Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7930 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?

Þessari spurningu er auðsvarað frá mínu sjónarmiði sem sagnfræðings: Nei, hvorugt. Einhverjum kann að finnast ósmekklegt að börn systkina gangi í hjónaband og líklega er það fátítt nú orðið, en ætti samt ekki að stangast á við siðferðiskennd nokkurs manns. Á miðöldum máttu ekki fjórmenningar giftast eða eignast...

category-iconLæknisfræði

Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?

Upptök vöðvanna sem hreyfa fingurna og úlnliðinn eru í lítilli vöðvafestu á utanverðum olnboganum. Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem leiða til ertingar á svæðinu og bólgu. Af þessu stafar verkur sem getur leitt upp í upphandlegg og eins niður með utan...

category-iconJarðvísindi

Hvað er járngrýti?

Járn er næst-algengasti málmur jarðskorpunnar, á eftir áli (alúminíum). Það berg sem er nægilega járnauðugt til þess að borgi sig að vinna það kallast járngrýti. Jarðkjarninn er úr járni, en við þær aðstæður sem ríkja á yfirborði jarðar er járnmálmur (Fe) ekki stöðugur, eins og bíleigendur þekkja af baráttu si...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er stærsta þekkta frumtalan?

Frumtölur eru þær náttúrlegu tölur sem eru aðeins deilanlegar með 1 og sjálfri sér. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7 og 11. Þegar þetta er skrifað er stærsta þekkta frumtalan talan 232.582.657 - 1 og til að skrifa hana út í tugakerfinu þarf tæpa 10 milljón tölustafi. Það var staðfest að þessi tala væri frumtal...

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði Gamla sáttmála og hvað fólst í honum?

Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262. Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt. Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er herma og hvernig er hægt að brjóta gler með henni?

Herma (e. resonance) er það kallað þegar hlutur er sérstaklega næmur fyrir sveiflum sem eru á þröngu tíðnibili og svarar þeim á einhvern tiltekinn hátt. Ef lesandinn tekur sér í hönd lóð í bandi eða bara ílangan hlut og lætur hann sveiflast með því að hreyfa höndina, þá sér hann fljótt að stærð sveiflunnar er alge...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á ísöld og kuldaskeiði?

Í stuttu máli þá er munurinn á ísöld og kuldaskeiði sá að ísöld merkir ákveðið tímabil í jarðsögunni sem stóð yfir í tæplega 3 milljónir ára en kuldaskeið er notað um ákveðin skeið innan ísaldar. Kannski má líkja þessu við það að orðið vetur er notað um ákveðna árstíð en það þýðir þó ekki alltaf sé kalt á veturna ...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna er ekki hægt að deila með núlli í stærðfræði?

Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu, allt eftir því hvaða skilning menn leggja í deilingarhugtakið. Hér verða því gefin þrjú svör við spurningunni, hvert í sínum hluta, þannig að sem flestir geti fengið svar við sitt hæfi. 1. Deiling sem skipting í jafna hópa Þegar nemendum er fyrst sagt frá dei...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?

Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...

category-iconHagfræði

Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?

Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala. Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í ...

category-iconBókmenntir og listir

Úr hvaða ritum fékk Snorri Sturluson sína vitneskju um fljótið Tanais sem nú kallast Don?

Snorri Sturluson getur fljótsins Tanais í Heimskringlu. Þar segir í upphafi Ynglingasögu: Úr norðri frá fjöllum þeim, er fyrir utan eru byggð alla, fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanais; hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl; hún kemur til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallað Van...

category-iconStærðfræði

Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?

Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? kemur fram að:[b]auganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru no...

category-iconJarðvísindi

Hvaða kvarðar eru helst notaðir til að mæla stærð jarðskjálfta?

Fljótlega eftir að skjálftamælingar hófust á virkum skjálftasvæðum, varð ljóst að jarðskjálftar voru mjög misstórir. Áhrif þeirra og tjón sem af þeim leiddi, var ekki sérlega góður mælikvarði á mikilvægi atburðanna í jarðfræðilegum skilningi. Þörf var á að finna kvarða sem gerði kleift að bera saman stærðir skjálf...

category-iconVeðurfræði

Hversu gömul verða ský?

Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...

Fleiri niðurstöður