun eða einræktun fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Með hugtakinu er átt við það þegar l...
Hvað getið þið sagt mér um eldjallið Vesúvíus?
Eldfallið Vesúvíus rís fyrir ofan Napólíflóann. Það er 1.280 m hátt og er hugsanlega um 200.000 ára gamalt. Eitt þekktasta gos í fjallinu varð árið 79 e. Krist. Þá eyðilögðust borginar Pompei, Stabiae og Herculaneun. Um 2.000 manns létust í því gosi, þeirra á meðal fjölfræðingurinn Pliníus eldri (23-79 e. Krist.) ...
Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?
Mannfræði fæst við mannskepnuna sem lífveru, menningarveru og félagsveru. Þetta blandast þó ætíð og eru menningarmannfræði og félagsmannfræði reyndar svo nátengdar greinar að erfitt er að greina á milli. Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig han...
Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?
Rannsóknir á fæðuvali ísbjarna (Ursus maritimus) hafa sýnt að selir eru helsta fæða þeirra. Hringanóri (Phoca hispida) skipar þar stærstan sess en á sumum svæðum er kampselur (Erignathus barbatus) næst mikilvægasta fæðan. Aðrar selategundir sem ísbirnir veiða eru vöðuselur (Pagophilus groenlandicus) og blöðruselur...
Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?
Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika. Haldið fyrir eyr...
Hver var Karl Marx og hverjir höfðu mest áhrif á hugmyndir hans um samfélagið?
Spurningunni um áhrifavalda Karls Marx er kannski best svarað með hliðsjón af lífshlaupi hans. Byltingarleiðtoginn, félagsvísindamaðurinn og sagnfræðingurinn Karl Marx, var fæddur árið 1818 í Trier, sonur virts lögfræðings. Hann var af gyðingaættum og margir af forfeðrum hans, bæði í móður- og föðurætt, voru rab...
Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?
Fátt bendir til þess að mjólkursýra hafi með beinum hætti neikvæð áhrif á uppbyggingu vöðva þó ekki sé hægt að útiloka það alveg. Þegar mjólkursýrumyndun er hins vegar orðin mjög mikil í vöðvum, breytast oftast ýmsir aðrir þættir á sama tíma í líkamanum eins og til dæmis blóðstyrkur ýmissa hormóna. Þessar breyti...
Hvað getur þú sagt mér um hagamýs?
Hagamúsin (Apodemus sylvaticus) er ein af sjö tegundum músa sem tilheyra ættkvíslinni Apodemus. Meðlimir þessarar ættkvíslar hafa aðlagast lífi á sléttum, engjum og skóglendi. Hagamúsin finnst um mest alla Evrópu, víða í Asíu og nyrst í Norður-Afríku. Heimkynni hennar ná hins vegar ekki langt norður í barrskógabel...
Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?
Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...